Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 50
FÓLK| JÓL
BAKSTUR
„Ég hef nú ekki
gert mikið af því að
baka piparkökur í
gegnum tíðina en
núna kólnar varla
ofninn enda myndi
litlan mín vilja
baka á hverjum
degi með mömmu
sinni.“
Tími kertanna er runninn upp. Fátt er notalegra í svartasta skamm-deginu en að lýsa það upp með
fallegu kertaljósi. Þetta þekkir Marta
Jonsson vel. „Það er ekkert betra en að
kveikja kertaljós snemma morguns um
helgi og öll jólin ef maður þarf ekki að
vinna,“ segir Marta og bendir á að það
sé allt önnur tilfinning að kveikja á kert-
um snemma morguns eða um kvöld.
„Það er hvort tveggja jafn yndislegt en
afar ólíkar tilfinningar sem fylgja því.“
Marta viðurkennir að hún sé ansi ýkt
þegar kemur að kertum. „Ég get alveg
kveikt á upp í fimmtíu kertum í einu. Oft
stekk ég inn í stofu og kveiki á nokkrum
kertum bara til að hafa það kósí yfir
tebollanum,“ segir Marta sem ferðast
ávallt með kerti í töskunni. „Það er svo
gott að fá sína eigin lykt í hótelherberg-
ið,“ segir hún glaðlega.
Daginn byrjar Marta með kertabaði.
„Ég fór í dásamlegt kertabað í morgun
eins og ég geri reyndar á hverjum
morgni nema þegar ég fer í stuttar
ferðir.“
Marta heillast bæði af fegurð kertanna
og þeim frið sem þau veita. „Það er ein
af mínum bestu stundum að sitja með te-
eða kaffibolla við kertaljós.“
ILMURINN SKIPTIR MIKLU
Marta segir kerti afar misjöfn. „Mér
finnst gott að hafa smá ilm frá kertum
en hef oft lent í því að kaupa kerti sem
ég hef síðar þurft að henda af því lyktin
var svo yfirgnæfandi,“ segir Marta sem
er afar lyktnæm að eigin sögn og fær
hausverk af reykelsum og ilmvötnum.
„Nema Bulgari-ilmvatninu sem ég hef
notað í fimmtán ár,“ segir hún glettin.
Hún ákvað því að láta sérframleiða
fyrir sig kerti sem hún væri ánægð með.
Þau fyrstu komu á markað árið 2013.
„Það tók mig heilt ár að gera glasið á
fyrsta kertinu því það varð að vera ná-
kvæmlega eins og ég hugsaði mér,“ seg-
ir hún en kertin eru framleidd í Portúgal
líkt og allir skórnir úr smiðju Mörtu.
„Kertin sem ég framleiði eru með
mildri vanillulykt og ég get haft kveikt
á fimmtíu kertum án þess að hún pirri
mig. Ég hef líka fengið pósta frá konum
sem segja að fjölskyldan sé í fyrsta sinn
sammála um að kertalyktin sé góð,“
segir hún.
GÓÐ GJÖF
Kerti Mörtu eru til í tveimur gerðum og
af nokkrum stærðum. Þau fást í versl-
unum Mörtu Jonsson á Laugavegi 51 og
í Kringlunni. Marta segir endingu þeirra
afar góða. „Minnsta kertið okkar getur
brunnið í allt að 30 klukkutíma.“
Marta mæli með kertum sem gjöfum.
„Það eru svo margir sem eiga allt og við
vitum ekkert hvað á að gefa þeim, en
það er alltaf hægt að gefa kerti þar sem
viðkomandi kemur til með að nota þau.“
BAKAR MEÐ DÓTTURINNI
Marta kveikir oft á kerti þegar hún
bakar með dóttur sinni sem er fimm
ára. „Ég hef nú ekki gert mikið af því
að baka piparkökur í gegnum tíðina en
núna kólnar varla ofninn enda myndi
litlan mín vilja baka á hverjum degi með
mömmu sinni,“ segir Marta hlæjandi
meðan hún stekkur í rauðu lakkskóna
sína enda að drífa sig í jólapartí.
BYRJAR ALLA DAGA
Á KERTABAÐI
MARTA JONSSON KYNNIR Marta Jonsson skóhönnuður elskar kerti. Hún
kveikir stundum á fimmtíu kertum í einu til að mynda notalega stemningu, og
ferðast auk þess með kerti til að hafa á hótelherbergjum. Það er því ekki að
furða að hún lætur framleiða fyrir sig kerti sem hún hefur sjálf hannað.
NOTALEGT Marta kveikir iðulega á fjölmörgum kertum til að mynda notalega stemningu.
Jólamarkaður Skálatúns
verður haldinn á morgun á
milli tíu og fjögur. Þar má
finna mikið úrval af glæsi-
legum handverksvörum sem
margar hverjar eru einstak-
ar og til í takmörkuðu upp-
lagi. Starfsfólk Vinnustofu
Skálatúns býður öllum að
líta við og þiggja heitt kakó
og piparkökur og upplifa skemmtilega jólastemningu auk þess að geta
keypt fallegar jólagjafir eða eitthvað til að skreyta eigið heimili, svo
sem leir- og glerverk, púða, skart, vefnað, kort og fleira. Markaðurinn
verður haldinn í Búðinni Okkar sem er til húsa í Úthlíð við Skálatún
en þar fást allar handverksvörurnar.
Í Vinnustofum Skálatúns starfa um 35 manns með þroskahömlun.
Þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum, meðal annars er þar unnin
handavinna þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum. Þar má helst
nefna vefnað, glervinnslu, útsaum, vélsaum, korta- og skartgripagerð.
FALLEGAR JÓLAVÖRUR
Á Jólamarkaði Skálatúns má finna fallegt handverk
og gæða sér á gómsætum piparkökum og kakói.
Jólasnjórinn verður í regnbogalitunum þann 12. desember þegar jóla-
tónleikar Hinsegin kórsins fara fram í Neskirkju klukkan 19.30. Á
dagskrá verða hýrir jólatónar í bland við dægurtónlist og popp.
Spiluð verður tónlist Óðins Valdimars, David Bowie, Olly Murs
og Tsjajkovskí.
Kórinn syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusar-
dóttur en meðleikari kórsins er Jón Birgir Eiríksson.
Uppselt er á fyrri tónleikana klukkan 17 og því var efnt til aukatón-
leika klukkan 19.30.
HÝR JÓL
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna
og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Nálgastu appið á visir.is/fbl
eða beint í gegnum:
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
8
-3
E
7
4
1
7
A
8
-3
D
3
8
1
7
A
8
-3
B
F
C
1
7
A
8
-3
A
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K