Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 67
Starfsmaður í Flugrekstardeild
AviJet leitar af öflugum starfsmanni í flugrekstar-deild
félagsins. Starfið felst m.a. í gerð flugplana, öflum yfir-
flugsheimilda, skipuleggja flugafgreiðslu og eldsneyti.
Einnig skipulag fyrir áhafnir, m.a. þjálfun og vinnuskrá,
flugmiðar, hótel ofl.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
• Sveigjanleiki og samstarfsvilji
• Hafa getu til að vinna undir álagi
• Góð enskukunnátta bæði í máli og riti
Umsóknarfrestur til og með 13. desember.
Ferilskrá sendist á: jobs@avijet.is
Vísindasiðanefnd óskar eftir
sérfræðingi í hálft starf (50%).
Í starfinu felst að taka þátt í daglegum störfum á skrif-
stofu Vísindasiðanefndar m.a, undirbúningi funda,
afgreiðslu mála, aðstoð við umsækjendur, samskipti
við ýmsa aðila og öflun upplýsinga og vinnu að eftir-
liti með framkvæmd verkefna sem Vísindasiðanefnd
hefur samþykkt.
Starfsmaðurinn skal hafa háskólapróf sem nýtist í
starfi, geta sýnt frumkvæði og hafa góða kunnáttu í
skjalavistun og notkun Office hugbúnaðarins. Góð
færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og kunnátta
einu norrænu tungumáli er kostur. Bæði karlar og
konur eru hvött til að sækja um starfið.
Laun verða greidd samkvæmt kjarasamningi við-
komandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vísindasiðanefnd hefur það hlutverk að meta vís-
indarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að
tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræði-
legum sjónarmiðum.
Umsóknarfrestur er til 21. desember.
Umsókn ásamt nauðsynlegum fylgigögnum má
senda með tölvupósti á póstfangið: vsn@vsn.is.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Baldursson,
framkvæmdastjóri, sími 551 7100
Vísindasiðanefnd
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn.
Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil -
brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan
rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón og ábyrgð á rekstri
upplýsingakerfa
• Undirbúa uppsetningu á nýjum
útgáfum og skipuleggja innleiðingu
þeirra
• Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf
til notenda
• Greining á þörfum notenda og
þátttaka í verkefnum
• Verkefnastjórn og samskipti við
birgja
Öflugur hugbúnaðarsérfræðingur óskast til starfa við umsjón og rekstur hugbúnaðarkerfa
Landspítala. Við sækjumst eftir jákvæðum einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við
krefj andi verkefni. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni hjá traustri stofnun með
umfangs mikinn upplýsingatæknirekstur. Gott starfsumhverfi auk virkrar endurmenntunar og
mögu leika á starfsþróun. Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild sér um rekstur fjölda hug búnaðar-
kerfa og er meginhluti þeirra á sviði rafrænnar sjúkraskrár. Einnig fer þar fram umfangsmikil
þróun og samþætting kerfa.
Hæfnikröfur
• Þekking og reynsla af
gagnasafnsvinnslu og forritun
• Reynsla af sambærilegu starfi
æskileg
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum
samskiptum
• Reynsla af hópvinnu og
verkefnastjórn
• Háskólapróf í tölvunarfræði,
heilbrigðisverkfræði eða
sambærileg menntun
Starfshlutfall er 100% og er starfið
laust frá 1. janúar 2016 eða eftir
nánara samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og
starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Hannes
Þór Bjarnason, rekstrarstjóri
(hannesb@landspitali.is, 543 5391).
Umsóknarfrestur er til og með
21. desember 2015.
Laun skv. kjarasamningi
fjár mála ráðherra og stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á;
www.landspitali.is, undir
„laus störf“. Öllum umsóknum
verður svarað. Tekið er mið af
jafnréttisstefnu LSH við ráðningar
á spítalanum.
HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn.
Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil -
brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan
rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulagning fyrirbyggjandi viðhalds vélabúnaðar
og framkvæmd þess
• Eftirlit með öllum vélbúnaði og kerfum
þvottahússins, eins og loftræsti-, þjófavarnar-
og eldvarnarkerfum
• Áætlanagerð um endurnýjun vélbúnaðar og/eða
varahluta í samráði við stjórnendur
• Viðhald búnaðar og tækja sem notaður er til
framleiðslu
Hæfnikröfur
• IV-stigs vél fræðings menntun og haldgóð þekking
og reynsla í umsjón flókinna tæknikerfa
• Reynsla af rekstri gufukerfa og notkun
fyrirbyggjandi viðhaldskerfa æskileg
• Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
• Þjónustulund og geta til að starfa í teymi
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
• Góð almenn tölvukunnátta
Krefjandi starf vélfræðings í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi er laust til umsóknar.
Hlutverk þvottahússins er að sjá um þvottinn, afgreiðslu og endurnýjun á líni ásamt því að reka
saumastofu. Vélbúnaður þvottahússins er umfangsmikill og er vélfræðingur ábyrgur fyrir umsjón
og viðhaldi á þeim vélbúnaði ásamt rekstri gufukatla, bæði rafskauts- og olíuketils, til gufu fram-
eiðslu fyrir þvottahús og dauðhreinsunardeild spítalans.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febr. 2016
eða eftir samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfs ferilskrá ásamt afriti af
próf skírteinum. Laun skv. kjarasamningi fjár mála -
ráðherra og stéttar félags. Sótt er um starfið rafrænt
á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum
umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttis-
stefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar veita Karólína Guðmundsdóttir,
deildar stjóri (karolina@landspitali.is, 543 1515)
og Viktor Ellertsson, mannauðsráðgjafi (viktore@
landspitali.is, 543 1517).
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2015.
VÉLFRÆÐINGUR
Þvottahús
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
8
-2
5
C
4
1
7
A
8
-2
4
8
8
1
7
A
8
-2
3
4
C
1
7
A
8
-2
2
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K