Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 82

Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 82
FÓLK| FERÐIR Fallegt landsvæðið í Mürren er í svissnesku Ölpunum. Það var auðvitað þess vegna sem framleiðendur sjöttu myndarinnar um James Bond völdu þennan stað til töku á myndinni. Helstu senur myndarinnar gerast á veitingastaðnum Piz Gloria sem trónir á toppi fjallsins Schilthorn í 2.970 metra hæð. Þar hefur verið komið fyrir safni um James Bond sem margir eru ólmir að heimsækja. Ekki er hægt að komast þangað nema í kláfi eða þyrlu. Það var George Lazenby sem fór með hlut- verk James Bond 007 í þessari mynd. Piz Gloria er vel þess virði að heimsækja. Þar er gríðarlega fallegt og töfrandi útsýni yfir Sviss. Þar má sjá yfir 200 fjallstinda í stórbrotnu sviss- nesku landslagi. Auk þess sést til Frakklands og Þýskalands í góðu skyggni. Veitingastaðurinn Piz Gloria snýst eins og Perlan og ef fólk situr þar að snæðingi getur það um leið virt fyrir sér um- hverfið úr öllum áttum. Þar er að sjálfsögðu boðið upp á Martini-kokteil, „hrist ekki hrært“, og sér- stakt kampavíns-morgunverðarhlaðborð að hætti njósnarans frá kl. 8-11. Margir einlægir aðdáendur James Bond hafa farið í pílagrímsleiðangur á fjallið Schilthorn enda hrikalegar spennusenur sem gerðust þar. Safnið heillar og stöðugt bætast í það nýir hlutir tengdir 007. Í safninu er bíósalur fyrir 400 manns þar sem myndin er sýnd. On Her Majesty’s Secret Service þykir svolítið sérstök af Bondmynd að vera. Það er ekki síst vegna þess að aðalhlutverkið var í höndum 29 ára fyrirsætu frá Ástralíu. George Lazenby tók við hlut- verkinu af Sean Connery sem var stórstjarna og margir sáu hann sem hinn eina sanna Bond. Tekj- urnar urðu helmingi minni en af fyrri Bondmyndum og hún fékk lakari dóma en aðrar. Á seinni árum hefur hins vegar vaknað áhugi á myndinni, ekki síst hinni stórbrotnu náttúru þar sem myndin er tekin. Þeir sem eru á leið á skíði í svissnesku Ölpunum ættu að huga að ferð á slóðir James Bond í Mürren. Sömuleiðis ef fólk er á ferðinni um sumartímann því þarna er paradís á sumrin líka. Fjöldi ferða- manna er venjulega á þessum slóðum, skíðafólk sem og skólanemendur í fræðsluferð. Skammt frá er fallegt sveitaþorp þar sem veitingastaðir og hótel bjóða upp á mat beint frá býli. Í bænum Mür- ren, sem er bíllaus, ferðast fólk um á skíðum. Mür- ren er gríðarlega vinsæll staður hjá ferða mönnum. Þar búa einungis 450 manns en á staðnum eru tvö þúsund gistirými á hótelum.  n elin@365.is MORGUNVERÐUR AÐ HÆTTI BOND 007 SPENNANDI  Sjötta myndin um James Bond, On Her Majesty’s Secret Service frá árinu 1969, var að mestu tekin í fjallinu Schilthorn í Mürren í Sviss. Á toppi fjallsins í 2.970 metra hæð er veitingastaður en þar er nú safn um James Bond. Þar er hægt að fá sér morgunverð eins og njósnarinn fékk sér á sínum tíma. SKÍÐASVÆÐI Við bæinn Mürren er frábært skíðasvæði. HÁTT UPPI Piz Gloria veitingastaðurinn stendur efst á fjalli en þar er Bond-safn, enda voru margar hrikalegar senur teknar þar. HÁSKALEIKUR Auglýsing fyrir James Bond myndina On Her Majesty’s Secret Service. Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is GLÆSILEG, VÖNDUÐ OG FÁGUÐ MERKJAVARA á sanngjörnu verði Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Betri buxurnar Verð 13.900 kr. - einn litur. - stærð: 34 - 48. - rennilás neðst á skálm. 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 8 -0 D 1 4 1 7 A 8 -0 B D 8 1 7 A 8 -0 A 9 C 1 7 A 8 -0 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.