Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 96

Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 96
Það var ekki talað um það sem er fyrir neðan mitti í gamla daga,“ segir Erna. Hún tekur á móti blaðamanni með bros á vör og glettnin skín af henni. Henni finnst ekkert mál að tala um blæðingar, verki í kringum blæðingar, blöðrur á eggjastokkum og ófrjósemi eða annað sem hún hefur þurft að eiga við vegna sjúk- dómsins endómetríósu sem stund- um er kallaður legslímuflakk. En hún hefur ekki alltaf getað talað svona hispurslaust um þessi mál. „Maður talaði ekki um blæðingar, ekki einu sinni við vinkonur sínar. Ég fékk mikla verki við blæðingar, átti erfitt með að anda og lá í keng. En orðin blæðingar og túrverkir voru ljót orð. Við notuðum þau ekki þannig að eðli málsins samkvæmt var erfitt að ræða líðan sína. Ég hélt að þetta ætti að vera svona og þorði ekkert að segja. Maður kvartaði ekki.“ Þvegið úr bindunum í laumi Erna fór í sveit á sumrin en þar var heilmikið vesen að fara á blæðingar. „Við vorum með heimatilbúin dömubindi sem við þurftum að þvo yfir daginn. Það var bannað að hengja þau út á snúru því þá sáust þau þannig að við þurrkuðum þau í laumi við olíukyndinguna. Svo mátti ekki þvo bindin með öðru taui – enda voru þau „skítug“. Þetta var hið vandræðalegasta mál.“ Erna segir að ef verkirnir hefðu ekki tengst „einkasvæðinu“ heldur öðrum líkamshluta hefði hún að öllum líkindum verið send í rann- sóknir og rætt málin við foreldra sína. Hún lærði fljótt að leyna verkj- unum og láta sem ekkert væri. „Ég þurfti oft að láta mig hverfa úr samkvæmum eða heimsóknum. Þá var best að labba Laugaveginn heim því ég gat stoppað af og til og þóst vera horfa í búðarglugga á meðan mesta verkjakastið stóð yfir. Einu sinni stóð ég fyrir framan fiskbúð og maður gekk fram hjá og sagði kíminn að þetta væri afar áhugaverð útstill- ing. Svo lærði ég að anda í gegnum verkina og fólk hefur örugglega hald- ið að ég væri eitthvað skrýtin, talandi á innsoginu og andandi ótt og títt.“ „Búið að taka allt innan úr mér“ Verkir Ernu voru mikið leyndarmál og sjálf vissi hún ekkert hvað amaði að henni. Þegar hún var 17-24 ára fór hún í þrjár aðgerðir vegna utanlegs- fósturs og blaðra á eggjastokkum. Erna fékk að heyra utan frá sér að það væri nú ekkert að henni fyrst hún liti svona vel út og hún gæti farið á böll. Einnig að hún væri líklega bara ímyndunarveik eða með svo lágan sársaukaþröskuld. Að lokum var búið að taka úr henni báða eggja- leiðara og því von hennar um að verða barnshafandi úti. Læknarnir ræddu ekki ástand hennar við hana. Enda vissu þeir mögulega lítið. „Það var aldrei rætt hver orsökin væri eða reynt að greina sjúkdóm- inn. Bara sagt að konur ættu til að fá blöðrur.“ Erna segir að ófrjósemin hafi verið erfiðust við veikindin. Fyrst um sinn hélt hún því fyrir sjálfa sig. „Það áttu allir börn og ég og unnusti minn vorum sífellt spurð hvort við ætluðum ekki að koma með barn. Ég fór að hugsa hvort við ættum að hætta saman svo ég myndi ekki eyði- leggja hans líf. En hann var góður þótt hann skildi þetta kannski ekki til fulls. Við tókumst á við þetta saman og bráðlega gat ég talað um þetta opinskátt. Þegar ég lenti í spurningum um barnleysið svaraði ég bara að það væri búið að taka allt innan úr mér,“ segir Erna og hlær. Hún segir léttleikann sem hefur fylgt henni alla tíð hafa hjálpað henni við að takast á við ýmis verkefni í lífinu. Þolir ekki baktal og feluleiki Erna og maður hennar ólu upp tvær fósturdætur. Þau ættleiddu þær þó ekki formlega. „Ég var alltaf í kringum börn og að hjálpa vinkonum mínum með þeirra barnahóp. Ég vann á barnaheimilum og hefði viljað eignast tíu börn. Ein vinkona mín sem ég var mikið hjá var að eignast fimmta barnið og því mikið um að vera á heimilinu. Sú stúlka kom með mér heim nokkurra mánaða og þegar móðirin eignaðist sjötta barnið þá ílengdist sú pössun. Í stuttu máli fór hún aldrei heim aftur. Ég hef nú hugsað í seinni tíð að kannski vorkenndu þau mér svo mikið að þau tímdu ekki að taka hana aftur af mér,“ segir Erna hlæj- andi. „En þau eignuðust tíu börn og því var líka hjálp í mér.“ Önnur fósturdóttir Ernu er bróður dóttir mannsins hennar sem kom til þeirra eftir að foreldrar henn- ar skildu. Dæturnar hafa alltaf verið í góðu sambandi við blóð foreldra sína og hafa í raun átt tvenna foreldra alla tíð. „Við erum öll vinir og það hefur alltaf verið gott samband. Á ferm- Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir lifði með verkjum sem hún faldi því þetta voru kvennaverkir. Hún gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. Hún er með endómetríósu. Erna segist vera lífsglöð að eðlisfari og hefur haft húmorinn að vopni þegar hún hefur tekist á við erfiðleika í lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Hvað er endómetríósa? Endómetríósa er arfgengur sjúk- dómur sem orsakast m.a. af því að frumur sambærilegar þeim sem finnast í innra lagi legsins finnast annars staðar í líkamanum, yfirleitt í kviðarholinu. Þegar kona fer á blæðingar, blæðir úr þessum frumum eins og legslímufrumun- um. Blóðið nær ekki að hreinsast úr líkamanum eins og tíðablóð heldur safnast fyrir og getur valdið blöðrumyndun og samgróningum á milli líffæra. Sjúkdómnum geta fylgt miklir verkir við blæðingar og milli blæðinga. Einkenni geta verið slæmir tíðaverkir, miklar blæðing- ar, meltingartruflanir, sársauki við hægðalosun, sársauki við þvaglát, ófrjósemi, síþreyta og fleira. ingarmynd yngri dótturinnar erum við öll fjögur með henni. Þegar hún lýsti myndinni fyrir forvitnum skólafélögum sagði hún: „Þetta eru mamma og pabbi og pabbi og mamma.“ Allt var svo eðlilegt.“ En Erna fann alveg fyrir umtali og segir hún leyndarmál, feluleiki og pukur vera eitthvað sem hún þoli ekki í dag eftir lífsreynslu sína. „Dæturnar fengu stundum skrýtn- ar spurningar frá börnum sem höfðu heyrt slúður í eldhúsinu heima hjá sér. Þær voru spurðar hver væri „alvöru“ mamma þeirra og svona. Eftir að ég vissi að ég gæti ekki átt börn hætti ég feluleiknum og það var svo mikill léttir. En eftir að hafa verið í felum með vanlíðan mína svo lengi þá bara get ég ekki leyndarmál og þoli ekki baktal. Ég vil hafa allt uppi á borðum í dag.“ „Ekkert sem ég gerði vitlaust“ Fyrir nokkrum árum las Erna grein sem var skrifuð af ungri konu með endómetríósu og var hún að lýsa þeim verkjum og erfiðleikum sem fylgja sjúkdómnum. Þá fékk Erna svar við ótal mörgum spurningum. Það fyrsta sem hún gerði var að sýna dætrum sínum greinina til að þær gætu skilið hvernig henni væri búið að líða öll þessi ár. „Þetta var ótrúlegt. Þessi kona var að skrifa um mig. Á sama augna- bliki létti á mér allri. Svo las ég fleiri greinar og þetta passaði allt við mig. Þetta er sjúkdómur, hugsaði ég. Það er ekkert sem ég gerði vitlaust. Nokkrum dögum seinna fór ég til hjartalæknis. Hjá honum fékk ég verkjakast og fór í keng. Hann spyr hvort það sé eitthvað að og ég segi já. Svo bæti ég við hátt og snjallt: Ég er með legslímuflakk! Mér fannst ég ægilega fyndin – komin á sjötugs- aldur og nýbúin að fá að frétta hvað væri búið að vera að mér alla ævi.“ Erna segir að það hefði breytt hennar lífi mikið ef samfélagið hefði verið opnara þegar hún var yngri. Enn í dag á níræðisaldri fær hún verkjaköst, þau koma reyndar sjaldnar og hún segir mikinn mun að þekkja sjúkdóminn. Hún fagnar aukinni umræðu um „kvenna- vandamál“ enda sé mikilvægt að konur og allt samfélagið viti að um raunverulegan sjúkdóm sé að ræða. Einnig svo hann sé rannsakaður og reynt að leita leiða til að bæta líðan. „Svo er dásamlegt að konur geti reynt að eignast barn með tækni- frjóvgun. Ég hefði reynt það sjálf ef það hefði verið í boði. En líf mitt hefur verið fullt af börnum þannig að ég er sátt. Ég hef elskað mörg börn.“ 5 . D E S E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R48 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 8 -0 3 3 4 1 7 A 8 -0 1 F 8 1 7 A 8 -0 0 B C 1 7 A 7 -F F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.