Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 114

Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 114
Brandarar Bragi Halldórsson 177 Konráð horfði hugsi á gátuna. „Hverskonar gáta er nú þetta?“ „Örugglega eitthvað til að rugla mann og plata,“ sagði Kata snúðug eins og venjulega. „Alltaf verið að plata mann,“ bætti hún við. Lísaloppa las leiðbeiningarnar fyrir gátuna. „Þetta er orðagáta og hér stendur,“ las hún. „Búið er að rugla stöfunum í nöfnum nokkra fuglategunda í hverri línu. Ef þú getur raðað þeim rétt í kassana, mynda stafirnir í hringjunum nafn fugls ef lesið er niður. Getur þú ráðið orðaruglið og séð hvaða fuglar þetta eru? ÓLRMU LYISMLR FLÁT VMURÁ FRHNA LAUSN:VALUR ALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ Siggi við Kalla vin sinn. „Viltu leika við nýja hundinn okkar?“ Kalli: „Æ, ég veit það nú ekki. Bítur hann?“ Siggi: „Það er einmitt það sem ég þarf að rannsaka.“ Gestur: Góðan daginn, ég er kom- inn til að stilla píanóið þitt.“ Húsráðandinn: „Nú, ég hef ekki pantað neina píanóstillingu.“ Gestur: „Ég veit það vel, það var nágranni þinn sem pantaði still- inguna.“ Kennari við nemanda: „Stafaðu orðið rúm.“ Nemandi: „R Ú M M.“ Kennarinn: „Slepptu öðru M-inu.“ Nemandinn: „Hvoru?“ Hvað sagði svo hringurinn við þrí- hyrninginn? „Ái, þú stingur!“ Svo var það Skotinn sem var svo nískur að hann hló eingöngu á kostnað annarra. Foreldrar jólasveinanna, þau Grýla og Leppalúði, eru heldur ógeðfelld hjón. Grýla er stór og ljót en hún er oft á ferli fyrir jólin að leita að óþægum krökkum. Yfirleitt finnur hún samt enga því öll börn eru svo góð. Bóndi hennar Leppalúði er heldur minni og væskilslegri en kona hans. Hann hangir mest heima í hellinum og er ósköp latur og værukær. Grýla er hins vegar skörungur. Ómar Ragnarsson lýsti matseldinni hjá henni á þessa leið: Og matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð. Hún hnoðar deig og stórri sleggju slær hún buffið með. Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Á sunnudaginn klukkan 14 er komið að árlegum við- burði í Þjóðminjasafninu þar sem Grýla og Leppalúði skemmta gestum. Einnig ætlar söngkonan Hafdís Huld að koma fram. Skemmtunin er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Grýla og Leppalúði komin á kreik „Ég fer oft í jeppaferðir með fjölskyldunni, leik mér úti í náttúrunni og lendi í ævintýrum,“ segir Heba sem hér er í einni slíkri ferð í Þórsmörk. FrÉttablaðið/VilHelm Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Heba Sól Stefánsdóttir og er 11 ára. Hvað er það fyrsta sem þú manst eftir, Heba Sól? Ég man í leikskóla þegar vinkona mín var að borða spagettí og það kom spagettí út úr nefinu á henni og ég vildi vera eins og tróð spagettí upp í nefið á mér. Hver er uppáhaldsnámsgrein- in þín í skólanum? Stærðfræði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er margt; teikna, mála, föndra, tefla skák, syngja í kór, spila á píanó og vera í blaki en ferðalög með fjölskyldu og vinum, útivera og skíðamennska eru í mestu upp- áhaldi. Ég fer oft í jeppaferðir með fjölskyldunni og stundum með pabba í vinnunni. Þá sé ég fullt af nýjum stöðum, er úti að leika í náttúrunni, spila og lendi í ævintýrum. Er einhver staður á Íslandi í uppáhaldi? Eiginlega eru þeir margir en einn þeirra er í miklu uppáhaldi, það eru Tindfjöll. Þar eigum við skála og við komum yfirleitt þegar það er snjór og stundum kemur pabbi með vélsleða og dregur okkur upp brekkurnar og við skíðum niður. Svo er líka svo kósí í skálanum. Geturðu sagt frá einhverju ævintýri? Eitt sinn þegar ég fór með pabba inn í Landmanna- laugar þá vorum við tíu tíma á leiðinni og það var 22 stiga frost. Við ætluðum að hjálpa bíl sem var fastur en lentum sjálf á bólakafi í krapa og festumst. Við sátum föst í þrjá tíma en vorum svo heppin að hinn bíllinn var búinn að kalla í hjálparsveit sem kom og dró okkur upp. Þegar við komum var klukkan orðin tvö um nótt. Ertu byrjuð að skreyta fyrir jólin? Við erum búin að setja jólaljós úti en skreytum meira á næstu dögum. Lentum á bólakafi í krapa og festumst Heba Sól Stefánsdóttir er ellefu ára en hefur ferðast meira um Ísland en margir á hennar aldri. Útivera og skíðamennska eru í uppáhaldi og líka jeppaferðir í óbyggðum sem stundum eru ævintýralegar. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r66 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 7 -B E 1 4 1 7 A 7 -B C D 8 1 7 A 7 -B B 9 C 1 7 A 7 -B A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.