Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 120

Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 120
Bækur Nautið ★★★★ Stefán Máni Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Oddi Blaðsíðufjöldi:233 Kápuhönnun: Arnar Geir Ómarsson Skepnan í manninum hefur verið skáldum hugleikin frá alda örófi og þar hafa naut nokkuð komið við sögu. Hér má minnast Mínotárins sem var fangelsaður af föður sínum, Mínosi konungi á Krít, í völundarhúsi þar sem hann var látinn rífa fanga á hol, nautsins Glæsis í Eyrbyggjasögu, en Glæsi eru gerð skil í samnefndri skáldsögu Ármanns Jakobsson- ar, og Þorgeirsbola, draug ungs nautkálfs sem var magnaður upp af ósáttum von- biðli og gekk aftur með húðina hálfflegna af. Allar þessar myndir nautsins sýna samspil manns og náttúru þar sem maðurinn er mesta skrímslið sem misnotar nátt- úruna/dýrið sem snýst á endanum gegn honum sjálfum. Í skáldsögunni Nautið eftir Stefán Mána má finna mörg þessi naut og svipi þeirra afturgengna. Sagan tekst þó helst á við mannskepnuna sjálfa og það óhugnanlega og firrta sem hún getur tekið upp á og þegar upp er staðið er nautið kannski eina heiðarlega veran í bókinni og sú sem allir sækja í á einn eða annan hátt. Sagan hefst þegar tvær ferðakonur hnjóta um vegsummerki um skelfi- legan glæp á sveitabæ. Skipt er um sögusvið og við kynnumst Hönnu sem hefur fallið kylliflöt í sollinn í Reykjavík, á ógeðslegan ofbeldis- glæpaforingja fyrir kærasta og virð- ast allar bjargir bannaðar. Þá er aftur klippt og nú inn í fangaklefa á Eski- firði þar sem dularfullur maður bíður örlaga sinna. Við sögu koma einnig demantar og kókaín, einangrun og ótti og saman mynda þessir þættir kjöraðstæður fyrir glæpi og svik. Þróun frásagnarinnar er langt frá því að vera fyrirséð og það hvernig púsl- in falla saman í lokin situr lengi með lesandanum og fær hann til að líta til baka yfir söguna og sjá vísbendingar sem honum voru kannski ekki endi- lega ljósar á meðan á lestrinum stóð. Nautið er gríðarlega spennandi og á köflum mjög óhugnanleg bók. Leiðarstefið nautið er vel nýtt og kemur víða fyrir í ólíkum myndum, til dæmis er unnustinn ofbeldishneigði mikill aðdáandi Chicago Bulls og þá koma kúrekar einnig oft við sögu. Í rauninni má segja að sögu- sviðið allt minni á hið goðsögulega villta vestur, lög- leysan er alger, fólk skipast í hlutverk sem það á enga möguleika á að sleppa úr og það er í höndum einstak- linganna sjálfra að ná því fram sem þeir vilja, með misjöfnum árangri. S a m - úðin liggur einna helst hjá Hönnu, konunni (jafnvel með stóru K-i) sem á sér aldrei viðreisnar von í þessu karlavestri og er fórnað hvað eftir annað á altari græðgi og mann- vonsku. Fregnir hafa borist af því að til standi að gera sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni og það er ekki erfitt að sjá hvernig sú hugmynd gæti hafa komið upp. Lýsingar eru nákvæmar og stundum nánast of auðvelt að sjá fyrir sér myndirnar sem dregnar eru upp af aðstæðum og atvikum. Ein- hverjum kynni að þykja freistandi að sleppa því að lesa bókina og bíða bara eftir þáttunum. Vissulega verður spennandi að sjá hvernig samspil Baldvins Z og Stefáns Mána þróast við að koma þessari sögu í myndform en alveg ástæðulaust að láta það hafa af sér ánægjuna við að lesa Nautið upp til agna. Brynhildur Björnsdóttir SamaNtekt: Óhugnanlega vel skrifuð, vel fléttuð og vel spennandi saga. Boli boli bankar á dyr 17.637 tóNliSt Sinfóníutónleikar ★★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Bach, Händel, Albinoni og Mozart. Einleikari: Baldvin Oddsson Stjórnandi: Matthew Halls Eldborg, Hörpu Fimmtudaginn 3. desember Hér í gamla daga skiptist fólk í and- stæðar fylkingar eftir því hvort það fílaði klassíska tónlist eða ekki. Það var slegist um það á síðum dagblaðanna. Mörgum fannst ótækt hve mikið rými klassíkin fékk í Ríkisútvarpinu. Einn greinarhöfundar skammaðist yfir útsendingu sinfóníu gargs. Hann talaði um Brandara-konsert eftir Jóhann Sebast ían Bjakk. Bjakk var einmitt á dagskránni í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nánar tiltekið sjötti Brandenborgarkons- ertinn eftir Bach. Þar var leikið á sjö hljóðfæri: Tvær víólur, þrjú selló, sembal og bassa. Þetta var óvanaleg hljóðfærasamsetning. Segja má að það hafi vantað toppinn í hljóminn, þ.e. fiðlurnar. Fyrir bragðið fékk tón- smíðin á sig sérkennilegt yfirbragð. Flutningurinn var þó ekki alveg nógu góður. Sumir víólutónarnir voru dálítið ónákvæmir. Fyrir bragðið var ekki almennilegur fókus í túlkun- inni. Heildarsvipurinn var losara- legur; sennilega hefði mátt æfa verkið meira. Sjálfsagt var konsertinn það erfiðasta á dagskránni. Bara sjö raddir gerðu tónlistina nakta. Minnstu mis- fellur heyrðust auðveldlega. Annað var mun betra. Hluti úr Vatnatón- list Händels hefði reyndar mátt vera tærari í málmblæstrinum. Almennt talað var hún nokkuð hrá, styrkleika- jafnvægið hefði mátt vera nákvæmara. En Hátíðarsvíta úr sinfóníum Bachs í útsetningu stjórnandans, Matthew Halls, var prýðilega flutt. Hún var hátíðleg og fjörug í senn. Tæknilega séð var hún örugg, samspilið var akk- úrat, hljómurinn breiður og fallegur. Það var þó fyrst og fremst tvennt sem gerði að verkum að tónleikarnir fá fjórar stjörnur. Annars vegar var það einleikarinn á trompet, hins vegar sinfónía eftir Mozart. Einleikarinn hét Baldvin Oddsson og var í aðalhlut- verkinu í konsert í B-dúr op. 7 nr. 3 eftir Tomaso Albin oni. Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fal- lega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tóna- hlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst. En með fullri virðingu fyrir Albin- oni, Händel og Bach, þá tók Mozart þá alla í nefið. Albinoni er vissulega minniháttar tónskáld, en Bach og Händel ekki. Samt komust þeir ekki með tærnar þar sem Mozart hafði hæl- ana. Tónlist hans er svo alltumlykjandi og dásamleg, hún er margbrotnari og miklu meira lifandi. Snilldin er alger, fágunin óviðjafnanleg. Á efnisskránni var hin svonefnda Haffnersinfónía og hljómsveitin spilaði hana einkar glæsilega. Sagt hefur verið að Guð sé í smáatriðunum og hér voru smæstu blæbrigði afar fagurlega mótuð. Heildarsvipurinn var stórbrotinn og tignarlegur, en samt unaðslega gleði- þrunginn. Þetta var innblásinn flutn- ingur. Jónas Sen NiðurStaða: Haffnersinfónía Mozarts var snilld og einleikur Bald- vins Oddssonar var magnaður. Á eftir að ná langt Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is sunnudaginn 6. desember kl. 16 og mánudaginn 7. desember kl. 18 Kristín JónsdóttirÁ uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Jólauppboð í Gallerí Fold Forsýning alla helgina í Gallerí Fold laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15, mánudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is 5 . d e S e m B e r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r72 m e N N i N G ∙ F r É t t a B l a ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 7 -B 9 2 4 1 7 A 7 -B 7 E 8 1 7 A 7 -B 6 A C 1 7 A 7 -B 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.