Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 130
Rúðuþurrkutrikk
Þegar bílnum er lagt er gráupplagt
að setja upp rúðuþurrkurnar því
talsverðar líkur eru á því að þær sitji
fastar að morgni í
miklu frosti.
Alkóhóltrikkið
Taktu klút og vættu
hann í vökva úr sem mestu alkóhóli
og strjúktu nokkrum sinnum eftir
þurrkublaðinu. Við það loðir hún
ekki við rúðuna þó frjósi.
Aukagrip
Hreinsaðu dekkin
m e ð d e k k j a -
hreinsi, má gera
það með white
spirit líka, og fáðu
þannig aukagrip í snjónum. Flest
dekk eru þakin tjöru og grípa ekki
vel í hálkunni og snjónum fyrir
vikið.
Kveikjaratrikkið
Ef bíllykillinn kemst
ekki í skrána vegna
frosts getur þú
hitað lykilinn með
kveikjara og hitinn
frá lyklinum mun á
augabragði bræða læsinguna.
Raksáputrikkið
Til að forðast móðu á
innanverðum rúðum má
spreyja raksápu á rúðurn-
ar, strjúktu hana af, rak-
sápa inniheldur að miklu
leyti sömu efni og eru í
móðulosandi spreyi.
Kattasandstrikkið
Settu kattasand í opið ílát á gólfið
fyrir aftan aftursætin. Kattasandur-
inn dregur í sig raka innan úr bíln-
um og kemur í veg fyrir móðumynd-
un. Gætið að því að skilja ekki eftir
vökva (til dæmis kaffi eða gos) í bíln-
um yfir nótt. Vatnið gufar upp
og sest sem móða á
rúðurnar.
PAM-trikkið
Til að forðast frosnar hurðir
spreyjaðu PAM bökunar-
spreyi á gúmmílistana og
þær sitja ekki fastar í frosti.
Tannkremstrikkið
Ef framljósin eru orðin skítug er
gott trikk að þrífa þau með
tannkremi. Ljósin eru eitt
mikilvægasta öryggis-
tæki bílsins og
það er mikil-
vægt að þau séu
sýnileg í umferð-
inni.
Sandpokatrikkið
Ef bíllinn er afturhjóladrifinn má
fá betra grip með því að hafa 20-30
kílóa aukavigt í skottinu, til dæmis
er hægt að skella gangstéttarhellum
eða sandpoka í skottið.
Settu kattasand
í bílinn
Bílasérfræðingurinn Finnur Orri Thor
lacius lumar á nokkrum óvenjulegum
trikkum og góðum ráðum fyrir þá sem
eru akandi í vetrarfærðinni.
fReTTAblAdid/PeTuR
30 Kg
NOkkur góð ráð:
l Aldrei afþýða framrúðuna
með heitu vatni, þær geta
sprungið við snöggan hita-
muninn.
l Ekki gleyma að setja bílinn
inn í bílskúr yfir nóttina, ef
hann er til staðar. Margir
bölva sjálfum sér að morgni
þegar eyða þarf 10 mínútum
í að skafa. Bíllinn er auk þess
heitur og ræsing skaðar vélina
síður og bíllinn eyðir minna
heitur.
l Muna að láta athuga frostþol
vatnsins í vatnskassa og í
rúðupissi.
l Vertu með skóflu í skottinu,
litla skóflu ef stór kemst ekki
fyrir. Á vel við í fannferginu
núna. Góðir hanskar í hanska-
hólfinu skaða ekki heldur, af
hverju skyldi hanskahólf nú
heita hanskahólf!
5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r82 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
FALLEG GLÖS GLEÐJA AUGAÐ
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
1
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
7
-D
B
B
4
1
7
A
7
-D
A
7
8
1
7
A
7
-D
9
3
C
1
7
A
7
-D
8
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K