Öldrun - 01.10.2002, Page 7

Öldrun - 01.10.2002, Page 7
7ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 frá sínum heimalöndum t.d. hjúkrunarfræðingur, ljós- mæður, læknir, vélsmiður, skrifstofumenntun, iðju- þjálfi og dýralæknir. Þessi starfsréttindi eru metin eftir föngum og fólk hvatt til að taka viðbótarnám og fá við- urkenningu fyrir bættum réttindum sínum hér á landi. Sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingur frá Bras- ilíu fékk réttindi sín viðurkennd í lok ágúst 2002. Sú var með full réttindi í sínu heimalandi. Það tók heilt ár að fá þau viðurkennd hér á landi. Lögð hefur verið áhersla að kynna menningu hinna ýmsu þjóðerna fyrir heimilismönnum og starfsfólki. Haldnir hafa verið þjóðardagar frá Taílandi, Filipp- seyjum og Póllandi og næsti þjóðardagur er ráðgerður frá Suður Ameríku þar sem starfsmenn frá Brasilíu, Perú, Paragvæ og Hondúras leggja sitt af mörkum. Þessir þjóðardagar hafa tekist mjög vel og hefur heim- ilisfólki líkað vel að sjá skrautlega þjóðbúninga, þjóð- lega dansa og aðra kynningu auk þess að bragða á fjöl- breytilegum mat frá hinum ýmsu löndum. Eins og við önnur hjúkrunarheimili þurfa umsækj- endur um hjúkrunarpláss að hafa farið í gegnum fag- legt mat, svo kallað vistunarmat aldraðra. Þar er metin þörf fyrir aðstoð og aðhlynningu. Þeir sem komið hafa til vistar á síðari árum hafa allir verið metnir í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrun og vaxandi hluti þeirra hafa komið beint frá legudeildum sjúkrahúsanna. Droplaugarsataðir eru staðsettir í hjarta borgar- innar við Snorrabraut. Byggingin sjálf er L-laga og myndar gott skjól. Þar er fallegur garður og í vestur- horni hans er matjurtargarður, gróðurhús og upphit- aðar stéttar. Til að viðhalda heimilisbragnum eru gerð heimilisverk með þátttöku vistmannanna. Teknar voru Fiskabúrin setja hlýlegan svip á setustofuna. Setustofan.

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.