Öldrun - 01.10.2002, Síða 16
16 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002
lyndi gagnvart viðhorfum skjólstæðinganna, hvort við
miðum við eigin veruleika þegar við komum þekkingu
okkar á framfæri eða hvort við nálgumst skjólstæðing-
ana þar sem þeir eru (Kierkegaard, 1848). Hvort
tveggja eru mikilvægir þættir í samskiptum starfsfólks
við aldraða er dvelja á hjúkrunarheimilum.
Flestir þátttakendur í rannsókn Sigrúnar töluðu um
hversu mikilvægt væri að eiga góð samskipti á vinnu-
stað og vildu efla þau þótt misjafnlega gengi að ná því
markmiði eins og einn viðmælenda lýsti: ,,… mannleg
samskipti, ég hefði viljað gera þau eðlilegri meðal fólks-
ins“. Lítil eða neikvæð samskipti sköpuðu vanlíðan hjá
starfsmönnunum en góð samskipti höfðu upplífgandi
og heilsueflandi áhrif. Einn þátttakenda rannsóknar-
innar talaði um bætta líðan í vinnunni eftir langt tíma-
bil sem einkenndist af vanlíðan og svefnerfiðleikum.
Þessi bætta líðan kom í kjölfar hvetjandi og hlýlegra
samskipta við nýjan yfirmann: ,,Svona lyftist maður upp
af því að maður fer að finna að maður á heima hérna,
... og ég fór að ná því að sofna og líða betur“. Fleiri þátt-
takendur rannsóknarinnar höfðu svipaða sögu að
segja. Nálægð, traust og virðing í samskiptum var það
sem þátttakendur rannsóknarinnar mátu mest og er
það í takt við kenningu Kanter (1979) um styrkjandi
stjórnun á vinnustað (organisational empowerment).
Samskipti starfsfólks og aldraðra á
hjúkrunarheimilum
Uppörvandi samskipti, traust og virðing í sam-
skiptum eru lykilþættir í niðurstöðum rannsóknar Ingi-
bjargar Hjaltadóttur (2001) um lífsgæði á hjúkrunar-
heimilum. Þar kemur fram að samskipti hinna öldruðu
íbúa við starfsfólk var einn af þeim þáttum sem gamla
fólkið taldi að hefði áhrif á lífsgæði sín. Jafnframt töldu
íbúarnir að viðurkenning starfsfólksins á því að þeir
væru enn einstaklingar væri mikilvæg. Rannsókn Ingi-
bjargar var eins og áður sagði gæðabundin og byggði
á viðtölum við átta aldraða einstaklinga sem dvöldu á
tveimur hjúkrunarheimilum. Aldraðir sem dvelja á
hjúkrunarheimilum eru í flestum tilfellum mjög farnir
að líkamlegri sem andlegri heilsu. Þeir þurfa því mikla
og stöðuga aðstoð en það setur gamla fólkið í mjög við-
kvæma og erfiða stöðu gagnvart starfsfólkinu.Viðhorf
starfsfólks og samskipti þess við aldraða skjólstæðinga
hefur því mikil áhrif á líðan og lífsgæði þeirra.
Hlýleg samskipti og virðing fyrir
einstaklingnum
Í niðurstöðum rannsóknar Ingibjargar kemur fram
að viðmælendur hennar höfðu í flestum tilfellum góða
sögu að segja af samskiptum sínum við starfsfólk.
Þegar eitthvað hefði mátt betur fara í framkomu starfs-
fólksins bar gamla fólkið blak af því og benti á að
starfið væri erfitt og að auðvitað væru menn misjafnir.
Áhersla var lögð á að starfsfólkið væri hlýlegt eins og
ein gömul kona sagði: „Mér þykir mikilvægast fram-
koma starfsfólksins… að það komi hlýlega fram og reyni
að skilja mann, það geri það nú margt“. Annar viðmæl-
andi lagði einnig áherslu á að starfsfólkið væri það sem
skipti mestu máli á hjúkrunarheimilinu, ekki hús-
næðið og var jafnframt þakklátur fyrir það hvernig
starfsfólkið reyndi að verða við sérstökum óskum hans
um umönnun. Fleiri aldraðir viðmælendur sögðu frá
tilteknum viðvikum sem starfsfólkið gerði fyrir það
sem ekki samræmdist „rútínu“ hjúkrunarheimilisins.
Það að starfsfólkið braut venjur hjúkrunarheimilisins
eða lagði sig í líma við að koma til móts við þarfir þess
var sem viðurkenning fyrir gamla fólkið á að það væri
enn einstaklingar í augum annarra. Þess konar viður-
kenning af hálfu starfsfólksins var mjög mikilvæg þar
sem sumum fannst sem þeir ættu á hættu að hverfa inn
í fjöldann á hjúkrunarheimilinu.
Fáir til að tala við
Þegar aldraður einstaklingur flytur inn á hjúkrunar-
heimili eða er orðinn mjög heilsuveill skerðast ýmis
tengsl sem hann hefur haft við aðra í þjóðfélaginu.
Dýrmætustu samskiptin eru þá við fjölskylduna og
starfsfólk hjúkrunarheimilisins. Í okkar nútíma þjóðfé-
lagi þar sem allir hafa mikið að gera er lítill tími til að
sinna öldruðum ættingjum þó að fólk sé allt af vilja
gert. Það er því óhjákvæmilegt að mestu samskiptin
verði við þá sem eru innan veggja hjúkrunarheimilis-
ins. Þátttakendur í rannsókn Ingibjargar höfðu lítið eða
ekkert samband við aðra íbúa á hjúkrunarheimilinu.
Það var vegna þess að íbúarnir voru oft illa á sig
komnir andlega, áttu ekkert sameiginlegt eða áttu erf-
itt með tjáskipti eða eins og einn viðmælandi sagði: „Ég
hef nú lítið kynnst. Því það [íbúarnir] er svona illa á sig
komið margt, það heyrir illa…“. Mestu samskiptin voru
því við starfsfólk hjúkrunarheimilisins og því afar
brýnt að þau samskipti væru vinsamleg.
Sérstakt samband skjólstæðinga og
starfsfólks
Gamla fólkið kynntist starfsfólkinu og suma kunni
það betur við en aðra og sömuleiðis gerði það mismun-
andi miklar kröfur til starfsfólksins eftir menntun þess.
Í rannsókninni kemur fram að þátttakendur höfðu sér-
stakar væntingar til hjúkrunarfræðinganna þegar þeir
voru veikir, leið illa andlega eða þegar þeir töldu dauð-
ann nálgast. Ein gömul kona var þess fullviss að hjúkr-
unarfræðingarnir hennar myndu styðja hana þegar
dauðann bæri að garði, en hún segir svo frá: „Ég held
að það sé voðalega gott ef hjúkrunarfræðingur… sem er
menntaður og skilur eitthvað gamalt fólk geti tekið af
manni óttann eða svoleiðis … ég segi fyrir mitt leyti að
ég vil gjarnan fara að deyja … ég held undir eins og ég
finn það að ég væri að deyja … þá myndi koma yfir mig
angist… en það er ábyggilegt að það þarf að styrkja gam-
alt fólk engu síður heldur en annað fólk“. Hún þekkti