Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 19

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 19
19ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Reykingar eru áhættuþáttur fyrir heilablóðföll, hvít- uskemmdir í heila og vitræna skerðingu og sýndi það sig einnig í rannsókn Hjartaverndar. Háar blóðfitur, heildar kólesteról og LDL, eru áhættuþættir fyrir hvítuskemmdir í heila og æðavit- glöp og hefur einnig sýnt sig að vera áhættuþáttur fyrir Alzheimerssjúkdóm. Sykursýki er einnig áhættuþáttur fyrir innanbarkar- æðavitglöp og hvítuskemmdir í heila og einnig vitræna skerðingu og sást það einnig í rannsókn Hjarta- verndar. Oftast er erfitt að sýna fram á að offita með hækkun á þyngdarstuðli (Body Mass Index) sé sjálf- stæður áhættuþáttur fyrir æðakölkunarsjúkdóma, en hún reyndist vera áhættuþáttur fyrir vitræna skerð- ingu í rannsókn Hjartaverndar. Vel er þekkt að offita eykur hins vegar líkur á háum blóðþrýsingi og syk- ursýki. Meðferð heilabilunar Þar sem skörun milli heilabilunarsjúkdóma er jafn mikil og raun ber vitni og einn heilabilunarsjúkdómur útilokar ekki annan, er rétt að meðhöndla þau einkenni og þær hugsanlegu orsakir sem til staðar eru, en ekki einblína á einn hugsanlegan heilabilunarsjúkdóm hjá hverjum sjúklingi. Meðferð heilabilunar má skipta í fernt, og hefur öll meðferð það að aðalmarkmiði að bæta líðan sjúklingsins, bæta færni hans og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Meðferð með það að markmiði að hægja á sjúkdómnum. Ef þekktur er uppruni sega, er mikilvægt að upp- ræta orsökina ef hægt er. Skurðaðgerð á hálsæðum til að fjarlægja æðakölkunarskellur er slík aðgerð. Lyfja- meðferð gáttaflökts í hjarta er önnur. Kröftugri blóð- þynningu með Kóvar er beitt ef ekki tekst að uppræta gáttaflöktið eða ef þekkt er segahreiður í gúl á hjarta- vegg. Magnýl í barnaskömmtum minnkar líkurnar á að blóðflögur kekkist og er það lyf notað við æða- kölkun í hálsæðum sem ekki er fjarlægð eða þekktri æðakölkun í heilaæðum. Stundum er bætt við öðrum lyfjum sem verka á blóðflögurnar. Meðferð sem hefur það að markmiði að hægja á Alzheimerssjúkdómi er væntanleg á markaðinn. Áhættuþætti æðakölkunar er alltaf mikilvægt að meðhöndla, hvort sem um æðavit- glöp eða Alzheimerssjúkdóm er að ræða, enda er verið að sýna fram á að þeir stuðli einnig að Alzheimerssjúk- dómi. Einkennameðferð við vitrænni skerðingu. Acetylcholín er helsta boðefnið í heilanum sem skortir við vitræna skerðingu. Þau lyf sem eru á mark- aðnum til að bæta vitræna skerðingu, Acetylcholinest- erasahamlar, minnka niðurbrot Acetylcholíns við taugaenda í heilanum og bæta þannig vitræna getu. Þessi lyf eru skráð við Alzheimerssjúkdóm, en nú er vitað að einnig er til staðar Acetylcholínskortur í a.m.k. 40 % tilfella æðavitglapa. Aricept er fyrsta lyfið á mark- aðnum og er mest notað. Það hefur einnig sýnt sig að verka við æðavitglöpum. Exelon er annað lyfið, en Reminyl er þriðja lyfið á markaðnum. Fjórða lyfið er Ebixa en það verkar gegnum Gluta- mate, sem er annað boðefni fyrir vitræna starfsemi. Einkennameðferð við geð-og atferlistruflunum með lyfjum hefur verið í notkun í áratugi. Þunglyndislyfin nýju, SSRI „Prozac“ lyfin eru vel virk bæði á þunglyndi og ýmis önnur einkenni sem stafa af duldu þunglyndi. Þau hafa vægar aukaverkanir, sem er mikilvægt meðal aldraðra. Notkun kvíðastillandi lyfja hefur verið um- deild meðal aldraðra vegna sljófgandi verkana þeirra, en eru mikilvæg í meðhöndlun á kvíða og geta einnig stillt óróleika ef kvíði er undirliggjandi orsök. Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu sterkra geðlyfja og hafa heilabilaðir notið góðs af því. Þau hafa orðið sér- hæfðari og hafa vægari aukaverkanir. Félagslegur stuðningur og hjúkrun. Síðast en ekki síst er að telja allan þann stuðning sem veittur er af öðrum fagaðilum en læknum. Í þess- um hluta er að telja heimilishjálp, heimsendan mat, öryggishnapp, hjálpartækjaval iðjuþjálfa, sjúkraþjálf- un, félagsráðgjöf vegna fjármála, sálrænan stuðning við aðstandendur, dagvistun og hvíldarinnlagnir. Vist- unarúrræði eru þegar þar að kemur valin við hæfi hvers og eins, þjónusturými, vistunarrými eða hjúkr- unarrými. Heimildir 1. Diagnostic and statistic manual of mental disorders, 4th. ed. Amer- ican Psychiatric Association. 2. International statistical classification of diseases and related health problems, 10th ed. World Health Organization. 3. Roman GC, Tatemichi TK, Erkinjuntti T, Cummings JL, Masdeu JC, Garcia JH, Amaducci L, Orgogozo JM, Brun A, Hofman A, et al. Vascular dementia: diagnostic criteria for research studies. Report of the NINDS-AIREN International Workshop. Neurology, 1993 Feb;43(2):250-260 4. Mc Khann G, Drachman D, Folstein M, Katzman R, Price D. Clinical diagnosis of Alzheimer´s disease: report of the NINCDS- ADRDA Work Group under the auspices of Department of Health and Human Services Task Force on Alzheimer’s disease. Neur- ology 1984 Jul;34(7): 939-44. 5. Erkinjuntti T, Inzitari D, Pantoni L, Wallin A, Scheltens P, Rockwood K, Roman GC, Chui H, Desmond DW. Research criteria for subcortical vascular dementia in clinical trials. J Neural Transm Suppl. 2000;59:23-30 6. Dementia. John O’Brien, David Ames, Alistair Burns, eds. 2nd ed. London, Arnold, c2000. 7. Dementia : a clinical approach. Cummings JL, Benson DF. 2nd ed. Butterworth Heinemann. 8. Stroke and Alzheimer´s disease. Leys D, Pasquier F, Scheltens P. eds. Holland Academic Graphics, The Hague, Netherlands. 9. The matter of white matter. Pantoni L, Inziari D, Wallin A., eds. Hol- land Academic Graphics, The Hague, Netherlands. 10. Hachinski VC, Lassen NA, Marshall J. Multi-infarct dementia. A cause of mental deterioration in the elderly. Lancet 1974;2:207-210 11. Roman GC. Senile dementia of the Binswanger type. A vascular form of dementia in the elderly. JAMA 1987 Oct;258(13):1782-8. 12. Skoog I, Nilsson L, Palmerts B, Andreasson LA, Svanborg A. A population-based study of dementia in 85 year-olds. N Engl J Med 1993 Jan 21;328(3):153-8. 13. Snowdon DA, Greiner LH, Mortimer JA, Riley KP, Greiner PA, Markesbery WR. Brain infarction and the clinical expression of Alzheimer disease. The Nun Study. JAMA 1997 Mar 12; 277(10):813-7

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.