Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 31

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 31
31ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Við vitum að: einstaklingar með heilabilunar- sjúkdóma eiga erfitt með að hafa yfirsýn Við vitum að: þeir hafa ekki gott af að vera fluttir á milli staða Við vitum að: sumir geta, aðrir GETA EKKI unnið með heilabilaða Við vitum að: það geta leynst aðrir kvillar hjá þeim sjúka sem við hvorki sjáum né vitum um Við vitum að: gæði umönnunarumhverfisins skiptir máli um líðan og lífsgæði hins sjúka einstaklings Við vitum að: sjúkdómurinn þróast í eina átt, það þarf að meta stöðuna með jöfnu millibili og bregðast við breytingum Við vitum að: það er mikilvægt að þekkja bak- grunn og lífssögu hins sjúka Við vitum að: með aukinni þekkingu umönnunar- aðilanna dregur úr valdbeitingu og svokallaðri vandamálahegðun skjólstæðinga okkar eru afgerandi fyrir líðan og framkomu einstaklingsins, heldur einnig og ekki síður umönnunarumhverfið, gæði þess eða vöntun á því sama. Tom Kitwood úti- lokar að sjálfsögðu ekki áhrif taugaskemmdanna, en varar ítrekað við því að túlka eingöngu hegðun og líðan út frá þeim. Einstaklingurinn bakvið sjúkdóminn Það er mikill munur á að tala um „heilabilaða manneskju“ eða „manneskju með heilabilunarsjúk- dóm“. Það liggur dómur í hinu fyrra, skilningur í hinu síðara. Um það snýst umönnun einstaklinga með heila- bilunarsjúkdóma; að skilja hvað um er að ræða. Að skyggnast á bak við aðstæður sem upp koma og geta tengt hegðunina við skaðann í heilanum og persónuna bak við sjúkdóminn. Mikilvægur þáttur í umönnun þessara einstaklinga er að þekkja til persónulegrar lífs- sögu hins sjúka. Með lífssögu er hér átt við persónu- lega sögu einstaklingsins og þau atriði sem hafa haft mótandi áhrif á líf hans. Þegar minnið er ekki fyrir hendi, þegar talhæfileikinn er skertur, þegar tjáningar- formið er brenglað, skiptir sköpum að umönnunarað- ilar þekki lífssögu viðkomandi og geti þannig hjálpað til að raða saman þeim brotum sem koma fram. Í mínum huga er með öllu óhugsandi að geta veitt full- nægjandi umönnun ef lífssagan er óþekkt. Við að þekkja persónuna bak við heilabilunarsjúkdóminn, manneskjuna á bak við þá fötlun sem fylgir því að fá heilabilunarsjúkdóm, geta umönnunaraðilar fundið þá persónulegu eiginleika sem hinn sjúki býr vissulega ennþá yfir, veitt honum stuðning og þar með hjálpað vikomandi einstaklingi til að varðveita og halda í þau einkenni sem gerir hann að þessarri ákveðnu persónu. Svokölluð hegðunarvandkvæði Því hefur verið haldið fram að einhverskonar hegð- unarvandkvæði komi fram hjá 75% af öllum sem líða af heilabilunarsjúkdómum, einhverntíman á sjúkdóms- ferlinu. Hér er m.a. átt við ranghugmyndir, ofskynjanir, árásarhneigð, ofbeldi. En er nú svo víst að þessi svokölluðu hegðunar- vandkvæði séu alltaf vegna beinna áhrifa frá heilaskað- anum? Hvað ef öll hegðun þessara einstaklinga, líka sú hegðun sem veldur vandkvæðum, er tilraun þeirra til að tjá sig? Tilraun til að fá okkur sem í kringum þau eru til að skilja hvað þeir vilja, hvað þeir eru að reyna að segja? Hvernig í ósköpunum eiga þessir einstak- lingar sem eru svo veikir, einstaklingar sem hafa ekki lengur stjórn á einföldustu athöfnum daglegs lífs, sem eru í veröld þar sem flest er þeim ókunnugt, að geta náð sambandi við okkur hin? Þar að auki getur heyrn og sjón verið orðin léleg og það heftir enn frekar tján- ingarmöguleika þeirra. Umhverfið túlkar framkomu og hegðun eftir þeim normum sem í gildi eru í heimi sem þessir sjúku ein- staklingar eru ekki lengur beinir þátttakendur í og þar með er búið að útiloka þá frá að vera með! Skjólstæð- ingar okkar hafa þörf fyrir það sama og allir aðrir, það er að fá virðingu umhverfisins og að vera hluti af því umhverfi sem þeir lifa í. Okkur, sem vinnum með þessum einstaklingum ber skylda til að leggja okkur fram við að skilja tilraunir þeirra til að tjá sig og skapa umhverfi sem er laust við heftingu og togstreitu. Þegar við viðurkennum að persónuleiki og styrkur hins sjúka, innlifun og fagmennska umönnunaraðil- anna, ásamt viðurkenningu og skilningi umhverfisins séu mikilvægir hlutar í þeirri heild sem er nánasta umhverfi hins sjúka, verður farið að líta svökölluð hegðunarvandkvæði öðrum augum. Tjáskipti í öllum samskiptum byggist skilningur manna á milli annars vegar á tjáningarforminu og hins vegar á túlkun. Einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm hefur skerta getu til að tjá sig, úrvinnsla og túlkun skilaboð- anna brenglast og orðskilningur minnkar. Auk þess eiga þessir einstaklingar oft erfitt með að flokka hljóð og annað áreiti í umhverfinu, hvað er mikilvægt og hvað ekki. Truflanir í samskiptum geta því verið miklar. Tjáskipti byggjast á málinu, raddbeitingunni og Það er ennþá margt sem við ekki vitum um heilabilun – en ýmislegt vitum við:

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.