Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 27

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 27
27ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 aðir sem „minningakveikjur“ í endurminningahóp- unum og hafa reynst vel til upprifjunar á lífsháttum fólks á árum áður og gefið innsýn í líf og starf þátttak- enda. Minningahópar á Landakoti „Stássstofan“ er nokkurs konar rammi utan um endurminningahópana og er dæmi um æskilegt umhverfi; friðsæl lítil stofa sem er innréttuð á gamal- dags, heimilislegan hátt. Gestir sem koma þarna inn hafa oft orð á því að þar sé notalegt af því stofan er lítil og verður það að teljast eftirtektarvert í landi þar sem tilhneiging til að byggja stórt er allsráðandi. Ekki síst hefur skapast hefð fyrir stórum vistarverum á öldrun- arstofnunum. Þó að stofan sé æskilegur rammi utan um hóp- starfið er slíkt umhverfi ekki nauðsynlegt. Það er hægt að vinna með minningar nánast hvar sem er, en skil- yrði er þó að það sé friður og ró þar sem hópstarfið fer fram. Vert er að nefna að gestir sem koma í „stássstof- una“ breyta oft um hlutverk. Þeir fara úr sjúklingshlut- verkinu þegar inn er komið og það hefur áhrif á fram- komu þeirra og þar með samskipti innan hópsins. Flestir þátttakenda hafa verið með heilabilun og hefur þessi nálgun reynst mjög gagnleg og gefandi hvað þá varðar, þó að ekki sé það algilt. Það skal þó tekið fram að endurminningahópar hafa einnig reynst vel fyrir aðra aldraða eins og t.d. þá sem eru félagslega einangraðir eða þunglyndir. Æskilegt er að fjöldi þátttakenda sé frá tveimur upp í sex, en fjöldinn fer eftir því hverjar þarfir einstakling- anna í hópnum eru. Mikilvægt er að kynna sér helstu æviágrip þátttak- enda. Það kemur sér vel þegar valið er í hópana og minnkar líkur á að efni sem tekið er fyrir í hóp(a)starf- inu komi illa við einhvern þátttakenda. Matseld Mataruppskriftir Klæðnaður Ferðalög Íþróttir Ýmsir starfshættir Heimilisstörf Leikir/leikföng Stríðsárin Dæmi um almenn umfjöllunarefni: Æskuárin Skólaganga Heimilislíf Hátíðir Gifting, ferming eða aðrir við- burðir Skemmtanir Fyrsta ástin Dæmi um persónuleg umfjöllunarefni:

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.