Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 33

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 33
Þann 6. mars næstkomandi stendur Öldrunarfræðafélag Íslands fyrir námstefnu í húsi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands við Dunhaga í Reykjavík frá kl. 9:00 til 16:00. Ýmsum spurningum er varpað fram. Hvernig er aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast og hver verður hún eftir 30 ár? • Þjónar líf- eyrissjóðakerfið tilgangi sínum? • Eru sveigjanleg starfslok það sem koma skal? • Er undirbúningi Íslendinga undir efri árin ábótavant og þá hvernig? • Er úrelding aldraðra raunveruleiki í íslensku samfélagi? • Hver gætir hagsmuna aldraðra, þeir sjálfir eða einhverjir aðrir? • Eru aldraðir virkir þátttakendur í samfélaginu og eigin lífi? Fyrirlesarar verða: Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur: Eru aldraðir þátttakendur í samfélaginu og eigin lífi? Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara: Er lífeyrissjóðakerfið að þjóna tilgangi sínum? Guðrún Agnarsdóttir, læknir: Hver gætir hagsmuna aldraðra, þeir sjálfir eða …? Jón Björnsson, sálfræðingur: Að venda sínu kvæði í kross á miðjum aldri. Magnús D. Baldursson, heimspekingur: Er úrelding aldraðra raunveruleiki í íslensku samfélagi? Tryggvi Þórir Herbertsson, hagfræðingur: Aldurssamsetning þjóðarinnar og sveigjanleg starfslok. N. N. Starfsmannastefna, starfslok og ábyrgð fyrirtækjanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands: Er undirbúningi Íslendinga undir efri árin ábótavant? Umsjón: Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur og Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir. Námstefnan kostar 11.300 kr. og er áhugasömum bent á að skrá sig hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Sími 525 4444. Netfang: endurmenntun@hi.is 33ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Næsta námstefna Öldrunarfræðafélags Íslands í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Verður þú einhvern tíma gamall? Hvernig nýtum við reynslu og þekkingu aldraðra í nútímaþjóðfélagi?

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.