STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 5

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 5
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 5 Árið 2013 var auglýst eftir hugmyndum að verki fyrir Íslands hönd til sýningar á Feneyja- tvíæringnum 2015. Óskað var eftir að listamenn sem sæktust eftir þátttöku tilgreindu samstarfs- aðila og hugmyndir um fjármögnun verkefnis- ins. Fór fagráð Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM) yfir umsóknirnar. Fyrir valinu varð tillaga að verki eftir Christoph Büchel í samvinnu við sambýliskonu hans Nínu Magnús- dóttur sem sýningarstjóra, sem var í stuttu máli sú að Rómafólk átti að setjast að í Garðinum á miðsvæði Biennalsins, eða „Giardini“, og dvelja þar yfir sýningartímann. Í Garðinum eru sýn- ingarskálar helstu stórþjóða, aðallega Vesturlanda, auk þess sem hann er menningarsögulegur staður og viðkvæmur sem slíkur. Þótti stjórnendum Feneyjatvíæringsins tillagan sem KÍM valdi ekki framkvæmanleg á slíkum stað og fékkst hún ekki samþykkt. Fagráð KÍM virðist ekki hafa séð það fyrir. Þegar þessi staða var komin upp voru ekki endurmetnar innsendar hugmyndir annarra listamanna heldur var Christoph Büchel falið að koma með aðra tillögu, sem reyndist líka ófram- kvæmanleg, og svo enn aðra, þar til hugmyndin um að setja upp mosku í Feneyjum var valin til framkvæmdar. Sýningarstaður var enginn og flókið og dýrt að finna slíkan, en eftir mikinn undirbúning og leit að heppilegu húsnæði var verkið „Moska“ opnað í afhelgaðri kirkju. „Moskunni“ var síðan lokað af borgaryfirvöldum Feneyja eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Má segja að þar hafi verið komist að mörkum Bíennalsins; þanþolið nær ekki lengra og verkið er „lokuð Moska“. Í framhaldinu höfðaði KÍM dómsmál gegn bor- garyfirvöldum í Feneyjum og fór fram á flýti- meðferð í þeim tilgangi að opna mætti verkið fyrir almenningi. Því var hafnað. Hefðbundið dómsmál tekur allt að eitt ár, en þar sem Biennal- inum lýkur í nóvember næstkomandi var hætt við frekari dómsmál. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar er rekin fyrir opinber fjárframlög sem hafa verið það knöpp undanfarin ár að bolmagnið er lítið og KÍM getur litlu öðru sinnt en Feneyjatvíæring- num. Í samningi KÍM við ráðuneytið vegna rekstrarframlags þess til KÍM segir að 15% af rekstrarfé miðstöðvarinnar skuli fara í styrki til myndlistarmanna. Síðastliðin tvö ár hefur það ekki gengið eftir, en fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2014 að úthlutaðir styrkir til lista- manna árið 2013 voru rúmlega 2,8 m.kr. eða um 11% af rekstrarframlagi ríkisins til KÍM, og 2014 voru þessir styrkir rúmlega 1,8 m.kr., eða um 8% af rekstrarframlagi ríkisins til KÍM. Í rekstrar- áætlun KÍM fyrir yfirstandandi ár er stefnt að því að þessir styrkir verði um 3,5 m.kr. KÍM verður að vera kleift fjárhagslega að gera íslenska myndlist sýnilega í alþjóðlegu samhengi svo fullur sómi sé að og er þátttaka í Feneyja- tvíæringnum þar afgerandi. Við verðum að endur- meta tilhögunina við valið á framlagi okkar til næsta tvíærings 2017. Og við verðum að vera fjárhagslega raunsæ. Kostnaður við þátttöku í tvíæringnum er að lágmarki 50 milljónir, eða helmingi meira en opinbert framlag til hans — sambærilegur kostnaður og til uppsetningar einn- ar leikhússýningar í Þjóðleikhúsinu. Fáir lista- menn hafa aðgengi að slíku fé, enginn á Íslandi. Forsendur fyrir vali fulltrúa Íslands á Feneyja- tvíæringinn 2015 var „open call“, enginn fastur sýningarstaður og aðeins helmings fé til fram- kvæmdar sýningar. Og KÍM auk þess með tap frá Feneyjatvíæringnum 2013 í eftirdragi. Þetta eru ekki góðar forsendur. Ósk KÍM um að lista- menn sem sæktust eftir að vera fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum tilgreindu í umsókn sinni samstarfsaðila og fjármögnun var nýjung. Hvaðan átti féð að koma? Erlendis frá? Frá atvinnulífinu? Óskhyggjunni einni…? Óskandi væri að í Feneyjum væri aðgengi að húsnæði til sýningarhalds og kynninga. Fram hefur komið hugmynd um að nýta mætti slíkt húsnæði til þátttöku í fleiri menningar- viðburðum, eins og alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni Gyllta ljóninu, Arkítektabíennalnum, dans- og leikhúshátíðum — eða öllu því sem við viljum taka þátt í sem fullgildir aðilar að menningu heimsins. Leiga á húsnæði til langs tíma auðveldar allt skipulag og er hagkvæmari, en til þess þarf samvinnu milli listgreina og ráðuneyta, skipulag og samstöðu. Ísland er í útjaðrinum landfræðilega og á Bíennalnum, en hér á landi fer fram orkumikil frumsköpun á ýmsum sviðum lista sem áhugi er fyrir hjá öðrum þjóðum. Nýtum okkur þá jákvæðu sýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.