STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 10

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 10
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 10 Verk Salakhovu tengdust íslamstrú og -siðum á mismunandi máta. Annað verkið var höggmynd sem sýndi konu hulda blæju. Hitt var eftirmynd Ka’aba í Mekka sem komið var fyrir í ramma sem var að formi til eins og kvensköp. Ákvörðun um að hylja verkin og fjarlægja var tekin af fulltrúum Menningar- ráðuneytis Aserbaísjans. Ástæðan var að þau væru „umdeild og sköðuðu heiður landsins“. Sýningar- stjórarnir, aserski listfræðingurinn Chingiz Far- zaliev og Beral Madra frá Tyrklandi, mótmæltu ákvörðuninni harkalega. Þau tóku síðar fram að þau hefðu hvorki fengið stuðning við mótmæli sín frá aðstandendum tvíæringsins né frá samtökum listfræðinga og sýningarstjóra. Sá eini sem kom opinberlega fram þeim ti l stuðnings var sýn- ingarstjóri ítalska skálans á tvíæringnum, Vittorio Sgarbi. Madra hélt því fram í kjölfar sýningarinnar að skerðing tjáningarfrelsis væri sífellt að verða viðameiri og algengari á vettvangi myndlistar. Enski listamaðurinn Jeremy Dellers setti upp viða- mikla innsetningu í breska skálanum á síðasta tvíæring, árið 2013. Í aðdraganda sýningarinnar var hann beðinn að sleppa því að setja upp hluta verksins,veggspjöld og fána sem ritað var á „Prince Harry kills me“, eða „Harry prins drepur mig“. Þessi hluti verksins var bein vísun í veiðar breska prinsins á villtum fuglum á búgarði sínum í Eng- landi. Óbeint vísaði það einnig í þátttöku Harrys í stríðinu í Afganistan. Yfirvöld töldu að skilaboðin gætu misskilist og ógnað öryggi breskra hermanna sem þá voru í Afganistan og víðar. Deller ákvað eftir samninga við yfirvöld að breyta verkinu og skildi því fánann og veggspjöldin eftir heima í Englandi. Hann lýsti því síðar yfir að verkið hefði orðið betra og skýrara eftir þá ákvörðun. Moskan og viðbrögð við henni Þessi dæmi frá síðastliðnum áratug, þar sem pólítískar forsendur hafa haft áhrif á hvort og hvernig listaverk hafa verið sýnd á Feneyja- tvíæringnum, sýna að atburðarásin í kringum uppsetningu íslenska verksins og lokun skálans er ekkert einsdæmi. Í ljósi þess verður að telja það visst afrek að það skyldi takast að ljúka verkinu Moska og sýna það, þótt það hafi ekki varað nema í tíu daga. Verkið hafði verið umdeilt á undirbúnings- tíma sýningarinnar og greinilegt var að viðfangs- efnið vakti tortryggni feneyskra yfirvalda. Full- trúar kaþólsku kirkjunnar mótmæltu því einnig fyrir opnun skálans að búin væri til moska í fyrr- um kirkju, þótt búið væri að afhelga hana. Full- trúar hægrisinnaðra hópa á Feneyjasvæðinu tóku undir þetta og gagnrýndu forsendur verkefnisins sem þeim fannst gera of mikið úr vandamálum múslima á svæðinu. Róttæk öfl á vinstri vængnum gagnrýndu á móti trúarlegar áherslur verksins. Verkið hafði hinsvegar verið unnið í nánu sam- starfi við trúarsamfélag múslima á svæðinu sem studdi framtakið og taldi að verið væri að vekja athygli á stöðu trúaðra múslima í Feneyjum og baráttu þeirra fyrir því að eignast tilbeiðslustað. Eftir opnun skálans vakti verkið þó nokkra athygli. Hún var yfirleitt jákvæð. Einhverjir gagnrýnendur voru þó með efasemdir um framtakið í heild, eins og Hrag Vartanian, sem rekur gagnrýna (og oft neikvæða) listmiðilinn Hyperallergic. Hann taldi verkið óþarfa inngrip í samfélag þar sem álitamál um stöðu múslima væru ekki sérlega mikið í um- ræðunni. Vartanian taldi einnig að ef til vill væri svissneskur listamaður búsettur á Íslandi ekki í stöðu til að vera með inngrip í feneyska samfélags- umræðu, sér í lagi þar sem fordómar tengdir íslam væru bæði áberandi og óleystir heimavið á Íslandi. Anna Somers Cocks hjá The Arts Newspaper hélt því fram að verkið hefði í reynd skapað vonbrigði og gagnstæð viðbrögð í stað þess að skapa um- ræður og auka skilning. Gagnrýni S.a.L.E.-Docks, sem er hópur róttækra feneyskra listamanna, var nokkuð á sama veg. Að þeirra mati koma áherslur verksins — að draga fram togstreitu íslams og kaþólsku á Feneyjasvæðinu — ekki til með að hafa nein áhrif á stóru vandamálin eins og flókna stöðu Kúrda í baráttunni í Írak, Sýrlandi og Tyrklandi, eða efnahagslega mismunun í heimi sem er stjórn- að af forsendum auðvalds. Þeir telja moskuna ná að tæpa á áhugaverðri umræðu en ekki nema fleyta yfirborðið þegar kemur að mikilvægari hlutum. Tíu dögum eftir að sýningin opnaði brugðust feneysk yfirvöld loks við og ákváðu að loka henni. Ástæðurnar sem gefnar voru upp voru að mestu leyti formlegar; annarsvegar að leyfi hefði verið veitt til þess að setja upp listsýningu í rýminu en að það skorti leyfi fyrir að reka þar trúarstarf; hinsvegar að ítrekað hefðu athafnir í húsinu brotið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.