STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 25

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 25
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 25 Frá samsýningunni Höfuðverk eftir samnefndan sýningarhóp Félagið rekur sýningarsal í Listagilinu, slagæð listasenu Akureyrar. Salurinn á sér mikla sögu, þar var áður til húsa listrýmið Kompan og síðar Gallerí Box. Starfsemi félagsins snýst að miklu leyti um sýningarhald í salnum en félagið er einnig málsvari listamanna á svæðinu, fundar reglulega með Akureyrarstofu og vinnur að innlendu sem erlendu samstarfi auk þess að vera tengiliður félagsmanna í SÍM. Tilgang- ur félagsins er einnig að efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist. Nýleg sýningarnefnd mun stýra næsta sýningarári til skiptis við sýningar meðlima félagsins. Áhersla verður lögð á rýmisinn- setningar og umbreytingar á því. Við teljum að það sé mikilvægt að efla enn frekar samstarf og samskipti við listafólk af öllum toga, hvar sem er á landinu. Hér á svæðinu erum við heppin að vera í nálægð við Verksmiðjuna á Hjalteyri, Listhúsið á Ólafsfirði og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Mikilvægt er að efla samstarf og samskipti við þessa öflugu sýningastaði sem hafa verið leiðandi í samstarfi við erlenda sem og innlenda listamenn. Stjórn félagsins hittist í hverjum mánuði og ræðir þau verkefni sem eru framundan ásamt því að taka á hinum ýmsu málum sem varða hið fjölbreytta menningarlíf í Listagilinu. Félagafundir eru einnig haldnir mánaðarlega þar sem stjórn býður upp á umræður varðandi störf stjórnarinnar, fær ábendingar um það sem betur má fara og fleira. Mikilvægt er að allir hafi rödd og að félagsmenn hafi gott og auðvelt aðgengi að stjórn. Eitt af markmiðum nýrrar stjórnar er að bæta sýnileika félagsins og starfsemi þess útávið, halda úti öflugri heimasíðu ásamt betri viðveru á samfélagsmiðlum. „Tilgangur félagsins er einnig að ef la umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.