STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 9

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 9
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 9 Tíu dögum eftir opnun úrskurðuðu feneysk yfir- völd að sýningarskálanum skyldi lokað og þar með aðgengi almennings að verkinu. Íslenskir aðstandendur sýningarinnar gagnrýndu forsen- dur lokunarinnar og hafa síðan þá freistað þess á marga vegu að fá úrskurðinum hnekkt svo hægt sé að opna sýninguna á ný. Verk Büchels í Feneyjum er einfalt og blátt áfram að gerð. Það byggir á nútímahefð umbreytingar þar sem ókunnugum þáttum er skeytt saman við kunnuglega til að ná fram áhrifum. Hér eru það smáatriðin sem skipta máli. Listamaðurinn hefur kynnt sér vel skipulag moska á Vesturlöndum og fylgir því út í ystu æsar. Moskan verður því sann- færandi inngrip í hús sem er greinilega byggt sem kirkja: hér er til staðar bænateppið sem vísar til Mekka; hér er aðstaða til að lauga fætur og hend- ur fyrir tilbeiðslu; hér er skrifstofa kennimanns safnaðarins; hér er stór og björt ljósakróna með fagurlega blásnum glerkúplum; hér er aðstaða fyrir trúarlega menntun; hér eru sölubásar með trúarlegum og menningarlegum varningi. Það er meira að segja mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í hlutverki þjóðhöfðingjans, fulltrúa þess veraldlega afls sem moskan tilheyrir. Innsetning- in er faglega unnin og sannfærandi. Hún er í nokkuð áhugaverðri mótstöðu við sýningar- staðinn sjálfan sem endurspeglar kristilegt sam- hengi Feneyja. Útfærslan er góð og gefur verkinu nokkuð gildi. Það fellur vel að þeirri listhefð sem það samsamar sig. Íslömsk menning og Feneyjatvíæringurinn Á undanförnum árum hafa komið fram nokkur dæmi á Feneyjatvíæringnum þar sem aðstandendur sýningarskála, skipuleggjendur sýninga eða yfir- völd hafa verið sökuð um að skerða tjáningar- frelsi listamanna og ritskoða verk þeirra. Það er athyglisvert að í þessum tilvikum hefur innihald verkanna tengst menningu múslima eða araba að meira eða minna leyti. Þessi dæmi eru afar fjöl- breytt og gagnast til að varpa nokkru ljósi á hvað gæti legið að baki lokun íslenska skálans. Þýski listamaðurinn Gregor Schneider var beðinn um að taka þátt í aðalsýningu tvíæringsins árið 2005. Tillaga hans um framlag var rýmisverk sem til stóð að setja upp á miðju Markúsartorginu í Feneyjum. Verkið átti að vera teningur úr svörtu klæði sem þekti álgrind. Stærð teningsins hefði orðið 13 metrar á kant, eða gróflega sú sama og teningsins heilaga í Mekka, Ka’aba, eitt helsta trúartákn íslamskra pílagríma í borginni. Að sögn Schneiders gáfu yfirvöld í Feneyjum ekki upp ástæðu fyrir því að umsókn um uppsetn- ingu verksins var hafnað. Ummæli aðstandenda tvíæringsins og borgaryfirvalda um ástæður- nar voru mjög misvísandi. Davide Croff, forseti tvíæringsins, sagði upphaflega að borgaryfirvöld hefðu hafnað verkinu af öryggisástæðum. Síðar viðurkenndi hann í bréfi til Schneiders að það hefði verið pólítísk ákvörðun. Alessandra San- terini, talsmaður tvíæringsins á þessum tíma, sagði opinberlega að tvær ástæður hefðu legið að baki höfnuninni: annarsvegar að það hefði rofið sjónlínur á torginu á óásættanlegan hátt, hinsvegar að yfirvöld teldu að það gæti móðgað samfélag múslima í borginni. Innsetning Schneiders komst aldrei á framleiðslustig. Árið 2008 gerði palestínska listakonan Emily Jacir tillögu að verki fyrir fyrsta palestínska skálann í Feneyjum. Verkið átti að felast í því að búa til skilti þar sem nöfn allra bátastöðva á leið 1 í almenningsbáta-samgöngukerfi Feneyja væru skrifuð með arabísku letri við hlið hinnar ítölsku áletrunar. Samgönguyfirvöld í Feyneyjum samþykktu uppsetningu verksins, sýndu því mikinn áhuga og buðust til að taka þátt í kost- naði við uppsetningu þess. Aðstandendur skálans höfðu einnig tryggt sér formlegan stuðning borgaryfirvalda við uppsetninguna. Verkið var komið á framleiðslustig þremur mánuðum fyrir opnun tvíæringsins þegar borgaryfirvöld drógu skyndilega samþykki sitt til baka. Á meðal óform- legra skýringa sem yfirvöld gáfu var að hætt hefði verið við af öryggisástæðum eftir að átök höfðu hafist á ný í Palestínu. Atburðir í tengslum við verk asersku listakonun- nar Aidan Salakhovu árið 2011 voru nokkuð drama-tískir, en ákvörðun um að sýna ekki tvær marmara-höggmyndir eftir hana var tekin rétt fyrir opnun skála Aserbaísjans. Á opnuninni var því breitt yfir verkin þannig að þau sæjust ekki. Þau voru síðan fjarlægð strax að henni lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.