STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 6

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 6
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 6 Húsið hefur lítið nýst utan að Listaháskólinn hélt þar nemendasýningu fyrir nokkrum árum, en nú hafa sýningarstjórarnir Margrét Áskelsdóttir og Klara Stephensen fengið að opna rýmið og setja þar upp sýningu með verkum fimm listamanna. Sýningin er einföld og verkin fá gott rými inni í þessu stóra húsi en þó eru þarna nokkuð flóknar samræður, ekki síst samræðan milli myndlistarinnar annars vegar og hússins og umhverfisins hins vegar. Arkitektarnir hafa áttað sig vel á mikilvægi umhverfis- ins og á vesturhlið hússins eru stórir gluggar þar sem náttúran í Gróttu blasir við og Faxaflóinn allur. Það er erfitt að keppa um athygli við slíka sjón enda hefur verið ákveðið að láta sýninguna frekar kallast á við landið og sjóinn. Ljósmyndir Ragnars Axelssonar gegna þar stóru hlutverki og sýna mannlíf á norðurslóðum. Á gólfinu stendur gamall og illa farinn súðbyrðingur og inn á milli ljósmyndanna hefur verið komið fyrir sjónvarpsskermi þar sem sjá má Kristin E. Hrafns- son róa svipuðum bát fram og aftur gegnum mynd- rammann. Allt þetta kallast svo á við það sem við sjáum út um gluggann, íslenskt landslag við sjóinn. Kristinn á tvö önnur verk á sýningunni, silkiþrykkta Listería – Ókláraða safnhúsið á Nesi Jón Proppé Vestast á Seltjarnarnesi stendur stórt, óklárað hús. Rétt þar hjá er Nesstofa, steinhús sem byggt var uppúr miðri átjándu öld fyrir landlækni. Hugmyndin var að nýja húsið ætti að hýsa lækninga- safn en af ýmsum ástæðum hefur ekki orðið af því og eftir stend- ur stór og falleg bygging, haganlega felld inn í landslagið. Að inn- an er allt óklárað, veggirnir hrá steypa, ekkert vatn, enginn hiti og ekkert rafmagn. Verk Svövu Björnsdóttur, Sólarplexus . Gifs og pappír. 2015. Ljósm RAX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.