STARA - 16.04.2015, Side 9

STARA - 16.04.2015, Side 9
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 9 Eygló vinnur með sjónfræðileg fyrirbæri en slíkar rannsóknir eru aldrei endastöð í hennar verkum heldur miklu fremur ein af mörgum samsíða víddum í marglaga ferli. Fyrirbæri eins og myndleifar (e. afterimage) vekja til dæmis upp spurningar um hvaða hughrif eða atburðir í umhverfinu kalla fram hugmyndir og hvort yfir höfuð sé hægt að henda reiður á þetta samband eða virkni milli innri og ytri veruleika. Verkin á sýningunni sem vísa í byggingalist minna á rústir eða eyðibýli þar sem hið innra og ytra hefur einmitt runnið saman eða náttúran gengið aftur inn í hið manngerða. Myndleifarnar og hughrifin eru þarna líkt og efnisleg fyrirbæri og raunveru- legir atburðir þó þau séu mögulega á „fíngerðari“ tíðni og ekki jafn afmörkuð í tíma og rúmi. Hver mynd kallar á aðra mynd og litur kallar á andstæðan lit eins og einhvers konar öfugsnúið bergmál eða öllu heldur andsvar. Eygló notar efnivið sem er viðkvæmur og eftir- gefanlegur en úrvinnslan er örugg og stöðug og í ferlinu styrkist efnið. Til dæmis minnir eitt verkanna, eins konar vindmælir, frekar á lárétt mylluhjól en hefðbundinn vindmæli sem snýst mótstöðulaust. Verkin hafa gengið í gegn- um margar umbyltingar í ferlinu og fela í sér þessar ummyndanir. Ferlið er gegnsætt og hrár eiginleiki verkanna heldur öllum möguleikum opnum. Áhorfandinn þarf að vera næmur fyrir agnarsmáum atriðum eins og til dæmis pappírs- brún sem kvarnast úr og virkar sem inngönguleið í verk því hún beinlínis opnar efnið sem unnið er með svo úr verður bræðingur milli verks og áhorfanda. Verkin á sýningunni (málaðir skúlptúrar/þrívíð málverk) hafa þannig bein líkamleg áhrif og þau þarf að upplifa. Þau eru opin, bæði efnislega og til túlkunar; þau eru gljúp. Ljósmy ndir Eyg ló Harðardót t ir

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.