STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 29

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 29
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 29 Frá árinu 2012 hefur verkefnið Reitir boðið 73 einstaklingum víðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar í tilraunakennda nálgun á hina hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggir á þeirri hugmynd að með því að leiða saman athafna- sama einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og sérkunnáttu nýtist ólík reynsla þátttakenda sem grunnur að spennandi og krefjandi sam- starfi. Sem dæmi má nefna að stærðfræðingur, grafískur hönnuður og teiknari hafa unnið saman að hljóðskúlptúr. Öll vinnan er staðbundin, og það á einnig við um rannsókna- og hugmyndavinnu. Þátttakend- ur mæta á staðinn án fyrirfram mótaðra hug- mynda, með opinn hug gagnvart óeigingjörnu samstarfi og drifkraft til að skapa. Reitir er tólf daga verkefni sem skiptist í tvo hluta; fyrri hlutinn er þrír dagar og tileinkaður rannsókna- og hugmyndavinnu en seinni hlutinn fram- kvæmd og úrvinnsla verkefna sem lýkur með opnun. Verkferlið er mjög frjálst og er seinni hlutinn alveg í höndum þátttakenda. Hinn fullkomni þátttakandi er framtakssamur, samvinnufús, skapandi í hugsun, tekur sénsa og er með ástríðu fyrir því sem hann gerir. Siglufjörður er viðfangsefni þátttakenda og hafa þeir algjört frelsi til að nálgast bæinn á þann hátt sem þau kjósa. Meðal fyrri verkefna eru snjallsímaforrit, blaðaútgáfa, pop-up kaffi- hús, leturgerð, myndbandsverk, útiskúlptúr og margt fleira. Reitir er grunnur að skapandi alþjóðasamstarfi í þágu bæjarins en sýnileiki og samvinna við bæinn er mikilvægur hluti verkefnisins. Á hverju ári er leitast við að auka beint samband við bæjarbúa á skemmtilegan hátt. Hvert ár skora Reitir á Siglufjörð í fótbolta en einnig er hópnum skipt niður í litla hópa og þeim boðið í kvöldmat á heimili í bænum. Verkefnið er einnig miðjupunktur í vaxandi tengslaneti sem teygir sig þvert yfir heiminn. Hefur samstarf oft haldið áfram að Reitum loknum og sumir snúið aftur sem þátttakend- ur. Markmið Reita er að vera virkur partur af uppbyggingu Siglufjarðar sem áfangastaðar nýrra hugmynda gegnum þverfaglegt skapandi samstarf. Alþýðuhúsið á Siglufirði hýsir verkefnið. Menningarráð Eyþings, Evrópa unga fólksins, Myndlistarsjóður og Fjallabyggð hafa styrkt verkefnið auk minni fyrirtækja í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.