STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 25

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 25
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 25 Framþróun framsækinnar fagurfræðilegrar ljósmyndunar á Íslandi og aukin virðing og skilningur á ljósmyndamiðlinum hafa verið markmið Félags íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL, frá stofnun þess árið 2007. Félagið er vettvangur til að ræða og kanna ljósmyndina sem listform. FÍSL var stofnað árið 2007 af átta ljósmyndurum með það fyrir augum að auka vegsemd ljósmynda- miðilsins og vinna að því að ljósmyndurum á Íslandi takist að vinna að list sinni. Síðan þá hefur félagið staðið fyrir sýningum og viðburð- um, meðal annars á Þjóðminjasafni Íslands, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í Norræna húsinu og Gallery Hippolyte í Helsinki þar sem sýning- in Frontiers of Another Nature opnaði árið 2013. Auk þess hefur félagið átt í samstarfi við erlend ljósmyndafélög og stofnanir. European Border- lines var samstarfsverkefni milli fjögurra Evrópulanda þar sem ungir ljósmyndarar fengu tækifæri til að ferðast til annars þátttökulands og vinna þar ljósmyndaverk sem sýnd voru í viðkomandi löndum; Portúgal, Tyrklandi, Lettlandi og Íslandi. Sýningin Endurkast opnaði árið 2008 í Þjóðminja- safninu með verkum eftir stofnmeðlimi FÍSL. Samhliða sýningunni kom út bókin Endurkast – íslensk samtímaljósmyndun með viðtölum Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur við ljósmynd- arana auk heimspekilegra hugleiðinga Hjálmars Sveinssonar um verkin. Ljósmyndahátíðin Ljósmyndadagar var haldin í fyrsta sinn í febrúar 2012 í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og fer hún nú fram á tveggja ára fresti. Hátíðin hefur það að markmiði að stuðla að metnaðarfullum ljósmyndasýningum fyrir almenning og ljós- myndaáhugafólk og einnig að gefa íslenskum ljósmyndurum tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendum og innlendum sýningarstjórum og fagfólki í greininni í svokallaðri ljós- myndarýni (e. portfolio review). Veturinn 2012-2013 stóð félagið fyrir fyrir- lestraröð í Þjóðminjasafni Íslands þar sem fræðimönnum og listamönnum var boðið að spjalla saman um ljósmyndaverk. Sköpuðust þar fræðandi og skemmtilegar umræður um ljós- myndina sem listmiðil. Í dag eru tæplega 30 meðlimir í félaginu og ýmislegt á döfinni. Í maí næstkomandi mun FÍSL taka þátt í pólsku ljósmyndahátíðinni WFFA í Varsjá og í júní mun félagið standa fyrir ljósmyndasýningunni ÍSÓ á Ísafirði þar sem meðlimir félagsins sýna ný verk. Sýningin verður með óformlegu sniði og verður eins konar uppskeruhátíð með viðburðum og almennum skemmtilegheitum. „Í dag eru tæplega 30 meðlimir í félaginu og ýmislegt á döfinni. Í maí næstkomandi mun FÍSL taka þátt í pólsku ljósmyndahátíðinni WFFA í Varsjá og í júní mun félagið standa fyrir ljósmynda- sýningunni ÍSÓ á Ísafirði“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.