STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 5

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 5
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 5 Það er nokkuð ljóst að umgjörð myndlistar er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem starfandi myndlistarmenn lifa og hrærast í og það má einnig segja um aðrar stéttir, svo sem sýningarstjóra, listfræðinga, kennara og alla þá aðila sem á beinan eða óbeinan hátt koma að myndlist á Íslandi. Það er eins og myndlistar- menn og aðrir sem tengjast myndlist starfi í heimi „Potemkintjalda“ þar sem umgjörð myndlistar hefur vissulega einhverja framhlið og oft glæsilega, en oft á tíðum er ekkert á bakvið. Þessu þarf að breyta. Kortið á að auðvelda fólki að átta sig á heildar- mynd myndlistar á Íslandi. Það sýnir hvert atriði myndlistarheimsins og um leið hvað tilheyrir sama mengi og hvernig einstaka atriði skarast, og auðveldar þannig allar áætlanir um breytingar og lagfæringar. Almenn umræða um íslenskan myndlistarheim, og um leiðir til að umbylta og laga það sem laga þarf, hefur verið einsleit, brotakennd, og um leið hefur skort samvinnu milli greina og stétta. Meginástæðan hefur verið sú að margir hafa ekki náð að sjá fyrir sér heildarmyndina og ekki skilið nauðsyn þess að margbreytilegir þættir umgjarð- ar myndlistar séu samstilltir og í samvinnu milli ólíkra aðila sem koma að myndlist. Oft skilgreina þeir sem koma að myndlist hagsmuni sína og sinna stofnana á rangan hátt og eiga erfitt með að átta sig á því að til þess að allir þættir myndlistar- heims Íslands nái að þróast og komast í ásættan- legt horf er nauðsynlegt að skilja og skilgreina tengingar milli stofnana og aðila út fyrir eigin svæði og eigin hagsmuni, en þeir hagsmunir eru oft þröngt skilgreindir og í sumum tilfellum eru aðilar að vinna gegn sjálfum sér. Kortið af heildarmyndinni er framlag SÍM til þess að sameina framtíðarsýn þeirra sem koma að myndlist á Íslandi. Það er sett fram sem til- raun að grunni til samstarfs, en til að byrja með mun hver og einn félagi í SÍM taka þátt í að bæta við atriðum sem vantar og koma með tillögur að aðgerðum til að heildarmynd myndlistar nái að dafna og þróast. Aðrir aðilar sem tengjast myndlist verða fengnir til að bæta við kortið eftir þessa vinnu félaga SÍM, til þess að auka á skiln- ing og samvinnu. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), hefur tekið að sér það verkefni að gera kort af heildar- mynd íslenskrar myndlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.