STARA - 16.04.2015, Side 10

STARA - 16.04.2015, Side 10
S T A R A n o .3 1 .T B L 2 0 15 10 Í gegnum skynjun sína á veruleikanum mótar mannveran umhverfi sitt og finnur merkingu í þeim fjölbreyttu tengslum sem eiga sér stað í rýminu milli hennar og veruleikans. En um leið tekur mannveran inn mótandi áhrif umhverfis- ins og þeirrar merkingar sem aðrir hafa lagt í þessi tengsl. Fyrsta verkið sem tekur á móti þeim sem gengur inn í Listasafn Árnesinga til þátttöku í Ákalli er Íslenskir fuglar eftir þau Bryndísi Snæbjörns- dóttur og Mark Wilson. Verkið fær þátttakand- ann til að skynja þau vísindalegu kerfi sem maðurinn hefur skapað til þess að flokka og hólfa veruleikann niður í aðskildar einingar; og til að skilja hvaða áhrif þessi kerfi geta haft á tengsl okkar við aðra. Íslensku fuglarnir sem standa tignarlegir og upphafnir á hillum passa inn í flokkunarkerfið, en hinir íslensku páfagauk- ar passa ekki inn í kerfið og eru því settir til hliðar, fá enga hillu, heldur eru límdir með teipi á gamla flokkunarplakatið. Ákallið um að skynja og verða meðvituð um vald hins vestræna flokkunarkerfis heldur áfram að hljóma í þeim verkum sem leiða þátttakandann áfram á leið sinni um sýningarrýmið. Verk Ólafar Nordal, Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar og Á sýninguna Ákall hefur Ásthildur B. Jónsdóttir, sýningar- stjóri, valið verk eftir sextán listamenn sem öll eiga það sameiginlegt að fela í sér ákall til umhugsunar og meðvitundar um að manneskjan er tengslavera — órjúfanlega tengd náttúr- unni og öllu umhver fi sínu; manngerðu eða ómanngerðu. Ákall Guðbjörg R Jóhannesdóttir Ljósmy ndir Guðmundur Ingól f s son

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.