Són - 01.01.2013, Page 18
16 Þorgeir SigurðSSon
Á mynd 1 og á mynd 3 sést að skriftin á Arin bjarnar kviðu hefur ein-
kenni létti skriftar (enska: Gothic cursive) sem er yngri skriftar gerð en
annars staðar er notuð í Möðru valla bók. Stafir eru tengdir saman og
skrif aðir með færri strokum en áður tíðkað ist. Þetta sést m.a. á því
hvernig stafur inn r er skrif að ur í orðinu þrenn þannig að úr verður stafur
sem minnir á v. Slík skrift var venju leg í bréfum á 14. öld en ekki á
bókum.
Táknið ‹ › , sem sést á mynd 3, kemur víða fyrir í lok erinda (sjá tvö
dæmi til viðbótar á mynd 1) en þess er hvergi getið í upp skriftum kvið-
unn ar. Þetta tákn hefur líkast til villt um fyrir Jóni Helga syni sem með
fyrir vara („for be hold“) setti ar-endingu á orðið tøs, sjá útgáfu Bjarna
Einars sonar (2001, 189). Á mynd 1 sést að þetta orð stendur í lok erindis
19 á undan þessu tákni en Jón hefur túlkað efri hluta þess sem ar-band.
Til að bera saman upp skrift Finns og upp skriftirn ar í ÍB 169 4to og
AM 146 fol. er eftir farandi tafla tekin saman um villur sem finna má í
erindi númer 20 sem sést á mynd 1:
ÍB 169 4to mun m̄ eıgı qꝺ̄ka ek ſkāt mılle ſkata auꝺ̄
AM 146 fol. mun m̄ eıgı qðca ec ſcamt mıllı ſcata auð
FJ 1886 mū m̄n̄ eıge qͤꝺka ek ſkāt mılle ſkata auþ
tafla 1. Villur í uppskriftum á erindi 20 (sjá Mynd 1). Í síðasta orðinu, auð-, er líklega
skrifað ‹ꝺ› ofan í ‹þ› í Möðru valla bók. Þess vegna er erfitt er að segja til um hvor stafur inn
er réttari í upp skriftum.
Villurnar í töflu 1 eru allar í því hvernig orð eru staf sett eða skamm-
stöfuð og eru dæmi gerðar fyrir villur annars staðar í upp skrift kvæðis ins.
Vill urnar eru lang flestar í AM 146 fol. enda virðist í þeirri upp skrift ekki
hirt um að halda staf setningu for ritsins (þ.e. ÍB 169 4to). Villur í ÍB 169
4to eru nokkru færri en hjá Finni. Flestar villur í upp skrift unum hafa
engin áhrif á textann eins og hann birtist í út gáfum með sam ræmdri
staf setningu. Dæmi um annað má þó finna, saman ber eftir farandi:
Upphaf 17. erindis Arin bjarnar kviðu er þannig hjá Sigurði Nordal
(1933, 264):
Mynd 3: Fyrsta lína í aftari dálki: ‹ þreɴ aꞇūgu mıer Þ̄ꞇel ek yrſꞇ›. Þetta er inn rauð
mynd (and hverf ).