Són - 01.01.2013, Síða 22
20 Þorgeir SigurðSSon
Guð brandur Vigfús son færði fram rök fyrir þessari skoðun og taldi að
aðeins rúmur helm ingur kvæð is ins hefði verið skrif að ur á síðu 99v og að
af gangur inn hefði glatast. Helstu rök hans voru þau að í kvæð inu segist
Egill munu lofa Arin björn með tvennum og þrennum11 mærðar efnum
en í varð veittum hluta kvæðis ins er hann aðeins lofað ur fyrir gjaf mildi.
What is left of the poem can only be half of the whole, as can be seen
from the plan, which begins with a Proem and Introduction (ll. 1-52)
telling the tale of the Head-Ransom, followed by an encomium upon
Arinbjorn’s generosity (ll. 61–86). The next part, to guess from legible
words here and there, was on his valour ; the third part (cp. tvenn ok
þrenn, l. 60), probably on some other of his noble qualities, with an
Epilogue (lost), which concludes with an Envoy (ll. 92–95) preserved
in Skalda.
Guðbrandur Vigfússon (1883, 271–272)
Guð brandur gerir hér ráð fyrir að kvæðið hafi haft greini lega kafla skipt-
ingu, líka því sem finna má í drápum (og síðar rímum), með inn gangi
(man söng), stefja málum og niður lagi (slæmum). Hann taldi að mið-
hlutanum hefði verið skipt í þrjá jafn langa hluta og aðeins fyrsti hlutinn
sé varð veittur.
Þetta þarf ekki að vera rétt. Fá eða engin dæmi eru til um að forn-
kvæði án stefja hafi slíka bygg ingu. Sona torrek, sem einnig er ort undir
kviðu hætti hefur ekki greini lega kafla skiptingu.
Guð brandur taldi að það sem sæist af texta kvæðisins í neðri hluta
aftari dálks benti til þess að þar væri fjallað um hreysti Arin bjarnar og
hernað en í 6. kafla verður bent á að texti neðst í dálkinum gæti verið úr
tryggðar eiði.
Guð brandur nefnir það að vísu ekki í sinni röksemda færslu en það má
teljast ótrúlegt að Arin bjarnar kviða hafi fyrir tilviljun fyllt nákvæm lega
eina blað síðu. Í næsta kafla er leitað skýringa á því.
11 Í kveðskap fornskálda eru oft nefndar tvær tölur og þótt önnur þeirra sé ekki tugatala
(þ.e. tuttugu, þrjátíu...) á að leggja þær saman. Í Hús drápu frá 10. öld (vísu 2) er sagt
að Heim dallur sé sonur einnar og átta mæðra en þær voru níu. Í Noregs konunga tali
sem er langt kviðu háttar kvæði frá um 1200 eru eftirfarandi dæmi um að ríkisstjórnar ár
kon unga séu gefin með tveimur tölum: 3 og 70 = 73, 1 og 4 = 5, 6 og 20 = 26, 13 og 20
= 33, 7 og 20 = 27, 16 og 11 = 27, 18 og 7=25, 17 og 6 = 23. Í Rek stefju frá 12. öld (vísu
10) er sagt að Ólafur Tryggva son hafi kristnað 3 og 2 lönd (þrenn og tvenni) og er átt
við að hann hafi kristnað 5 lönd sem talin eru upp í framhaldinu. Ef Egill er skilinn
á sama hátt er varla um að ræða 5 vísnaflokka, frekar er átt við fimm hrósyrði eins og
sagt er frá í lok 3. kafla.