Són - 01.01.2013, Page 31
ArinbjArnArkviðA – vArðveiSlA 29
aldr megi vppi vera“ (Egils saga 2001, 115). Sam kvæmt sög unni urðu það
morgun verk Egils næsta dag að koma saman Höfuð lausn sem með
réttu má kalla lof köst. Í þeirri frá sögn er önnur vísa sem ort er undir
kviðu hætti og á þó ekki heima í Arin bjarnar kviðu: „Erumka leitt, þótt
ljótr séi ...“, Sigurður Nordal (1933, 193–194).
Á þessum stað væri vísan ein af mörgum ótrú legum grobb vísum sög-
unn ar. Þær vísur gætu aðrir hafa ortar fyrir Egils hönd en Sigurður
Nordal (1933, xii-xiii) setti fram þá skemmti legu tilgátu að hann hefði
gert það sjálfur eftir að hann komst á raups aldurinn.
8. Niðurlag
Arinbjarnar kviða er betur varð veitt en hingað til hefur verið talið. Á
inn rauðum myndum sem höfundur hefur tekið af Arin bjarnar kviðu í
Möðru valla bók sést víða læsi legur texti en öll kviðan er nú ólæsi leg með
berum augum. Í þessari grein voru sýnd dæmi um að með inn rauðum
og út fjólu bláum myndum væri hægt að leið rétta sumt af því sem áður
var skrifað upp af kviðunni á meðan hún var læsi legri (sjá mynd 4, mynd
5a og mynd 5b).
Framlag Finns Jónssonar við rann sóknir á Arin bjarnar kviðu er vel
þekkt en nú sést að fram lag eldri fræði manna var meira og mikil vægara
en áður var vitað. Meðal þessara manna voru Árni Magnús son og ritarar
hans, Guð mundur Magnús son og aðrir sem komu að fyrstu útgáfu
kvæðis ins 1809 og Guð brandur Vigfús son. Þetta sést á eftir far andi:
Uppskriftin í ÍB 169 4to inni heldur band réttan texta Möðruvalla-
bókar og er að gæðum álíka og band réttur texti Finns Jóns sonar (sbr.
töflu 1). Þessi upp skrift er frá 17. öld og er lík lega komin frá Árna
Magnús syni eða skrif ur um hans. Hún sýnir að síðasti fjórð ungur síð-
unn ar var þegar tor læsi legur á 17. öld (sjá töflu 2).
Kopar stunga, sem birt var í 1809-útgáfu Egils sögu, af 20. erindi kvið-
unn ar er ná kvæm eftir mynd af því sem stendur í skinnbókinni og gefur
hug mynd um hversu miklu læsi legri hún var á þessum stað fyrir 200
árum (sjá mynd 1).
Hægt er að stað festa tals vert af þeim texta brotum sem Guð brandur
Vigfús son las í síðasta fjórð ungi kvæðis ins. Sér stak lega sjást á inn rauð-
um myndum allir stórir stafir sem hann sá og því er hægt að telja erindi
í kvæð inu og áætla lengd þeirra (sjá mynd 9). Þessu til við bótar hefur ÍB
169 4to upp hafs orð fjögurra erinda sem Guð brandur sá upp hafið á (sjá
töflu 2).