Són - 01.01.2013, Page 35
Helgi Skúli Kjartansson
Son guðs einn eingetinn
Athugun á sérstöku stuðlamynstri í Passíusálmum
Felumynd
Tuttugasti og fimmti Passíusálmur endar á þessu ódauðlega versi:1
Son Guðs ertu með sanni,
sonur Guðs, Jesú minn.
Son Guðs, syndugum manni
sonararf skenktir þinn,
son Guðs, einn eingetinn.
Syni Guðs syngi glaður
sérhvör lifandi maður
heiður í hvört eitt sinn.
Hér er, eins og oftast í sálm unum, hver braglína þrír brag liðir, og ég hef
undir strikað ris atkvæði þeirra þar sem þau fara ekki á milli mála. Þessu
versi hef ég áður vakið at hygli á fyrir stór brotna spennu máls og bragar.2
En nú er ég aðeins að hugsa um braginn og bið les endur að skoða sér-
stak lega þá hendingu í versinu þar sem ekkert er strikað undir því að
brag liða greining er ekki alveg beint af augum. Og því síður ljóð stafirnir;
það er ráð gáta sem ég tel vert að rýna í áður en meira er sagt um brag-
liði eða ris.3
1 Sótt, eins og aðrar tilvitnanir í þessari grein, í texta Passíu sálmanna á Braga – óðfræðivef
(Hallgrímur Pétursson án árs). Þar sem ekki er gefinn upp sálmur og vers má nota val-
kostinn „Leita í kveðskap“ til að finna úr hvaða samhengi tilvitnanir eru teknar.
2 (1997: 26) þar sem ég kalla það „frábæra jafn vægis list“ að „yfirfylla bragformið án þess út
af flói“ með því að endur taka sinn eftir sinn lykilorðið Guð og þó aldrei í risi. Sú athugun
– og fleira, bæði í þeirri grein og þessari – gengur í svipaða átt og túlkun þeirra á brag
Hall gríms, Atla Ingólfs sonar (1994) og Kristjáns Árna sonar (2003). Hvorugur þeirra fjallar
þó sér stak lega um það afmarkaða atriði sem hér er til rann sóknar og vísa ég því ekki til
þeirra nánar.
3 Það er jafnan gott ráð í brag fræði að slá ekki of miklu föstu um annað hvort hrynjandi
eða stuðla setningu fyrr en búið er að athuga hitt líka. Og vera þó við því búinn að á endan-
um finnist ekki alltaf óum deilanleg greining, síst á eldri kveðskap.