Són - 01.01.2013, Page 37
Son guðS einn eingetinn 35
en ending sem ber fyrri stuðulinn en það finnst manni nú bita munur
fremur en fjár.
Um mögu leika (b) – að stuðla við g-ið í ein getinn – má benda á hlið-
stæður þar sem stuðull stendur í næsta atkvæði á undan ríminu: Lof sé
mínum lausnara (í næsta versi á undan því sem hér var tilfært í byrjun)
– þér sé jafnan þjónandi – Það gjald fyrir mína mis gjörð – og heilags anda.
Amen. Hér fer þó alls staðar hnig atkvæði á undan, ólíkt ein getinn sem
ætti að hafa sömu hrynjandi og Jesú minn eða skenktir þinn í fyrri lín-
un um. Þar eru tvær hlið stæður nær tækari: og læri sveinn einn annar og
Þá hann nú hafði allt upp fyllt. Hér undir strika ég at kvæð ið sem bera má
saman við -get- í ein getinn: stendur næst á undan rím atkvæði, næst á eftir
atkvæði sem hlýtur að mynda ris í tvíliða hrynjandi – og ber samt stuðul.
Því líkast sem ein hvers konar áhersla falli hér á þrjú at kvæði í röð.
En þessar tvær hlið stæður, þær koma ekki aðeins heim við skýringu
(b) heldur (c) líka því hér falla stuðlar á tvö sam læg atkvæði: og læri sveinn
einn annar– Þá hann nú hafði allt upp fyllt. Og dæmin um það, þau eru
ekki bara þessi tvö heldur samtals um 30 í Passíu sálmunum öllum,7 eða
ríflega í öðrum hverjum sálmi. Í krafti þess fjölda langar mig að dæma
(c) rétta svarið við felu myndinni. Öruggast er þó að bíða með dóminn
þangað til við höfum litið nánar á dæmin, eða a.m.k. nokkur þeirra.
Gátan ráðin
Eftirfarandi línupör má kalla dæmi gerð um það hvernig Hall grímur
getur stuðlað á tvö sam liggjandi at kvæði:
» fyrir þig þá hann píndist
so þú, mín sál, ei týndist — 7:15
» Margir upp árla rísa,
ei geta sofið vært — 15:7
» Þar má fullt frelsi hafa
framandi menn að grafa — 17:2
» um hvörja æð út sér dreifði.
Ekkert fannst heilt á mér — 23:4
7 Í fyrrnefndri grein (1997:25) benti ég á þetta atriði lauslega en gerði alltof lítið úr þýð ingu
þess fyrir grein ingu á brag Hall gríms. Þar nefndi ég fimm dæmi sem ég rakst á án þess
að leita skipu lega. Þegar ég leit núna hratt yfir alla sálmana fann ég 30 dæmi (eða fast að
því; fáein eru tví ræð) og hafði þó sést yfir eitt af þeim fimm gömlu; því má ætla að fleiri
fyndust ef betur væri leitað.