Són - 01.01.2013, Page 42

Són - 01.01.2013, Page 42
40 Helgi Skúli kjArtAnSSon Þetta er tvenns konar hrynjandi, tvö dæmi um hvora, og verður að líta á þau sem sérstök frávik eða afbrigði (sem eru fleiri, hendingar eins og Þá láttu þig leiðrétta – og hér eftir komanda – Guðs kristni er grasgarður einn), utan við einfalda bragliðaskipan. Sams konar þríliðir víðar? Nú eru Passíu sálmarnir fullir af þríliðum, hvort sem stuðlað er á þá eða ekki. Hrynjandi sálm anna er í grunn inn reist á réttum tvíliðum en víðast hvar föst regla (nema í 30. og einkum 48. sálmi – sem eru sér um lagboða) að bæta ein hverju við hverja hend ingu, helst aðeins einu atkvæði, en á ýmsum stöðum í línunni. Þannig verður til annað hvort for liður eða þrí liður, oft þó þannig að mögulegt er að greina línuna á fleiri en einn veg.13 Enda á vélrænn taktur og fyrir sjáanlegur enga sam- leið með fagur fræði Hall gríms Péturssonar. Ef dæmin hér að framan, þar sem Hall grímur stuðlar á tvö at kvæði í röð, eru rétt túlkuð þannig að þríliður geti haft tvö atkvæði í þunga sætinu, þá er líklegt að sama greining eigi við miklu víðar (þó of langt væri gengið að beita henni á alla þrí liði Passíu sálma). Það þarf ekki að merkja að full eða jöfn áhersla sé á þessum at kvæðum báðum. Í dæmum eins og Jesús | er einn sá | mann eða Jesú, | í umsjón | þinni, þar er eðli- legt að er og í beri léttari áhersluna, næga þó til að stuðullinn geri sitt gagn. En í Hvör sem | eirorminn | leit ætti áherslan að vera þyngri á fyrra atkvæðið, þó ekki svo að það síðara rísi ekki undir stuðli. Á sama hátt ætti þríliður að geta haft tvö atkvæði í þunga sætinu þótt aðeins annað þeirra beri ljóðstaf, og það gæti þá verið hvort heldur fyrra atkvæðið eða hið síðara. Og alveg eins þó að hvorugt þeirra stuðli. Hér fara á eftir nokkur dæmi þar sem ég tel slíka greiningu eiga við (undir strikuð þau tvö at kvæði sem mér sýnist skipa áherslu sæti þrí liðar- ins). Fæst dæmin eru óum deilan leg, en með þess um áhersl um finnst mér lín urn ar bæði hljóma vel og sam ræmast því sem af öðru má ráða um brag smekk Hall gríms. 13 Þýðir það kannski að brag liðir séu alls ekki hentugt hugtak til greiningar á brag Hallgríms? Jú, það tel ég að þeir séu þó að bragliðagreiningin sé allvíða tvíræð. Til saman- burðar eru ljóðstafir augljóslega nauðsynlegt hugtak til skilnings á brag Hall gríms og þó á stöku stað tvírætt hvað hann ætlast til að séu ljóðstafir og hvað ekki; sömu leiðis atkvæði þó að ekki sé alltaf hægt að vita hvar þau eiga að renna saman í framburði og hvar ekki. Almennt má ekki vænta þess að braggreining leiði til einnar endanlegrar niður stöðu heldur sé kveðskapur af og til margræður að formi ekki síður en að merkingu, eins og fjölvíða er bent á í þessari grein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.