Són - 01.01.2013, Qupperneq 42
40 Helgi Skúli kjArtAnSSon
Þetta er tvenns konar hrynjandi, tvö dæmi um hvora, og verður að líta á
þau sem sérstök frávik eða afbrigði (sem eru fleiri, hendingar eins og Þá
láttu þig leiðrétta – og hér eftir komanda – Guðs kristni er grasgarður einn),
utan við einfalda bragliðaskipan.
Sams konar þríliðir víðar?
Nú eru Passíu sálmarnir fullir af þríliðum, hvort sem stuðlað er á þá
eða ekki. Hrynjandi sálm anna er í grunn inn reist á réttum tvíliðum
en víðast hvar föst regla (nema í 30. og einkum 48. sálmi – sem eru sér
um lagboða) að bæta ein hverju við hverja hend ingu, helst aðeins einu
atkvæði, en á ýmsum stöðum í línunni. Þannig verður til annað hvort
for liður eða þrí liður, oft þó þannig að mögulegt er að greina línuna á
fleiri en einn veg.13 Enda á vélrænn taktur og fyrir sjáanlegur enga sam-
leið með fagur fræði Hall gríms Péturssonar.
Ef dæmin hér að framan, þar sem Hall grímur stuðlar á tvö at kvæði
í röð, eru rétt túlkuð þannig að þríliður geti haft tvö atkvæði í þunga
sætinu, þá er líklegt að sama greining eigi við miklu víðar (þó of langt
væri gengið að beita henni á alla þrí liði Passíu sálma). Það þarf ekki að
merkja að full eða jöfn áhersla sé á þessum at kvæðum báðum. Í dæmum
eins og Jesús | er einn sá | mann eða Jesú, | í umsjón | þinni, þar er eðli-
legt að er og í beri léttari áhersluna, næga þó til að stuðullinn geri sitt
gagn. En í Hvör sem | eirorminn | leit ætti áherslan að vera þyngri á fyrra
atkvæðið, þó ekki svo að það síðara rísi ekki undir stuðli. Á sama hátt
ætti þríliður að geta haft tvö atkvæði í þunga sætinu þótt aðeins annað
þeirra beri ljóðstaf, og það gæti þá verið hvort heldur fyrra atkvæðið eða
hið síðara. Og alveg eins þó að hvorugt þeirra stuðli.
Hér fara á eftir nokkur dæmi þar sem ég tel slíka greiningu eiga við
(undir strikuð þau tvö at kvæði sem mér sýnist skipa áherslu sæti þrí liðar-
ins). Fæst dæmin eru óum deilan leg, en með þess um áhersl um finnst
mér lín urn ar bæði hljóma vel og sam ræmast því sem af öðru má ráða um
brag smekk Hall gríms.
13 Þýðir það kannski að brag liðir séu alls ekki hentugt hugtak til greiningar á brag
Hallgríms? Jú, það tel ég að þeir séu þó að bragliðagreiningin sé allvíða tvíræð. Til saman-
burðar eru ljóðstafir augljóslega nauðsynlegt hugtak til skilnings á brag Hall gríms og þó á
stöku stað tvírætt hvað hann ætlast til að séu ljóðstafir og hvað ekki; sömu leiðis atkvæði
þó að ekki sé alltaf hægt að vita hvar þau eiga að renna saman í framburði og hvar ekki.
Almennt má ekki vænta þess að braggreining leiði til einnar endanlegrar niður stöðu heldur
sé kveðskapur af og til margræður að formi ekki síður en að merkingu, eins og fjölvíða er
bent á í þessari grein.