Són - 01.01.2013, Side 44

Són - 01.01.2013, Side 44
42 Helgi Skúli kjArtAnSSon Og loks þremur dæmum þar sem bæði atkvæðin kalla mjög greini lega eftir áherslu þótt hvorugt beri stuðul: » himinn, | jörð, ljós né | skepnurn|ar » Gegnum | hold, æðar, | blóð og | bein » Heiður, | lof, dýrð á | himni og | jörð Mér virðist sem sagt að hið óræða fjaðurmagn, sem einkennir hrynjandi Passíu sálmanna, liggi að nokkru í því að Hall grími standi til boða brag- liðir sem ekki eru til í nútíma brag: þríliðir með tvö atkvæði í þunga sætinu (tvískipt ris) sem deila með sér áherslunni í ýmsum hlut föllum. Bragliðir af þessu tagi eru ekki venjulegt hugtak í íslenskri brag- fræði. En þeir eiga greini lega sam svörun í brag fræði fyrri alda þar sem al siða er að tvö atkvæði í röð beri nokkra áherslu, t.d. þegar inn rím, bæði í drótt kvæðum hætti og hryn hendum, fellur á næst fyrsta at kvæði orðs.15 Það er aðeins fyrsta at kvæði orðs ins sem getur stuðl að og ber sam kvæmt því fulla áherslu. En næsta at kvæði getur samt haft næga áherslu til að ríma. Nærtækt dæmi er upp hafsorð Lilju: Almáttigr. Í línunni Almáttigr guð allra stétta stuðlar Al- við allra en -mátt- rímar við stétt-. Hlið stæðar áherslur þykjast menn greina í órímuðum háttum. Líklega fer bragur inn þarna eftir því áherslu mynstri sem eðli legt var í tali. Sá taktur hefur ekki verið eins rót gróinn þá og nú að langt orð fái auka áherslu helst á þriðja at kvæðið. „ALmáttugur“ segjum við núna en Lilju höfundur hefði væntanlega sagt „ALmáttigr“ í óbundnu máli líka. Og með sömu áherslum yrkir Hall grímur um „EIRorminn“, hvort sem áherslu mynstrið í hans eigin daglega tali var eitthvað í þá áttina eða líkara því hvernig hann rímar „reiði Guðs“ við „ófögnuðs“. Forliðir og ekki forliðir Af dæmunum um stuðla í sam liggjandi at kvæðum voru ekki nema fjög ur um stuðla í fyrsta og öðru atkvæði (því það vill ei o.s.frv.), enda er það aðeins í stystu hend ingum sem hægt er að hafa stuðlana svo framar lega. Af dæm unum hér næst á undan, þar sem ég held að Hall grímur noti tvískipt ris þó hann sýni það ekki með tveimur stuðlum, eru tvö með slíkt ris í byrjun línu: Sannindin elska ber – Ógæfugildan þröngva. Hér er að vísu hugsan legt að greina Sann- eða Ó- sem forlið. Jafnvel með 15 Svo er t.d. háttað öllum þeim 100 orðum sem ég tók til skoðunar í Són 2011. Fer því þó fjarri að slík dæmi séu bundin við lokaorð línanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.