Són - 01.01.2013, Page 44
42 Helgi Skúli kjArtAnSSon
Og loks þremur dæmum þar sem bæði atkvæðin kalla mjög greini lega
eftir áherslu þótt hvorugt beri stuðul:
» himinn, | jörð, ljós né | skepnurn|ar
» Gegnum | hold, æðar, | blóð og | bein
» Heiður, | lof, dýrð á | himni og | jörð
Mér virðist sem sagt að hið óræða fjaðurmagn, sem einkennir hrynjandi
Passíu sálmanna, liggi að nokkru í því að Hall grími standi til boða brag-
liðir sem ekki eru til í nútíma brag: þríliðir með tvö atkvæði í þunga
sætinu (tvískipt ris) sem deila með sér áherslunni í ýmsum hlut föllum.
Bragliðir af þessu tagi eru ekki venjulegt hugtak í íslenskri brag-
fræði. En þeir eiga greini lega sam svörun í brag fræði fyrri alda þar sem
al siða er að tvö atkvæði í röð beri nokkra áherslu, t.d. þegar inn rím,
bæði í drótt kvæðum hætti og hryn hendum, fellur á næst fyrsta at kvæði
orðs.15 Það er aðeins fyrsta at kvæði orðs ins sem getur stuðl að og ber
sam kvæmt því fulla áherslu. En næsta at kvæði getur samt haft næga
áherslu til að ríma. Nærtækt dæmi er upp hafsorð Lilju: Almáttigr. Í
línunni Almáttigr guð allra stétta stuðlar Al- við allra en -mátt- rímar
við stétt-. Hlið stæðar áherslur þykjast menn greina í órímuðum háttum.
Líklega fer bragur inn þarna eftir því áherslu mynstri sem eðli legt var í
tali. Sá taktur hefur ekki verið eins rót gróinn þá og nú að langt orð fái
auka áherslu helst á þriðja at kvæðið. „ALmáttugur“ segjum við núna en
Lilju höfundur hefði væntanlega sagt „ALmáttigr“ í óbundnu máli líka.
Og með sömu áherslum yrkir Hall grímur um „EIRorminn“, hvort sem
áherslu mynstrið í hans eigin daglega tali var eitthvað í þá áttina eða
líkara því hvernig hann rímar „reiði Guðs“ við „ófögnuðs“.
Forliðir og ekki forliðir
Af dæmunum um stuðla í sam liggjandi at kvæðum voru ekki nema fjög ur
um stuðla í fyrsta og öðru atkvæði (því það vill ei o.s.frv.), enda er það
aðeins í stystu hend ingum sem hægt er að hafa stuðlana svo framar lega.
Af dæm unum hér næst á undan, þar sem ég held að Hall grímur noti
tvískipt ris þó hann sýni það ekki með tveimur stuðlum, eru tvö með
slíkt ris í byrjun línu: Sannindin elska ber – Ógæfugildan þröngva. Hér
er að vísu hugsan legt að greina Sann- eða Ó- sem forlið. Jafnvel með
15 Svo er t.d. háttað öllum þeim 100 orðum sem ég tók til skoðunar í Són 2011. Fer því þó
fjarri að slík dæmi séu bundin við lokaorð línanna.