Són - 01.01.2013, Page 130
128 Atli HArðArSon
víg línu í stríði og bráður bani búinn af óvinum sínum kom hinn hug-
prúði Eroto kritos honum til bjargar á ögurstund. Fyrir hetju skap sinn
og snarræði fékk hann að kóngs dóttur að launum. Nú var öllum fornum
fjand skap gleymt, prins essan fagra leyst úr prísund inni og haldið dýr-
legt brúð kaup. Þetta er langur bálkur, rúm tíu þúsund vísuorð. (Textinn
liggur frammi á ebooks4greeks.gr.)
Kvæðið um Eroto kritos er enn al þekkt meðal Krít verja og margar
brag línur úr því orð tök í máli þeirra. Þar suður frá eru menn enn að
kveða bæði lausa vísur og lengri kvæði undir mantinöðu hætti sem vin sæll
varð af sögu Kornarosar. Sá kveð skapur minnir um margt á ís lenskar
rímur og kvæði af þessu tagi eru nefnd með kven kyns orðinu ríma (ρίμα,
ft. ρίμες) á grísku eins og á íslensku. Vera má að skýr ingin á því að málin
hafa svo lík orð yfir þetta sé að þau hafi bæði fengið sama stofn að láni
úr lat ínu eða ítölsku. Eins og hér er sams konar bragur notaður bæði til
að kveða lausa vísur og sögu ljóð og kvæðin ýmist mælt fram eða sungin
við rímna lög. Þessi krít versku rímna lög eru þó æði frá brugðin þeim
íslensku. (For vitnum lesendum er bent á að hægt er að finna margar
upp tökur af söng krít verskra kvæða manna með því að nota leitar orðið
mantinades á vefnum youtube.com.)
Rétt eins og fer skeytl an hér er mantinaðan lifandi hefð á Krít. Hún
er notuð sem tjáningar tæki, jafnt til að setja fram meitl aða hugs un og
bregð ast skjótt við því sem fyrir ber. Sumar flytja djúpa speki, aðrar
grín og gaman mál. Líkt og hér yrkja sumir kvæða menn líka blaut leg
ljóð og bruna vísur, böl bænir og ástar játningar og allt þar á milli. Það er
til marks um hve vinsæll þessi kveð skapur er að mantinöðu bækur, bæði
með nýjum vísum og gömlum, fást í flestum bóka búðum á Krít og í
sölu turnum má víða sjá smá rit með vísum, gjarna einni á hverri síðu eins
og í þeirri litlu bók sem sést á myndinni.
Lítið virðist ritað um mantinöður á öðrum málum en grísku, a.m.k.
hafa bók salar á Krít sem ég hef spurt ekki kannast við skrif um þær á