Són - 01.01.2013, Síða 136

Són - 01.01.2013, Síða 136
134 bjArki kArlSSon og kriStján eiríkSSon er eingöngu til í handritum eða í fágætum bókum. Stefnt er að því að safna smám saman öllum kveðskap frá upphafi Íslandsbyggðar til 1800 og kosta kapps um að afla ætíð sem áreiðanlegastra texta. Með þessu er ekki eingöngu horft til rannsókna á ljóðagerð heldur einnig til annarra þátta, svo sem sagnfræði, þjóðhátta og tónlistar. Önnur söfn eru ekki bundin af þessari stefnu. Á vegum Héraðs skjala- safns Skag firðinga hafa til dæmis verið skráðar yfir 17.000 vísur víðs vegar að af landinu. Þetta er mikilvægt starf, enda hætt við að hluti vísn- anna hefði að öðrum kosti glatast. Eðli málsins samkvæmt hafa villur slæðst með í svo stórtækri söfnun en notendur safnins vita af þessu. Önnur héraðsskjalasöfn slógust mun síðar í hópinn. Kvæðasöfn þeirra í Braganetinu eru enn sem komið er fremur smá að vöxtum. Söfn, sem eru í vinnslu, geta verið lokuð almenningi meðan verið er að byggja þau upp en endanlegt markmið er alltaf að opna þau til birtingar. Þegar þetta er ritað eru dægurlagatextasafnið, þulusafnið og norska safnið varin með lykilorði. Þegar þulusafnið verður opnað kemur í ljós enn ein áherslan í ritstjórnarstefnu því að þar er ekki valinn einn samræmdur lestexti fyrir hverja þulu heldur skráðar mismunandi, en skyldar, uppskriftir og hljóðritanir beint eftir heimild. Ítarleg grein er gerð fyrir þessum heimildum í safninu, svo sem hverjir skrifuðu handritin, hverjir tóku upp hljóðritin, hverjir heimildarmenn voru o.s.frv. Skjala- og handritasöfn, sem eru ekki aðilar að Braganetinu núna, eru velkomin til samstarfs og hafa nokkur þeirra þegar sýnt áhuga. Sama á við um aðra aðila sem fást við kvæða- og vísnasöfnun. Nýjungar í Braganetinu Leitarkerfi Braganetsins er orðið mun fullkomnara en var. Notandinn slær inn leitarstreng1 og er þá leitað að samsvörun hans í öllum söfnunum í senn, hvort hann kemur fyrir í ljóðum, lausavísum, skýringum og neðanmálsgreinum, lýsingum bragar hátta, æviágripum höfunda eða heimilda skrá. Hægt er að takmarka leitina við einstök söfn, ein staka höf unda eða eitthvert tiltekið tímabil en unnið er að því að merkja allan kveð skap, sem unnt er að aldurs greina, með viðmiðunarártali sem hleypur á 25 árum. 1  Ólíkt aðferðum helstu leitarvéla er kannað hvort leitarstrengurinn kemur óbreyttur fyrir í texta, óháð orðaskilum, meintum samheitum og beygingum. Þannig skilar leitar- strengurinn nýta textum sem innihalda orðin nýta, ónýta, snýta og nýtar. Séu slegin inn fleiri en eitt orð er litið á þau öll – og bilin á milli þeirra – sem eina heild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.