Són - 01.01.2013, Page 137

Són - 01.01.2013, Page 137
brAgAnetið 135 Þar til nýlega var ekki hægt að skrá bragarhátt lausavísna í söfnin en úr því hefur nú verið bætt. Þá er unnið að kerfi til þess að geta birt heilu háttatölin og háttalyklana, sett upp með kaflaskipingu og skýringum, ásamt viðeigandi bragmynd fyrir hverja vísu. Í árdaga Braga – óðfræðivefs voru ljóð aðeins bragtekin, sem kallað var, þ.e.a.s. aðeins heiti þeirra var skráð, ásamt fyrstu línu og bragarhætti, en sjálfur ljóðatextinn beið skráningar. Fljótlega var þó tekin upp sú stefna að skrá ljóðin í heild og nú er unnið að því að fullskrá öll ljóðin sem áður voru aðeins bragtekin. Það er gríðarleg vinna en nauðsynleg til að kerfið nýtist að fullu sem rannsóknartæki, auk þess sem margir lesa ljóðin og upplýsingarnar um þau fyrst og fremst sér til ánægju og hafa því ekki hag af ljóðum sem eru aðeins bragtekin. Fullskráningum ljóða fjölgar nú jafnt og þétt þó að verkið sé tímafrekt. Komið hefur verið til móts við notendur með því að útbúa hnapp merktan „mig vantar þetta ljóð‟ en þá berst ritstjórum beiðni um að setja skráningu þess í forgang. Viðamesta breytingin er þó fólgin í því að skipta algjörlega um kerfi sem markar bragar hátt sem tölvu tækan kenni streng og varpar honum fram með mynd rænni framsetningu, svokallaðri bragmynd.2 Í tengslum við doktorsrannsókn sína á þróun bragkerfis komst Bjarki Karlsson að því að nauðsynlegt væri að gera gagngerar breytingar á kennistrengjakerfinu. Kerfið þyrfti að lýsa nákvæmlega öllum háttbundnum kveðskap og flokka hann nákvæmar. Því var ráðist í gerð nýs flokkunarkerfis sem byggist m.a. á aðferðum Hallvard Lie (1964) en tekur þó til mun fleiri þátta. Umfjöllun um nýja kennistrengjakerfið er efni í sérstaka grein sem ætlunin er að birta í næsta hefti Sónar. Heimildir Braganetið. Vefur. Fjórtán kvæða- og vísnasöfn. Kerfisstjóri: Bjarki Karlsson. Vefslóð: bragi.info. Kristján Eiríksson. 2003. Ný framsetning í bragfræði. Són, 1. hefti bls. 7–19. Kristján Eiríksson. 2011. Poetikkveven Brage. Vestnordisk språkkontakt gjennom 1200 år. Ritstjórar: Gunnstein Akselberg og Edit Bugge. Annales Societatis Scientiarum Færoensis. Supplementum 54. Fróðskapur. Faroe University Press, Þórshöfn. Bls. 127–139. Kristján Eiríksson og Jón Bragi Björgvinsson. 2001. Óðfræðiágrip. Ferskeytlan, Mosfellsbæ. Lie, Hallvard. 1967. Norsk verslære. Universitetsforlaget, Ósló. 2  Um eldra braggreiningarkerfið, sjá Kristján Eiríksson, 2003; Kristján Eiríksson 2011 og Kristján Eiríksson og Jón Braga Björgvinsson, 2001.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.