Són - 01.01.2013, Síða 137
brAgAnetið 135
Þar til nýlega var ekki hægt að skrá bragarhátt lausavísna í söfnin en
úr því hefur nú verið bætt. Þá er unnið að kerfi til þess að geta birt heilu
háttatölin og háttalyklana, sett upp með kaflaskipingu og skýringum,
ásamt viðeigandi bragmynd fyrir hverja vísu.
Í árdaga Braga – óðfræðivefs voru ljóð aðeins bragtekin, sem kallað var,
þ.e.a.s. aðeins heiti þeirra var skráð, ásamt fyrstu línu og bragarhætti, en
sjálfur ljóðatextinn beið skráningar. Fljótlega var þó tekin upp sú stefna
að skrá ljóðin í heild og nú er unnið að því að fullskrá öll ljóðin sem áður
voru aðeins bragtekin. Það er gríðarleg vinna en nauðsynleg til að kerfið
nýtist að fullu sem rannsóknartæki, auk þess sem margir lesa ljóðin og
upplýsingarnar um þau fyrst og fremst sér til ánægju og hafa því ekki
hag af ljóðum sem eru aðeins bragtekin. Fullskráningum ljóða fjölgar nú
jafnt og þétt þó að verkið sé tímafrekt. Komið hefur verið til móts við
notendur með því að útbúa hnapp merktan „mig vantar þetta ljóð‟ en þá
berst ritstjórum beiðni um að setja skráningu þess í forgang.
Viðamesta breytingin er þó fólgin í því að skipta algjörlega um kerfi
sem markar bragar hátt sem tölvu tækan kenni streng og varpar honum
fram með mynd rænni framsetningu, svokallaðri bragmynd.2 Í tengslum
við doktorsrannsókn sína á þróun bragkerfis komst Bjarki Karlsson að því
að nauðsynlegt væri að gera gagngerar breytingar á kennistrengjakerfinu.
Kerfið þyrfti að lýsa nákvæmlega öllum háttbundnum kveðskap og
flokka hann nákvæmar. Því var ráðist í gerð nýs flokkunarkerfis sem
byggist m.a. á aðferðum Hallvard Lie (1964) en tekur þó til mun fleiri
þátta. Umfjöllun um nýja kennistrengjakerfið er efni í sérstaka grein
sem ætlunin er að birta í næsta hefti Sónar.
Heimildir
Braganetið. Vefur. Fjórtán kvæða- og vísnasöfn. Kerfisstjóri: Bjarki Karlsson.
Vefslóð: bragi.info.
Kristján Eiríksson. 2003. Ný framsetning í bragfræði. Són, 1. hefti bls. 7–19.
Kristján Eiríksson. 2011. Poetikkveven Brage. Vestnordisk språkkontakt
gjennom 1200 år. Ritstjórar: Gunnstein Akselberg og Edit Bugge. Annales
Societatis Scientiarum Færoensis. Supplementum 54. Fróðskapur. Faroe
University Press, Þórshöfn. Bls. 127–139.
Kristján Eiríksson og Jón Bragi Björgvinsson. 2001. Óðfræðiágrip. Ferskeytlan,
Mosfellsbæ.
Lie, Hallvard. 1967. Norsk verslære. Universitetsforlaget, Ósló.
2 Um eldra braggreiningarkerfið, sjá Kristján Eiríksson, 2003; Kristján Eiríksson 2011 og
Kristján Eiríksson og Jón Braga Björgvinsson, 2001.