Fréttablaðið - 04.03.2016, Page 28

Fréttablaðið - 04.03.2016, Page 28
- lægra verð Ferskar kryddjurtir og beikon gefa tóninn í þessum rétti. Heimagert cannelloni bragðast best með fersku salati. Cannelloni Ólífuolía 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dósir hakkaðir tómatar Salt og nýmalaður pipar handfylli basilíka 1 lárviðarlauf ½ kjúklingateningur 500 g spínat ½ tsk. múskat einfalt, fljótlegt og gott Eva Laufey Hermannsdóttir eldaði ljúffenga pastarétti í Matargleði Evu á Stöð 2 í gær. Hér fylgja tvær gómsætar uppskriftir. börkur af hálfri sítrónu 500 g kotasæla 1 egg 4 msk. nýrifinn parmesan ostur 200 g cannelloni-pasta 150 mozzarella-ostur Rifinn ostur Hitið ofninn í 180°C. Steikið spín- atið upp úr ólífuolíu á pönnu við vægan hita. Þegar spínatið er orðið mjög mjúkt, færið það yfir á skurð- brettið og saxið mjög smátt. Hitið ólífuolíu í potti og steikið smátt saxaðan lauk þar til hann verður glær og mjúkur í gegn, pressið hvít- lauksrif og bætið út í pottinn ásamt hökkuðum tómötum, lár viðar laufi og hálfum kjúklingateningi. Krydd- ið til með salti og pipar og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur við vægan hita. Blandið saman söx- uðu spínati, kotasælu, eggi, par- mesan osti, nýrifnu múskati, pipar og basilíkulaufum í skál. Fyllið can- nelloni-pastarörin með ljúffengu ostafyllingunni, gott er að nota sprautupoka en annars má fylla rörin með skeiðum. Setjið sósu í eldfast mót og raðið pastarörum ofan á. Hellið sósunni yfir og dreif- ið vel af rifnum osti og ferskum mozzarella yfir. Í lokin er gott að rífa vel af parmesan yfir. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur. Ef ostur- inn er orðinn mjög brúnn of fljótt er gott ráð að leggja bökunarpappír yfir.Berið fram með fersku salati. Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kRyddjuRtum fyrir 3-4 2 msk. ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8-10 sveppir, skornir 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk. ferskt timjan, smátt saxað ½ kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi Salt og pipar eftir smekk Skerið sveppina og beikonið í litla bita. Hitið olíu við vægan hita, steikið sveppina og beikon- ið á pönnunni. Mér finnst lang- best að nota ferskar kryddjurtir. Saxið kryddjurtirnar smátt niður og bætið þeim á pönnuna. Bætið mat- reiðslurjómanum og kjúklingaten- ingnum saman við, leyfið þessu að malla við vægan hita í nokkrar mín- útur. Skolið kjúklingabringurnar, leggið þær í eldfast mót og krydd- ið þær með salti og pipar. Hell- ið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 30-35 mínútur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbein- ingum á pakkanum. Setjið pasta á disk og kjúklinginn yfir ásamt sós- unni, dreifið gjarnan ferskri stein- selju yfir í lokin. Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -D D E 0 1 8 A 9 -D C A 4 1 8 A 9 -D B 6 8 1 8 A 9 -D A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.