Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 32
Þetta eru líflegir hlutir sem leyfa bæði efninu og handbragðinu að njóta sín í bland við furu úr Hallormsstaða- skógi. Þórunn Árnadóttir Prestar Sturlu eru bæði nytjahlutir og til skrauts. mynd/ChriStoPher Lund „Þeir eru hálfpartinn „free style“ hjá mér ef svo má segja, dálítið skrautlegir,“ segir Sturla már Jónsson. Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður opnar sýninguna Frímínútur í Galleríi Gróttu næstkomandi miðvikudag. mynd/SteFÁn KarLSSon Línan Sipp og hoj er öll unnin samstarfi við netagerðina egersund á eskifirði. mynd/Þórunn Árnadóttir hönnun línunnar tók mið af framleiðsluaðferðum netagerðarinnar. „Ég hef aðallega fengist við hönn- un stofnanahúsgagna til fjölda- framleiðslu fyrir ýmsa fram- leiðendur hér heima. Í því felast ákveðnar takmarkanir, tækjabún- aður framleiðslunnar og annað setur manni ákveðnar skorð- ur. Fyrir þessa sýningu leyfði ég mér að leika mér aðeins og smíð- aði verkin sjálfur,“ segir Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innan- hússhönnuður, en hann sýnir fata- presta í Galleríi Gróttu á Hönnun- arMars. Prestarnir bera nöfn eins og Kría, Örn, Brúskur og Haki og segir Sturla þá mitt á milli þess að vera nytja hlutir og skraut. „Þeir eru dálítið skrautlegir hjá mér. Þeir sækja form sitt í nöfnin og það sem ég rekst á í göngutúr- um um Seltjarnarnes. Ég hugsaði þá ekki sem nytjahluti þó auðvitað megi hengja á þá föt og skartgripi. Það má alveg eins stilla þeim upp inni í stofu sem skrauti.“ bætir við Sipp og Hoj Sýning Þórunnar Árnadóttur ber heitið Frímínútur og er þema hennar leikur. Hlutirnir eru viðbót við línuna Sipp og Hoj sem frum- sýnd var á Hönnunarmars 2014 í Spark Design Space undir sam- starfsverkefninu „Austurland: De- signs from Nowhere“. Í því verk- efni voru möguleikar til smáfram- leiðslu á Austurlandi kannaðir og má segja að hlutir Þórunnar séu sérstaklega hannaðir með tak- markanir framleiðslunnar í huga. „Sipp og Hoj samanstendur af sippuböndum, húlahringjum, lyklakippum og töskum, en nú bæt- ast við rólur og hengirúm. Þetta eru líflegir hlutir sem leyfa bæði efninu og handbragðinu að njóta sín í bland við furu úr Hallorms- staðaskógi,“ útskýrir Þórunn. „Við vinnslu línunnar lærði ég grunnatriðin í netagerð, hjá Þór- halli Árnasyni smið á Egilsstöð- um. Línan er unnin í samstarfi við netagerðina Egersund á Eski- firði en hönnunin tekur öll mið af því að hægt sé að framleiða hlut- ina þar. Við erum ekki með mikla framleiðslu á hlutum hér á Íslandi. Hvernig getum við nýtt þær fram- leiðsluaðferðir sem fyrir eru í nýjum tilgangi.“ Sýningarnar verða opnaðar miðvikudaginn 9. mars klukkan 17. Ólík nálgun í galleríi grÓttu Tveir ólíkir hönnuðir munu sýna í Galleríi Gróttu á HönnunarMars, þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Sturla már Jónsson, húsgagna- og innanhússhönnuður. Opnun verður 9. mars klukkan 17. Sturla már Jónsson vann verkið Presta sér- staklega fyrir hönnunarmars 2016. hann sýnir í Galleríi Gróttu. 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r12 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 365.is Sími 1817 Sportpakkinn er tilvalinn fyrir þá sem elska íþróttir. Enski boltinn, Meistaradeildin, Evrópuboltinn ásamt spjallþáttum með spekingunum. Körfubolti, Formúlan, NFL, bardaga- íþróttir og margt annað sem fær hjartað til að slá örar. YFIR 1.300 BEINAR ÚTSENDINGAR Á ÁRI Sportpakkinn inniheldur: Stöð 2 Sport, hliðarrásir, Eurosport, Extreme Sport, Motors TV, Sky News, NBA TV, MUTV, LFC TV og Chelsea TV. F ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 9 -F 6 9 0 1 8 A 9 -F 5 5 4 1 8 A 9 -F 4 1 8 1 8 A 9 -F 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.