Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 32
Þetta eru líflegir hlutir sem leyfa bæði efninu og handbragðinu að njóta sín í bland við furu úr Hallormsstaða- skógi. Þórunn Árnadóttir Prestar Sturlu eru bæði nytjahlutir og til skrauts. mynd/ChriStoPher Lund „Þeir eru hálfpartinn „free style“ hjá mér ef svo má segja, dálítið skrautlegir,“ segir Sturla már Jónsson. Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður opnar sýninguna Frímínútur í Galleríi Gróttu næstkomandi miðvikudag. mynd/SteFÁn KarLSSon Línan Sipp og hoj er öll unnin samstarfi við netagerðina egersund á eskifirði. mynd/Þórunn Árnadóttir hönnun línunnar tók mið af framleiðsluaðferðum netagerðarinnar. „Ég hef aðallega fengist við hönn- un stofnanahúsgagna til fjölda- framleiðslu fyrir ýmsa fram- leiðendur hér heima. Í því felast ákveðnar takmarkanir, tækjabún- aður framleiðslunnar og annað setur manni ákveðnar skorð- ur. Fyrir þessa sýningu leyfði ég mér að leika mér aðeins og smíð- aði verkin sjálfur,“ segir Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innan- hússhönnuður, en hann sýnir fata- presta í Galleríi Gróttu á Hönnun- arMars. Prestarnir bera nöfn eins og Kría, Örn, Brúskur og Haki og segir Sturla þá mitt á milli þess að vera nytja hlutir og skraut. „Þeir eru dálítið skrautlegir hjá mér. Þeir sækja form sitt í nöfnin og það sem ég rekst á í göngutúr- um um Seltjarnarnes. Ég hugsaði þá ekki sem nytjahluti þó auðvitað megi hengja á þá föt og skartgripi. Það má alveg eins stilla þeim upp inni í stofu sem skrauti.“ bætir við Sipp og Hoj Sýning Þórunnar Árnadóttur ber heitið Frímínútur og er þema hennar leikur. Hlutirnir eru viðbót við línuna Sipp og Hoj sem frum- sýnd var á Hönnunarmars 2014 í Spark Design Space undir sam- starfsverkefninu „Austurland: De- signs from Nowhere“. Í því verk- efni voru möguleikar til smáfram- leiðslu á Austurlandi kannaðir og má segja að hlutir Þórunnar séu sérstaklega hannaðir með tak- markanir framleiðslunnar í huga. „Sipp og Hoj samanstendur af sippuböndum, húlahringjum, lyklakippum og töskum, en nú bæt- ast við rólur og hengirúm. Þetta eru líflegir hlutir sem leyfa bæði efninu og handbragðinu að njóta sín í bland við furu úr Hallorms- staðaskógi,“ útskýrir Þórunn. „Við vinnslu línunnar lærði ég grunnatriðin í netagerð, hjá Þór- halli Árnasyni smið á Egilsstöð- um. Línan er unnin í samstarfi við netagerðina Egersund á Eski- firði en hönnunin tekur öll mið af því að hægt sé að framleiða hlut- ina þar. Við erum ekki með mikla framleiðslu á hlutum hér á Íslandi. Hvernig getum við nýtt þær fram- leiðsluaðferðir sem fyrir eru í nýjum tilgangi.“ Sýningarnar verða opnaðar miðvikudaginn 9. mars klukkan 17. Ólík nálgun í galleríi grÓttu Tveir ólíkir hönnuðir munu sýna í Galleríi Gróttu á HönnunarMars, þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Sturla már Jónsson, húsgagna- og innanhússhönnuður. Opnun verður 9. mars klukkan 17. Sturla már Jónsson vann verkið Presta sér- staklega fyrir hönnunarmars 2016. hann sýnir í Galleríi Gróttu. 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r12 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 365.is Sími 1817 Sportpakkinn er tilvalinn fyrir þá sem elska íþróttir. Enski boltinn, Meistaradeildin, Evrópuboltinn ásamt spjallþáttum með spekingunum. Körfubolti, Formúlan, NFL, bardaga- íþróttir og margt annað sem fær hjartað til að slá örar. YFIR 1.300 BEINAR ÚTSENDINGAR Á ÁRI Sportpakkinn inniheldur: Stöð 2 Sport, hliðarrásir, Eurosport, Extreme Sport, Motors TV, Sky News, NBA TV, MUTV, LFC TV og Chelsea TV. F ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 9 -F 6 9 0 1 8 A 9 -F 5 5 4 1 8 A 9 -F 4 1 8 1 8 A 9 -F 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.