Fréttablaðið - 01.03.2016, Síða 16
Á dögunum var frumsýnd heimildarmyndin Halli sig-urvegari, sem fjallar m.a. um ríkjandi viðhorf til mannrétt-
indamála fatlaðs fólks á Íslandi upp úr
miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að bar-
áttunni fyrir fullum mannréttindum
fatlaðs fólks sé ekki lokið þá hefur sem
betur fer orðið þar bylting í viðhorfum
og engum sem dettur í hug lengur að
verja opinberlega hugmyndir sem
ganga út á það að svipta fatlað fólk
grundvallarréttindum sínum.
Staðan í málefnum aldraðs fólks á
Íslandi í dag er aftur á móti um margt
svipuð og hún var í málefnum fatlaðs
fólks þegar Halli var barn fyrir rúm-
lega hálfri öld. Orsökin er ekki skortur
á peningum heldur úrelt viðhorf.
Viðhorf sem hafa legið eins og mara
yfir málaflokknum og valdið áratuga
stöðnun í málefnum eldra fólks.
Hugmyndafræði síðustu aldar
Flest upphafleg hjúkrunarheimili á
Íslandi eru frá miðri síðustu öld. Skipu-
lag þeirra einkenndist af menningu
sjúkrahúsa þar sem íbúar (á þeim tíma
kallaðir vistmenn) þurftu að aðlaga sig
siðum, venjum og skipulagi stofnan-
anna. Í flestum þessara stofnana var
öldruðu fólki gert að deila svefnher-
bergi og öðrum vistarverum með
ókunnugum og þar með svipt öllum
rétti til einkalífs. Þessar stofnanir eru
löngu orðin börn síns tíma og hafa
þær verið aflagðar fyrir löngu í öllum
nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að
árið 2010 hafi verið ráðist í sérstakt
átak hér á landi sem miðaði að því að
leggja af þessar gömlu stofnanir eru
nokkrar þeirra enn í rekstri.
Að missa stöðu sína sem einstaklingur
Líkt og áður viðgekkst í málefnum
fatlaðs fólks tíðkast það enn hér á landi
að svipta fólk sem flytur á hjúkrunar-
heimili rétti til að stýra daglegum mál-
efnum sínum. Þetta er sem betur fer
ekki algilt og alls ekki formlega viður-
kennt en er engu að síður staðreynd.
Það er staðreynd að víða er fólk svipt
rétti til að ákvarða um jafn sjálfsagðar
og persónulegar athafnir eins og að
ákveða hvenær það fer í bað, hvenær
það vaknar á morgnana, hvenær það
snæðir morgunmat og hvað það borð-
ar. Sums staðar er líka enn talað um
vistmenn en ekki íbúa. Og þetta skiptir
máli. Þessi orð og þessi hugtök gefa tón
sem síðan endurspeglast í öllu sem við-
kemur málefnum þessa aldurshóps. Sá
sem er vistaður einhvers staðar missir
sjálfkrafa stöðu sína sem sjálfstæður
einstaklingur.
One size fits all
Það þarf ekki að koma neinum á óvart
að kannanir á meðal eldra fólks sýna
að nær allir vilji búa heima hjá sér eins
lengi og þeir mögulega geta. M.ö.o. það
dreymir engan um að flytja á hjúkr-
unarheimili. En hvort fólk getur búið
heima ræðst oft m.a. af þeirri þjónustu
sem stendur til boða og veitt er heim.
Heimsendur matur er hluti af þeirri
þjónustu.
Nýlega sagði Fréttablaðið frá slæmri
reynslu íbúa í Hafnarfirði sem fékk
vægast sagt ólystugan heimsendan
mat. Bæjaryfirvöld kröfðust tafar-
lausra úrbóta af hálfu þjónustuaðilans.
Það kom hins vegar ekki fram í frétta-
flutningi af málinu að sá sem þarf að
treysta á þessa þjónustu er um leið
sviptur öllum sjálfstæðum rétti til að
hafa skoðun á því hvað hann eða hún
lætur ofan í sig. Ef það er svikinn héri
í matinn þá er svikinn héri í matinn,
alveg sama hvað viðkomandi finnst
um það. Sá sem er háður slíkri þjón-
ustu hefur ekki lengur frelsi til að vera
með einhverjar „tiktúrur“ í matar-
málum. Í heimsendum mat gildir sú
gullna regla fjöldaframleiðslunnar;
One size fits all.
Fjárhagsvandinn er bara birtingarmynd
Í dag erum við föst í umræðu um fjár-
mál og átök milli rekstraraðila og ríkis
en það fer minna fyrir umræðu um
þann undirliggjandi vanda sem við er
að glíma. Sá vandi er viðhorfsvandi og
fjárskorturinn er ein birtingarmynda
hans.
Sú bylting sem orðið hefur í mál-
efnum fatlaðs fólks hér á landi var
hvorki þögul né sjálfkrafa. Ef ætlunin
er að koma málefnum aldraðs fólks inn
í nútímann þá þarf að byrja á grunn-
inum, viðurkenna stöðuna eins og hún
er og leggja upp í ferðalagið á grund-
velli þess að mannréttindi séu algild
og óháð aldri.
Að snæða svikinn héra í svefnherbergi með ókunnugum
Gunnar Axel
Gunnarsson
bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði
Í gær fór ég í ónefnda matvörubúð að versla. Ef maður vill sniðganga allar óþarfa umbúðir og sérlega
úr plasti þá er maður í vanda. Kjöt
og fiskur fæst einungis í plastbökk-
um og þá í því magni sem hentar alls
ekki einstaklingum. Hvað varð af
kjötborðunum þar sem maður gat
valið sér eitt kjötstykki og ákveðið
auk þess hvort maður vildi fá það
„bara“ í litlum plastpoka í staðinn
fyrir allar þessar óþörfu umbúðir?
Við kassann ofbýður mér í hvert
skipti hversu margir kaupa plast-
poka til að setja vörurnar í. Burtséð
frá því hvað það mætti spara mikinn
pening yfir árið með því að sleppa
því þá eru Íslendingar að nota fleiri
milljónir af plast-innkaupapokum
á ári. Og plastið er hundruð ára að
eyðast. Það eru til litlir og nettir
fjölnotapokar sem fást meira að
segja ókeypis á mörgum stöðum, til
dæmis í Sorpu. Og ef menn gleyma
þeim heima (ég er alltaf með slíkan í
töskunni minni) þá er hægt að fá sér
pappakassa í búðinni sem fer svo í
bláu tunnuna. Einnig getur maður
verið með góðan kassa í bílnum
sínum til að raða vörunum í.
En það sem mér fannst verst í
þessari innkaupaferð var að sjá veit-
ingastaðinn sem tengist búðinni.
Þarna voru margir að fá sér hádegis-
mat. Í boði var grillað svínakjöt og
lyktin var vægast sagt freistandi þó
að ég sé hætt að borða svínakjöt.
(Það er efni í aðra grein.)
Ódýrara en starfsmaður í upp-
vaski
Afgreiðslan var þannig að allir við-
skiptavinir fengu lokaðan frauð-
plastbakka undir þann mat sem þeir
keyptu, alveg sama hvort þeir vildu
borða matinn á staðnum eða taka
hann með sér. Ég ímyndaði mér
allt það magn af óendurvinnanlegu
rusli – kannski meira en hundrað
frauðplastsöskjur á hverjum degi
og plasthnífapör og plastmál þar
að auki. Hversu margir svartir plast-
pokar fara þaðan á hverjum degi í
sorpið? (Ég efast um að á svona
stöðum sé flokkað það sem hægt
væri til endurvinnslunnar.)
Tillögur mínar til að draga úr
þessu eru þannig: Ekki væri mikið
mál að spyrja viðskiptavinina hvort
þeir vilji borða á staðnum eða taka
matinn með sér. Þeir sem vilja
borða á staðnum fengju pappadisk
sem er miklu nettari og efnisminni
en frauðplastaskja. Þegar lengra er
litið þá er spurning hvort margnota
diskar og hnífapör gætu komið í
staðinn fyrir einnota draslið. Það
þýddi að koma upp uppþvottavél
og starfsmann sem vinnur við hana
– atvinnuskapandi?
En á meðan allt þetta einnota
drasl er miklu ódýrara í innkaupum
en starfsmaður í uppvaski þá kom-
umst við ekki lengra í umhverfis-
málunum. Þarna stendur hnífurinn
í kúnni: Hækka þyrfti verulega
verðið á einnota umbúðum í inn-
kaupum.
Ég þyrfti allavega að vera nálægt
því að vera hungurmorða áður en ég
myndi kaupa mér mat á svona „ein-
nota matsölustöðum“.
Umbúðaruglið
Úrsúla
Jünemann
kennari og leið-
sögumaður
Ef ætlunin er að koma mál-
efnum aldraðs fólks inn í
nútímann þá þarf að byrja
á grunninum, viðurkenna
stöðuna eins og hún er og
leggja upp í ferðalagið á
grundvelli þess að mannrétt-
indi séu algild og óháð aldri.
En á meðan allt þetta ein-
nota drasl er miklu ódýrara í
innkaupum en starfsmaður
í uppvaski þá komumst við
ekki lengra í umhverfismál-
unum.
Í Fréttablaðinu þann 16. desember 2015 kemur fram að Fluglestin þróunarfélag ehf. vinni að því að
ljúka samstarfssamningum við sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu vegna
nauðsynlegra skipulagsbreytinga
og lóðamála varðandi hraðlest sem
ganga á milli Leifsstöðvar og Umferð-
armiðstöðvarinnar í Reykjavík.
Fram kemur að lestarteinar verði
49 kílómetra langir, þar af 14 kíló-
metrar í göngum fyrsta spölinn út úr
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt skýrslunni er ætlað að
verkefnið skili jákvæðu tekjustreymi
frá fyrsta ári. Yfir hálfrar aldar rekstr-
artímabil fái fjárfestar 15,2% árlega
ávöxtun. Þá segir að hraðlestin verði
ábatasöm sem einkaframkvæmd
og þurfi engin bein fjárframlög frá
opinberum aðilum, en að gera þurfi
fjárfestingarsamninga við ríkið og fá
sérstaka löggjöf um skattgreiðslur.
Vonandi þó ekki ríkisábyrgð á lánum.
Sporin hræða í þeim efnum.
Vitnað er í spá Isavia um þróun
farþegafjölda, 5,3 milljónir árið
2024, og byggt á að um helmingur
þeirra eða 2,7 milljónir noti lestina
auk 1,8 milljóna annarra farþega
sem ferðast muni milli Reykjaness og
höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að
heildarkostnaður við verkið nemi 105
milljörðum.
Kostnaður tvöfaldaðist
Í byrjun júní 2014 var svonefnt „tram“
sem er ofanjarðar léttlest tekin í
notkun milli Edinborgar og Edin-
borgarflugvallar, 14 km leið. Á þeim
10 árum sem liðin voru frá því að
fyrstu fjárhagsáætlanir voru gerðar
hefur kostnaður tvöfaldast, leiðar-
netið orðið helmingi minna og fram-
kvæmdin tekið tvöfalt lengri tíma en
ætlað var. Lestarnetið nær nú aðeins
frá flugvellinum til miðju Edinborgar
en átti samkvæmt upphaflegri áætlun
að ná til fleiri staða.
Upphafið má rekja til ársins 2003
þegar stjórnvöld í Skotlandi eyrna-
merktu 375 MGBP, vísitölutryggt, til
framkvæmda við lestina sem átti að
tengja miðborg Edinborgar við bæði
flugvöllinn og Leith hafnarsvæðið.
Væntingar voru um að lestin væri
komin í notkun á árinu 2009. Fyrst
fimm árum síðar eða 2014 var lestin
komin í notkun en aðeins til miðju
borgarinnar.
Kostnaðurinn er orðinn 776 MGBP
auk 200 MGBP vaxtakostnaðar eða
um 182 milljarðar íslenskra króna á
núverandi gengi (1 GBP =186 IKR).
Margir telja að það sé kraftaverk
að þessum áfanga hafi þó verið náð
eftir allar þær deilur sem upp komu
meðan á verkinu stóð. Miklar deilur
milli framkvæmdaaðila töfðu verkið
svo mánuðum skipti og þegar David
Mackay hætti sem stjórnarformaður
„Transport Edinburgh Limited“ kall-
aði hann verkefnið „hell on wheels“.
Til viðbótar þessu voru aðalgötur
í miðborg Edinborgar sundurgrafnar
að miklu leyti í sjö ár og ollu íbúum
borgarinnar, verslunareigendum og
fjölmörgum öðrum bæði óþægingum
og fjárhagslegu tapi.
Þann 19. desember 2015 birtist
grein í vikublaðinu Reykjavík um
hraðlest milli Reykjavíkur og Kefla-
víkurflugvallar, þar kemur fram að
árið 2014 fóru 6,8 milljónir farþega
með Flytoget milli Gardemoen-flug-
vallar og Óslóar, en það er sama vega-
lengd og milli Keflavíkurflugvallar
og BSÍ. Árið 2014 fóru 24,1 milljónir
farþega um Gardemoen. Um Kefla-
víkurflugvöll fóru um fimm milljónir
farþega í árið 2015.
Áætlaður kostnaður við Flytoget
var 4,3 milljarðar norskra króna
árið 1994. Endanlegur kostnaður
nam 7,7 milljörðum norskra við lok
framkvæmda 1999. Þessi stofnkostn-
aður var afskrifaður af norska ríkinu
því reksturinn stendur ekki undir því
að greiða hann upp. 7,7 milljarðar
norskra króna svara til um 115 millj-
arða IKR.
Undirrituðum sýnist þetta verk-
efni að mörgu leyti áhugavert en
þó einkum og sér í lagi fyrir þá sem
standa að því svo sem hugmynda-
ríka athafnamenn, peningastofn-
anir, verkfræðistofur, verktaka og
seljendur tækja og búnaðar. Ekki sé
ég þó þessa aðila tilbúna til þátttöku
nema í skjóli ríkissjóðs/skattborgara
í einhverju formi. Mér finnst ævin-
týralegt að reikna með að verkefnið
skili jákvæðu tekjustreymi frá fyrsta
ári og að á 50 ára tímabili fái fjárfestar
15,25% árlega ávöxtun svo eitthvað
sé nefnt.
Hvernig væri annars að ljúka við
tvöföldun Keflavíkurvegarins?
Hugleiðingar um hraðlest til
Keflavíkurflugvallar
Guðmundur
Björnsson
viðskipta-
fræðingur og
áhugamaður um
meðferð opin-
bers fjár
Mér finnst ævintýralegt að
reikna með að verkefnið
skili jákvæðu tekjustreymi
frá fyrsta ári og að á 50 ára
tímabili fái fjárfestar 15,25%
árlega ávöxtun svo eitthvað
sé nefnt. Hvernig væri annars
að ljúka við tvöföldun Kefla-
víkurvegarins?
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is
Dauðinn
lögfræðilegar skyldur
og álitamál
Magnús Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður fjallar um
lagalegar skyldur sem þarf að uppfylla í kjölfar andláts
og álitamál sem geta komið upp í kjölfarið.
Fyrirlesturinn fer fram í safnaðarheimili Háteigskirkju
miðvikudaginn 2. mars kl. 20.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-9
E
D
4
1
8
9
F
-9
D
9
8
1
8
9
F
-9
C
5
C
1
8
9
F
-9
B
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K