Fréttablaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 53
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 5. mars 2016 5
Umsóknarfrestur er til
og með 15. mars nk.
Umsjón með starfinu hafa Bryndís, bryndis@talent.is
og Lind, lind@talent.is, s: 552-1600.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja
um starfið á heimasíðu Talent, www.talent.is.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Marktæk reynsla af stýringu þjónustumála hjá stóru eða meðalstóru fyrirtæki
• Marktæk reynsla af breytingastjórnun og innleiðingu fyrirtækjamenningar
• Leiðtogahæfni nauðsynleg
• Samskiptahæfni og veruleg reynsla í mannlegum samskiptum
• Reynsla af mælingum, úrvinnslu mælinga og eftirfylgni
• Mikil hæfni í framsetningu, bæði í töluðu og rituðu máli
• Heiðarleiki, jákvæðni, glaðlyndi og kappsemi
Stórt, þekkt og öflugt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu vill finna hinn eina og sanna aðila til að leiða þjónustumál
fyrirtækisins á öllum snertiflötum við viðskiptavini.
Mikilvægt er að þú hafir mikla reynslu af innleiðingu þjónustustefnu og þjónustumenningar og af breytingastjórnun.
Þú munt sitja í framkvæmdastjórn félagsins og taka virkan þátt í stefnumótun. Til að geta tekið þetta mikilvæga
hlutverk að þér þarft þú að hafa reynslu, þekkingu, menntun, samskiptahæfni og sannfæringarkraft.
Helstu verkefni:
• Stýring þjónustumála á öllum snertiflötum
við viðskiptavini
• Innleiðing og viðhald þjónustustefnu
• Innleiðing og viðhald þjónustumenningar
• Þjónustumælingar og skilvirk eftirfylgni
og aðgerðir
• Heildarsýn yfir þjónustumál
• Breytingastjórnun
Forstöðumaður þjónustumála
- reynslubolti í þjónustu- og breytingastjórnun
www.talent.is | talent@talent.is
Sviðsstjóri þjónustusviðs
Ríkiskaup eru ráðgjafar- og þjónustustofnun
sem veitir opinberum stofnunum og
fyrirtækjum almenna þjónustu og ráðgjöf
á sviði innkaupa. Ríkiskaup annast einnig
beina framkvæmd útboða, innkaupa,
rammasamninga og eignasölu fyrir
ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki. Ríkiskaup
leggja metnað í að ætíð séu við störf vel
þjálfaðir og hæfir starfsmenn sem sinna starfi
sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.
Ríkiskaup eru eftirsóttur vinnustaður fyrir
metnaðarfulla einstaklinga með menntun,
reynslu og hæfni til að takast á við áhugaverð
og krefjandi verkefni.
Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á
heimasíðu hennar www.rikiskaup.is
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og viðskiptum er nauðsynleg
• Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla
• Reynsla af samningsgerð og útboðum er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Skipuleg, nákvæm og öguð vinnubrögð
• Almenn, góð tölvuþekking
• Gott vald í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu
norðulandamáli
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Dagleg stjórnun og rekstur þjónustusviðs
• Stjórnun og samræming þriggja teyma sem
bera ábyrgð á ráðgjöf, rammasamningum og
fræðslu/markaðsmálum
• Öflun verkefna með kynningum og fræðslu
• Umsjón með þróun og umbótum innan sviðsins
• Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini
• Þátttaka í stefnumótun
Ríkiskaup óska eftir að ráða í starf sviðsstjóra þjónustusviðs. Þjónustusvið er nýtt eftir skipulagsbreytingar
og verður stærsta svið stofnunarinnar. Sviðið fæst við ráðgjöf á sviði opinberra innkaupa, framkvæmd
útboða, rekstur rammasamninga, fræðslu- og markaðsmál.
Sviðsstjóri tilheyrir stjórnendateymi fyrirtækisins og heyrir beint undir forstjóra. Starfið er fjölbreytt,
áhugavert og krefjandi. Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem er lipur í mannlegum
samskiptum.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
0
5
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
E
-B
2
B
8
1
8
A
E
-B
1
7
C
1
8
A
E
-B
0
4
0
1
8
A
E
-A
F
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
3
6
s
_
4
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K