Fréttablaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 46
Í fermingarblaði Fréttablaðsins sem kom út í síðasta mánuði var magn kakós í uppskrift Guðríð- ar Margrétar Jóhannsdóttur mis- ritað. Uppskriftin er birt rétt hér að neðan. Súkkulaðikaka 200 g sykur 200 g púðursykur 180 g smjör 3 egg 300 g hveiti 1 ½ tsk. matarsódi 1 ½ tsk. lyftiduft 40 g kakó 270 ml mjólk (svolítið eftir tilfinningu líka) Ef vill má bæta við kúlusúkki, skera það niður í smærri bita og setja í kökuna. Hrærið saman sykri, púðursykri og smjöri þar til ljóst og létt, eggj- unum svo bætt út í. Öll þurrefni sett út í skálina og hrært saman og mjólkinni bætt rólega við. Ef notað er kúlusúkk er best að hræra það saman við deigið með sleikju. Kakan er bökuð við 180°C hita á blæstri í um það bil 25 mín- útur (fylgist með og bætið við tíma ef þarf). krem 500 g flórsykur 50 g kakó 1 egg 90 g brætt smjör 2 tsk. vanilludropar 1 espresso-bolli (ef vill) Ef kremið er of þykkt má þynna smátt og smátt með mjólk (um það bil 4 msk.) Allt sett saman í skál nema kaffið. Hrært smá saman og kaffinu svo bætt við eftir smekk. Gott er að skella kökunni aðeins inn í ís- skap áður en kremið er sett á, í svona fimmtán mínútur. Þá flagnar hún ekki og það er auðveldara að smyrja kreminu á og kakan verð- ur fallegri. Best er að hafa kremið þykkt og má bæta meiri flórsykri í ef það er of þunnt en svo virkar líka að láta það standa aðeins í um fimm mínútur. Dásamleg súkkulaðikaka Flestir ættu að geta fundið sér eitt­ hvað við sitt hæfi um helgina til að bardúsa enda nóg um að vera á höfuð borgarsvæðinu. Ekki er verra þegar hægt er að upplifa og njóta án þess að þurfa að taka upp vesk­ ið. Hér má sjá helstu viðburði sem verða í gangi í dag og á morgun og frítt er inn á. Maginn Mettaður Stærsti matarmarkaður landsins, Matarmarkaður Búrsins, verður haldinn í sjötta sinn í Hörpu í dag og á morgun á milli klukkan ellefu og fimm. Að sögn verður markað­ urinn súr, sætur og safaríkur en þar munu yfir 45 framleiðendur koma víðsvegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks. Matur verður í algjöru aðalhlut­ verki í Hörpu í dag og þar verður matreiðslumaður Food and Fun hátíðarinnar krýndur en hátíðin hefur staðið yfir síðan á miðviku­ dag og nær hámarki í dag. Keppn­ in er opin almenningi og allir eru velkomnir til að fylgjast með kepp­ endum undirbúa rétti sína. Marg­ ir veitingastaðanna sem taka þátt í Food and Fun verða með fulltrúa í Hörpu og munu þeir bjóða upp á smakk af þeim matseðli sem verð­ ur í gangi á hverjum stað í tilefni hátíðarinnar. Bækur krydda lífið Gestum matarhátíðarinnar í Hörpu verður ekki einungis boðið upp á mat heldur verður dagskráin þar krydduð með upplestri og höfunda­ spjalli á morgun á milli tvö og fjög­ ur. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Penninn Eymundsson taka höndum saman og bjóða gest­ um hússins að hlýða á átta rithöf­ unda spjalla um verk sín við sjón­ varpsmanninn Egil Helgason. Þetta verður létt og skemmtilegt spjall og upplestur og gott tækifæri til að sjá hvað er í boði í bókaútgáfu fyrstu mánuði ársins, hitta ný skáld sem eru að stíga fram á ritvöllinn og hlýða á fjölbreyttan upplestur. Mynda- og ferMingarSýning Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af mat geta kíkt á sýningu Blaða­ ljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2015 sem verður opnuð í dag klukkan þrjú í Perlunni. Á sýningunni eru að þessu sinni 82 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr rúmlega níu hundruð myndum 32 blaðaljósmyndara. Fermingarbörn fyrr og síðar gætu haft gaman af því að skoða sýninguna „Í fullorðinna manna tölu“ í Borgarbókasafninu Kringl­ unni. Á sýningunni má sjá ýmis legt tengt fermingunni eins og fatnað, gjafir, skraut og annað. Auk þess verður brugðið upp fermingar­ myndum af rithöfundum sem tengj­ ast hverfinu og orðum þeirra um ferminguna. HáSkóladagurinn Fyrir þá sem langar að virkja heila­ sellurnar er tilvalið að kíkja á Há­ skóladaginn en sjö háskólar lands­ ins kynna yfir fimm hundruð náms­ brautir í Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Ís­ lands í dag frá klukkan tólf til fjög­ ur. Fyrir utan að geta kynnt sér allt háskólanám í boði má finna sér ýmis legt til skemmtunar á Háskóla­ daginn. Meðal annars verður opið hús í Vísindasmiðju HÍ en nú er búið að stækka Vísindasmiðjuna og bæta við myrkraherbergi. Þar verða ljósaleikir, ljósalistir og ljósadýrð. Einnig stendur börnum og ungling­ um til boða að sækja örnámskeið í tæknilegói, forritun og vefsíðugerð í HR. fyrir krakkana Krakkarnir geta svo haft meira fyrir stafni á morgun því hægt er að taka þátt í tilraunanámskeiði í tónlistarsköpun í Mengi og fara í krakkajóga með leikkonunni og jógakennaranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur á Kexi hosteli. ókeypiS uM Helgina Það verður nóg um að vera um helgina fyrir stóra sem smáa og hvort sem ætlunin er að rækta líkama eða sál. Helgin ætti að verða mataráhugafólki sérstaklega eftirminnileg. Vel hefur verið mætt á Matarmarkaði Búrsins í gegnum tíðina og fólk látið vel af. MYND/HELGA BJÖRNSDÓTTIR Einföld en ljúffeng súkkulaðikaka sem Guðríður Margrét gefur uppskrift að. commaIceland Smáralind TILBOÐSDAGAR TÖFF FYRIR VEISLUNA 5 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 0 5 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 3 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A E -C 6 7 8 1 8 A E -C 5 3 C 1 8 A E -C 4 0 0 1 8 A E -C 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 3 6 s _ 4 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.