Fréttablaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 28
Það myndast svo mikil stemming á markaðnum og það er ekki síður það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Hlédís Sveinsdóttir. Hún, ásamt Eirnýju Sigurðardóttur, stendur fyrir Matarmarkaði Búrsins sem haldinn er í Hörpu um helgina. Markaðurinn var haldinn fyrst fyrir fimm árum og hefur vaxið töluvert síðan þá. Fyrst var hann haldinn í litlu tjaldi fyrir utan sælkeraverslun- ina Búrið en verður núna haldinn í áttunda sinn í Hörpu. „Núna eru þetta um 50 framleiðendur sem taka þátt en þeir voru fimmtán fyrst. Þetta hefur stækkað hratt, þegar við fórum fyrst að tala um þetta þá fannst okkur vanta þessa matarmarkaðsstemn- ingu á Íslandi. Við kýldum bara á þetta og héldum fyrsta markaðinn fimm dögum seinna. Okkur óraði ekki fyrir því þá að þetta myndi stækka svona fljótt,“ segir Hlédís. Á matarmarkaðnum gefst fólki kostur á að kaupa vöru beint af fram- leiðenda. Allar vörur sem seldar eru á markaðnum eru framleiddar hér á landi. Ýmislegt verður til sölu; kjöt, fiskur, brauð, konfekt, brjóstsykur og krydd, svo eitthvað sé nefnt. „Þor- grímur á Erpsstöðum er til dæmis að selja, hann býr sjálfur til ís sem hann selur í brauðformi á markaðnum. Ómar frá Hornafirði verður líka þarna en hann veiðir sjálfur, verkar, reykir og selur svo fiskinn,“ segir Hlédís en framleiðendum sem taka þátt hefur fjölgað mikið. „Það er mis- munandi hvaða framleiðendur taka þátt hverju sinni og nú er fólk farið að mæta til að kaupa eitthvað sem það keypti á síðasta markaði.“ Hlédís segir aukna vitund vera um að kaupa beint frá býli, vörur sem þú veist hvaðan koma og hvað er í þeim. „Það er okkar að uppfræða næstu kynslóð. Það skiptir máli hvernig er farið með skepnuna. Það er margt í þessu sem við þurfum að huga að. Við viljum endilega hvetja fólk til að koma með börn á markaðinn. Leyfa þeim að upplifa, smakka og ræða við þau um uppruna og innihald matar. Við stoppum t.d. ekki matarsóun nema að kenna þeim að bera meiri virðingu fyrir matnum.“ Matarmarkaðurinn er opinn bæði laugardag og sunnudag frá kl. 11-16 og aðgangur er ókeypis. Matur beint frá býli í Hörpu Matarmarkaður Búrsins fer fram í Hörpu um helgina. Um fimmtíu framleiðendur selja vörur sínar milliliðalaust. Aðstandendur vilja hvetja fólk til að mæta með börn á markaðinn og leyfa þeim að kynnast uppruna vörunnar. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 8BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM VÖRUM! VINNUR ÞÚ FIËSTA GO HLJÓÐK ERFI HEPPIN N FACEB OOK VIN UR VINNUR FIËSTA GO FRÁ TRU ST EINA SE M ÞARF AÐ GERA ER AÐ TE LJA PÁS KA- KANÍNUR Í NÝJA BÆKLIN G- NUM OK KAR OG SMELLA SVARINU Á FACEB OOK SÍÐU TÖL VUTEK VORU M AÐ OPNA NÝJA LEIKJ ADEIL D Í HAL LARM ÚLAN UM Þær Eirný og Hlédís héldu fyrsta matarmarkaðinn fyrir um fimm árum. Síðan þá hefur hann vaxið mikið og farið frá því að vera haldinn í litlu tjaldi yfir í að vera í Hörpunni. Fréttablaðið/StEFán Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 5 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð helgin 0 5 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 3 6 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A E -8 1 5 8 1 8 A E -8 0 1 C 1 8 A E -7 E E 0 1 8 A E -7 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 3 6 s _ 4 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.