Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Page 2
2 FIMMTUPAGUB 8. NÖVEMBER 2007 Handtekinn vegna barnakláms Lögreglan á Vestfjörðum hef- ur lagt hald á fartölvu hjá ungum manni vegna gruns um að þar sé að finna klámfengnar myndir af börnum. Maðurinn var handtek- inn vegna málsins en að loknum yfirheyrslum var honum sleppt. 1 tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að málið sé enn á rannsóknarstigi en næstu daga munu fara fram rannsóknir á innihaldi og umfangi hins ætl- aða ólöglega efnis. Grunur um vörslu á þessu ólöglega mynd- efni vaknaði þegar athugulir net- tengdir tölvunotendur urðu þess varir að verið var að bjóða mynd- efni í gegnum netið. Sagaði af sér litla fingur Lögreglan á Selfossi fékk í gær tilkynningu um vinnuslys í tré- smiðju í Þorlákshöfn. Þar hafði tæplega þrítugur karlmaður orðið fyrir því óláni að saga af sér litla fingur hægri handar. Lögreglunni var tilkynnt um slysið klukkan 13.30 en maðurinn hafði verið að saga spítu með borðsög. Eftir stutta Ieit fannst fingur manns- ins rúma fjóra metra frá söginni. Maðurinn var fluttur á Heilbrigð- isstofhun Suðurlands en þaðan með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans. Rannsókn á Lúkasarmáli hafin „Það erbyrjað að rannsaka málið en þetta er umfangsmik- il rannsókn. Það eru nokkuð margir sem hafa verið kærðir og þetta er frekar mikil tölvuvinna," segir Karl Vilbergsson, lögfræð- ingur hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Karl seg- ist ekki geta sagt til um hvenær rannsókn á málinu lýkur. Helgi Rafn Brynjarsson, sá hinn sami og var gefið að sök að hafa drepið hundinn Lúkas, kærði fjölmarga einstaklinga vegna ærumeiðinga í kjölfarið. Lúkas fannst þó heill á húfi nokkrum vikum síðar. Skautafélagið fékk hæsta styrk Skautafélag Reykjavíkur fékk hæsta styrkinn sem Afrekssjóð- ur SPRON og ÍBR úthlutaði í gær. Styrkurinn nam 420 þús- und krónum og er til kominn vegna keppnis- og æfingaferða landsliðsmanna úr félaginu. Alls voru afhentir styrkir upp á fimm milljónir króna til 32 verkefna. Samtals sóttu 50 um styrki úr sjóðnum og fékk því vel rúmlega helmingur styrk. Fjöldi Pólverja býr saman í íbúð í fjölbýlishúsi við Arnarhraun í Hafnarfirði. Nýverið endaði drykkjuskapur þeirra í blóðugum hópslagsmálum á stigaganginum. Þorsteinn I. Hjálmarsson, einn ibúa hússins, segir íbúana logandi hrædda við villimennskuna og að kæra sé í undirbúningi. /tm* <4 TRAUSTI HAFSTEINSSON bladomadur skrifar: trausthpdv.is Á annan tug Pólverja slóst með hnífum og slökkvitækjum í stiga- gangi fjölbýlishússins á Arnar- hrauni 4-6 í Hafnarfirði nýverið. Allir búa þeir í sömu 110 fermetra íbúðinni í húsinu og voru að eig- in sögn að halda upp á sameigin- legt afmæli tveggja íbúanna með tilheyrandi áfengisdrykkju. Teitin endaði í hópslagmálum og að þeim loknum leit stigagangurinn út eins og vígvöllur. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu að tvívegis hafi hún verið kölluð til vegna óláta og slagsmála Pólverj- anna. Bæði útköllin voru laugar- dagskvöldið 27. október, það fyrra „Hér búa meðal ann- ars barnafjölskyldur og eldra fólk sem er log- andi hrætt." klukkan 21.44 og síðara 22.34. Lögreglumenn af hverfisstöðinni í Hafnarfirði lentu í samskiptaörðug- leikum við óeirðaseggina þar sem enginn í þeirra hópi talaði ensku eða íslensku. í vörslu lögreglunn- ar er fjöldi mynda sem teknar voru í húsinu og sýna blóðugan stiga- gang. Mennirnir slógust með slökkvi- tækjum, hnífum og bareflum. Blóð uppi um alla veggi Þorsteinn I. Hjálmarsson, einn íbúanna á Arnarhrauni 4-6, varð vitni að blóðugum slagsmálunum og lýsir hann stigaganginum sem blóðugum vígvelli að þeim loknum. Hann segir íbúa hússins logandi hrædda. „Hjá þeim er alltaf blinda- fyllirí um helgar sem endaði núna í hópslagsmálum á stigaganginum. Þeir slógust hér með slökkvitækjum og bareflum ýmiss konar með þess- um afleiðingum. Hér var blóð uppi um alla veggi," segir Þorsteinn. „Þetta hefur verið skelfilegt og óbærilegt ástand í húsinu. Ég full- yrði að algjör ótti ríki meðal íbúanna og fólk þorir varla út um helgar. Þeir haga sér eins og villimenn. Hér búa meðal annars barnafjölskyldur og eldra fólk sem er logandi hrætt." Kæra í undirbúningi Pólverjarnir eru hér á landi á veg- um verktakafyrirtækisins Lauffells og fyrirtækið er leigutaki íbúðarinn- ar. Að sögn íbúa hússins hafa mest verið 20 Pólverjar í íbúðinni í einu sem telst sem 4 til 5 herbergja. Þeg- ar hópslagsmálin brutust út bjuggu þar 12 Pólverjar. Neyðarfundur var haldinn hjá húsfélaginu eftir slagsmálin og leigusali hefur.sagt upp leigusamn- ingi við Lauffeíl. Þorsteinn segir að upphaflega hafi fýrirtækið ætlað að hafa íbúðina undir örfáa verkstjóra þess. „í íbúðinni hafa mest verið 20 manns í einu og húsgögnum ýtt til hliðar. Okkur íbúunum hefur nánast verið haldið í gíslingu á okkar eigin heimilum af ótta við villimennsk- una. Lögreglan hefur hvatt okkur til að halda málinu áfram og leggja fram kærur vegna slagsmálanna og skemmda. Það stendur til hjá okkur að gera það," segir Þorsteinn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í neinn talsmann Lauffells við vinnslu fréttarinnar. Tekist á um efnahagsstjórn og stýrivexti á Alþingi i gær: Evrópuaðild ereina leiðin að mati Geirs Geir Haarde forsætisráð- herra sagði á Alþingi í gær að að- ild að Evrópusambandinu væri eina raunhæfa leiðin til þess að koma í veg fyrir verðbólgu á ís- landi. Þetta sagði Geir í svari til Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem gagn- rýndi ríkisstjórnina harðlega fyr- ir sinnuleysi í peningamálum. „Peningastefnan er tilraunaverk- efni," sagði Guðni. „Ríkisstjórnin er ráðþrota." Geir þótti gagnrýni Guðna und- arleg. Þeir hefðu fyrir skemmstu setið saman í ríkisstjórn og unn- ið samhent að því að ná snerti- lendingu fyrir íslenskt efnahagslíf. „Ég tel ekki að Guðna Ágústssyni hugnist sú lausn að ganga í Evr- ópusambandið. Mér hugnast hún ekki heldur," sagði Geir. Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, sagði að atvinnulífið hefði varað við hversu háir stýri- vextirnir voru þegar þeir voru mun lægri en nú. Jón skipaði sér í flokk með þeim sem undrast ákvörðun Seðlabankans. „Það er vandfund- ið hvað réði ákvörðun Seðlabank- ans," sagði Jón Magnússon. Mistök Seðlabankans urðu til þess að peningar í umferð juk- ust um eitt hundrað milljarða á tólf mánuðum, sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Katrín Jakobs- dóttir, vinstri grænum, sagði að verið væri að búa til tvö hagkerfi í landinu. Annað fýrir landsbyggð- ina og hitt fyrir höfuðborgar- svæðið. Með hækkun vaxta blæði landsbyggðinni þar sem íbúar þar hafi ekki sömu möguleika til að koma sér undan háum vöxtum, sem hækka með ákvörðun Seðla- bankans. Fjármálaráðherra spurði hvað annað væri hægt að gera til að halda aftur af hagvexti eða verðbólgu. „Hitt tækið er ríkisfjármálin," sagði Árni M. Mathiesen. „Er nóg gert í þeim efnum? Það er sjálfsagt að skoða það. Fjárfesting hins opinbera hefur hækkað, en lítið milli 2005 og 2006 og var rétt um helmingur þess sem var á árunum á undan. Framlag rík- isins til að halda aftur af verðbólgu er síst minna en Seðlabankans," sagði ráðherrann. Deilt um hagstjórn Guðni og Geir eru sammála um að ekki komi til greina að ganga í Evrópusam- bandið. Geir segir engu að síður að í aðild felist lausn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.