Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007
~\
Fréttir DV
SEX HUNDRUÐ 0G FIMM
Næturaðgerð Almennir
borgarar hafa ekki farið
varhluta af átökunum.
Engum blöðum er um það að fletta að
mannfall meðal írakskra borgara hefur
verið gífurlegt frá því innrás var gerð í
landið árið 2003. Tölurnar sem hingað til
hafa heyrst í því sambandi hafa verið á
bilinu þrjátíu þúsund til fimmtíu þús-
und manns. Niðurstaða könnunar sem
nýlega var birt opinberar aðrar og mun
hærri tölur.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamadur skrifar: kolbeiniu&dv.ls
Á sama tíma og yfirvöld í Wash-
ington halda því fram að mannfall
meðal íröksku þjóðarinnar, frá því
innrás Breta og Bandaríkjamanna
hófst árið 2003, sé um þrjátíu þús-
und og samtökin Iraq Body Count
segja mannfallið gróflega áætlað
um fimmtíu þúsund, segir skýrsla
sem birt var snemma í ár að þær
tölur séu fjarri sanni.
Samkvæmt könnuninni sem
skýrslan byggir á hafa um sex
hundruð og fimmtíu þúsund
íraka látið lífið vegna stríðsins í
landinu með beinum eða óbein-
um hætti. Hópur bandarískra og
írakskra farsóttafræðinga stóð að
könnuninni og fór hún fram með
þeim hætti að heimsótt voru 1.849
heimili, sem valin voru af handa-
hófi, og einn fjölskyldumeðlimur
hvers heimilis spurður hve marg-
ir fjölskyldumeðlimir hefðu dáið
árið fyrir innrásina og hve marg-
ir fyrstu þrjú árin eftir innrásina.
I áttatíu og sjö prósentum tilvika
var beðið um dánarvottorð til að
staðfesta þær upplýsingar sem
fengust og var slíku vottorði fram-
vísað í níutíu og tveimur prósent-
um tilvika. Niðurstöðurnar voru
síðan heimfærðar upp á heildar-
íbúafjölda íraks og var niðurstað-
an sú að dauðsföllum hafði fjölgað
úr 5,5 á hverja þúsund íbúa, fyrir
innrás, upp í 13,3 á sama fjölda,
eftir innrás.
Stærsti hlutinn vegna ofbeldis
Könnunin leiddi einnig í ljós
að yfirgnæfandi meirihluti þess-
ara sex hundruð og fimmtíu þús-
unda dauðsfalla frá mars 2003 til
júlí 2006 var af völdum ofbeldis
eða átaka og tók til óbreyttra borg-
ara, uppreisnarmanna og írakskra
öryggissveita. Sjötíu og fimm pró-
sent látinna voru karlmenn. Ein-
ungis um fimmtíu þúsund dauðs-
föll tengdust ekki átökunum beint.
í þeim tilvikum var um að ræða
afleiðingar röskunar á heilbrigðis-
þjónustu, landflótta lækna, vatns-
skorts og laskaðra innviða samfé-
lagsins vegna stríðsins.
Þrjátíu og eitt prósent þeirra
rúmlega sex hundruð þúsunda
dauðsfalla sem eftir standa má
rekja beint til aðgerða bandalags-
herjanna, tuttugu og fjögur pró-
sent má rekja til „annarra" or-
saka og fjörutíu og fimm prósent
dauðsfalla voru af „óþekktum"
ástæðum.
Fimmtíu og sex prósent dauðs-
falla vegna ofbeldis eða átaka voru
af völdum byssuskota, þrettán
prósent vegna bílsprengja, fjór-
tán prósent vegna annars kon-
ar sprenginga og þrettán prósent
vegna loftárása.
Óbreyttir borgarar bera
þungann
Niðurstaða skýrsluhöfunda er
sú að í írak, líkt og annars staðar þar
sem stríða geisa, eru það óbreyttir
borgarar sem fyrst og fremst verða
illa úti. „Lengd átakanna og þeir
tugir milljóna manna sem þau bitna
á gera stríðið að mannskæðustu al-
þjóðlegu átökum 21. aldarinnar og
það ætti að vera öllum umhugsun-
arefni," segir í skýrslunni.
Fyrir tveimur árum gerðu sömu
aðilar og nú svipaða könnun, þeir
beittu sömu aðferðum, en úrtak-
ið var stærra. Niðurstaða þeirrar
könnunar var sú að um eitt hundr-
að þúsund frakar hefðu látið lífið
vegna styrjaldarinnar. Samkvæmt
niðurstöðum nýrri könnunarinnar
versnaði ástandið til mikilla muna
ffá 2004 til 2006. Báðar kannanirn-
ar voru gerðar af doktor Les Roberts
og John Hopkins-háskólinn í Balti-
more í Bandaríkjunum hafði yfir-
umsjón með þeim. Ef niðurstöð-
ur Les Roberts eru réttar hafa að
meðaltali fimm hundruð og sextíu
frakar látið lífið dag hvern frá því
innrásin var gerð, eða einn íraki á
þriggja mínútna fresti.
Mannskæðasta ár
Bandaríkjamanna
Stríðið í írak hefur kostað líf
átta hundruð fimmtíu og fjög-
urra bandarískra hermanna það
sem af er ári. Það gerir árið það
mannskæðasta fyrir Bandaríkin
frá því í mars 2003 þegar innrás-
in var gerð. Varnarmálaráðuneyt-
ið skrifar þetta mannfall á fjölgun
hernaðaraðgerða Bandaríkjahers
og á þá staðreynd að hermenn
hafi verið sýnilegri vegna átaks-
ins sem gert var fyrr á árinu. Þá
yfirgáfu hermenn öryggi stöðva
sinna og voru staðsettir í litlum
varðstöðvum og því ákjósanleg
skotmörk fyrir uppreisnarmenn.
Síðan þá hafa Bandaríkjamenn
skipt höfuðborginni, Bagdad, upp
með múrum og tekið upp strangt
eftirlit og hefur dregið verulega
úr mannfalli Bandaríkjamanna í
seinni tíð.
Heildarmannfall Bandaríkja-
manna síðan stríðið hófst er þrjú
þúsund átta hundruð fimmtíu og
átta. Ef sex hundruð og fimmtíu
þúsund írakar hafa látist á sama
tíma, sá fjöldi svarar til tveggja og
hálfrar prósentu íröksku þjóðarinn-
ar, sýnir það með óyggjandi hætti
að til að vera öruggur þar sem styrj-
öld er háð, er best að vera í hernum.
Það er kaldhæðnislegt.
Ýmis ljón eru í veginum í umsókn Tyrkja að Evrópusambandinu:
Tjáninqarfrelsi ábótavant
Sífellt fleiri málshöfðanir gegn
rithöfundum og fræðimönnum í
Tyrklandi eru ekki til þess fallnar að
auka líkurnar á fullri aðild lands-
ins að Evrópusambandinu. Þó eru
fleiri ljón í veginum því auk lítils ár-
angurs síðastliðið ár í þeim efnum
hefur yfirvöldum að auki mistek-
ist að binda endi á pyntingar, auka
réttindi minnihlutahópa og tryggja
tjáningarfrelsi.
Vonir Tyrkja standa til þess að
þjóðin fái aðild að Evrópusam-
bandinu árið 2020, ef það gengur
eftir yrðu Tyrkir stærsta aðildar-
þjóð sambandsins sé tekið mið af
fólksfjölgun þar í landi, en íbúa-
fjöldi landsins er nú um sjötíu
og ein milljón manns. Með aðild
Tyrklands fengi Evrópusamband-
ið landamæri að Sýrlandi, fran og
írak.
Blaðamaðurinn Hrant Dink Var sóttur
til saka ÍTyrklandifyrirskoðanirslnar.
Hann var myrtur í byrjun árs.
Gagnrýni á landið er lögbrot
Olli Rehn, framkvæmdastjóri
stækkunarsviðs Evrópusambands-
ins, sagði að það væri ekki ásætt-
anlegt að rithöfundar, fréttamenn,
fræðimenn og aðrir væru sóttir til
saka fyrir að láta í ljósi gagnrýna,
en ofbeldislausa skoðun. Þess hefur
verið krafist að grein 301 í tyrknesku
refsilöggjöfmni verði felld úr gildi.
Grein 301 hefur verið notuð í
málsókn gegn óskarsverðlauna-
hafanum Orhan Pamuk og, á sín-
um tíma, blaðamanninum Hrant
Dink, sem var myrtur, fyrir ummæli
þeirra um dráp Tyrkja á Armenum
snemma á tuttugustu öldinni.
f skýrslu Evrópusambandsins
segir að tyrknesk lög tryggi ekki að
fullu tjáningarfrelsi sem samræmist
evrópskum stöðlum og fjöldi þeirra
málshöfðana vegna þess hafi tvö-
faldast á milli áranna 2005 og 2006,
og enn meiri fjölgun á þessu ári.
Mehmet Ali Sahin, dómsmála-
ráðherra Tyrklands, sagði að unn-
ið væri að bragarbót vegna greinar
301 og á næstu dögum yrði frum-
varp að nýjum lögum lagt fyrir
þingið.
Fjöldamorð í Finnlandi
Pekka-Eric Auvinen, átján ára nem-
andi menntaskólans í Tuusula í
Finnlandi, myrti átta manns áður en
hann reyndi að binda endi á líf sitt.
Hann hafði varað við verknaðinum
á vefsíðu YouTube. Margir nem-
enda björguðu sér með því að flýja
út um glugga. Meðal þeirra látnu er
skólastjórinn. Ekki er enn vitað um
ástæður verknaðarins en samkvæmt
finnskum fjölmiðlum hafði hann
dálæti á Hitler og Stalín. Pekka-Eric
liggur nú þungt haldinn á sjúkra-
húsi.
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN