Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm.
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafrænu
formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóörituð.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040.
SANDKORN
■ Leitin að nýrri þulu Sjón-
varpsins í stað ELlýjar Ar-
manns stendur nú sem hæst
og fjöldinn
allur hefur
mætt í pruf-
ur. Þórhallur
Gunnarsson
dagskrár-
stjóri og Páll
Magnússon
útvarps-
stjóri munu
hafa rýnt í niðurstöður en það
gengur þó fremur illa að fá
hinar útvöldu til að festa sig á
þeim launum sem hið ríkis-
rekna hlutafélag vill greiða
þessum andlitum sjónvarps-
stöðvarinnar.
■ En það er glatt á hjalla hjá
Erni Árnasyni og þeim Spaug-
stofumönn-
um eftir að
íljós kom í
Capasent-
könnun að
um 53 pró-
sent lands-
manna
horfa á
Spaugstof-
una sem átt hefur í miklum
hremmingum eftir að Randver
Þorláksson var rekinn. Laug-
ardagslögin eiga ekki sama
gengi að fagna því áhorfið
hrynur um 10 prósentustig
þegar sá þáttur tekur við af
Spaugstofunni. Það þýðir að
30 þúsund manns standa upp
frá tækjunum eða skipta á aðra
stöð.
■ Geir Hilmar Haardc forsætís-
ráðherra er í vandræðum vegna
REI-máls-
ins sem á
rót sína að
rekja til Guð-
iaugs Þórs
Þórðarson-
ar heilbrigð-
isráðherra.
Geir vissi
lítíð þegar
Mogginn spurði um þá blogg-
færslu Björns Inga Hrafnssonar
að forsætisráðherra hefði verið
upplýstur um REI. Geir svaraði
að hann ætlaði ekki að tjá sig
um slúður. Síðan snerist honum
hugur og hann sagðist aðeins
hafa rætt lauslega við Vilhjálm
Þ. Villijálmsson borgarstjóra
í síma sem sagði honum upp
og ofan af yfirvofandi samruna
undir merkjum REI.
■ Því var haldið fram í Sandkorni
að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
lögfiæðingur hefði farið þess
á leit við ritstjóm vefmiðilsins
Vísis að nafn hans yrði afmáð
úr ákveðn-
um fréttum.
Þetta mun
ekki vera rétt
enVilhjálm-
ur fór þess á
leit að nafn
skjólstæð-
ings hans
yrðitekið
út úr fréttum um umfangsmildð
sakamál. Þar mun að vera um að
ræða spíttskútumálið á Fáskrúðs-
firði og einn þeirra sem var hand-
teldnn en sleppt þar. Óskar Hrafn
Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, mun
hafa harðneitað að verða við því.
LEIÐARI
SIGURJÓN M. EGILSSON RITSTJÓRISKRIFAR.
Segja má að mikið sé lagt á þjóðina með REI-málinu. Fátítt
er að önnur eins hringavitleysa verði til. ÖU framvindan
er lygasögu líkust og þegar er ljóst að sumir þeirra sem
léku aðalhlutverkin hafa sagt ósatt, hafa logið.
Enn eru menn að brenna sig á málinu. Fyrrverandi
meirihluti brann yflr vegna málsins og fyrrver-
andi borgarstjóri lauk þar aldarfjórðungsferli í
stjórnmálum. Með skömm. Núverandi borgar-
stóri hefur fengið eitt tækifæri til að brenna sig
á málinu eftir að hann tók við embættinu. Og
hann brenndi sig. Þegar umboðsmanni Alþing-
is var svarað láðist nýjum borgarstjóra að kalla
saman borgarráð til að fara yfir svörin sem um-
boðsmanni voru send. Eftir á segist hann hafa átt
að kalla saman fund. Skaðinn af REI-málinu ætlar
engan endi að taka. Engan.
Smjörklípa Björns Inga Hrafnssonar er þunn og áhrifa-
lítil. Það hefur ekkert með þetta mál að gera þótt Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson hafl sagt á fundi að hann hafl upplýst Geir H. Haar-
de forsætisráðherra um samruna REI og Geysis Green Energy.
Akkúrat ekkert. Einkum og sér í lagi þar sem margoft hefur kom-
ið fram að Vilhjálmur áttaði sig aldrei á málinu. Vissi ekki um
innihald þeirra gagna sem hann fékk og segist hafa lesið. Það er
.uid liörfiuimsl stjórnmálanianna cins og Svandisar.
þess vegna sem hann fer úr stjórnmálum rúinn trausti. Ekkert
er gerandi með smjörklípu Framsóknar. Smjörklípuaðferðin er
fín, en til að hún virki verður að beina sjónum fólks frá því sem
þarf að fela eða stoppa. Það gerir þessi smjörklípa ekki.
Vilhjálmur vissi ekkert sjálfur og þess vegna gat hann
ekki með nokkrum hætti hafa skýrt málið fyrir Geir,
eða nokkrum öðrum.
Hringavitleysan heldur áfram og mun gera það.
Endalaust upplýsist um eitthvað sem undrun
vekur. Eftir því sem málið verður skoðað bet-
ur er Ijóst að hringurinn þrengist og hann mun
þrengja svo að þeim sem fremstir fóru að ekk-
ert getur bjargað því að þeir hafl stigið sín síðustu
skref í stjórnmálunum.
Lengi vel leit út fyrir að Svandís Svavarsdóttir ætl-
aði að spila frá sér frábærri stöðu i málinu. Allt til að
trufla ekki Framsókn í leit að jafnvægi. Sem betur fer
er hún vandaðri stjórnmálamaður en svo. Meðan lítið fór fyrir
henni var hún að vinna og sanna að hún er ekki af sama sauða-
húsi og flestir karlarnir sem hafa komið að builinu öllu. Sem
betur fer, vegna þess að við þörfnumst stjónmálamanna eins og
Svandísar, ekki vegna skoðana hennar, frekar vegna heilinda.
Þeirra er þörf í íslenskum stjórnmálum.
EIN- EÐATV0FALDUR
GRÍMÞÓR
Merkilegt með Sjálfstæð-
isflokkinn," sagði vinur
minn, framsóknarmaður-
inn, um daginn.
Eflaust er hann ekki
einn um þá skoð-
un. Það er klárt.
Ég spurði samt
hvers vegna
hann væri að
hefja máls á því.
„Þegar formaður-
inn heitir Geir fer allt
upp í loft hjá þeim," sagði hann og
rifjaði upp átök Geirs Hallgríms-
sonar og Gunnars Thoroddsen á
árum áður. Og bætti við að nú væri
svo illa komið fyrir flokknum að
hann titri og skjálfi vegna borgar-
stjórnarflokksins. Sem hann sagði
aldrei hafa verið veikari en nú. „Oft
veitir lítil þúfa þungu hlassi," sagði
hann til áréttingar.
„Þetta er nú ekki svo slæmt," sagði
ég. „Geir hefur ágætis tök á þessu
öllu."
O, nei, ekki aldeilis," sagði
framsóknarmaðurinn og hóf
að fara með texta sem hann
kunni utanbókar: „Á frægum
kynningarfundi um sam-
runann í Stöðvarstjórahúsi
Orkuveitunnar, þar sem
saman voru komin meiri-
hlutinn í borgarstjórn
Reykjavíkur, yfirstjórn
OR og fulltrúar Akraness
og Borgarbyggðar, tilkynnti
borgarstjóri að samruninn hefði
þegar verið kynntur forsætisráð-
herra og honum litist vel á ráða-
haginn."
„Hvaða ritningarlestur var þetta
eiginlega?" spurði ég.
Ekki stóð á svarinu. Þetta
var nýjasta innlegg Björns
Inga Hrafnssonar til máls-
ins. Og framsóknarmað-
urinn sagði ekkert skipta
meira máli. Hann stendur
með sínum manni. Hefur
alltaf staðið með sínum
mönnum. Gegnum þunnt
og þykkt. Segist éta bæði
hrátt og soðið til að vernda
eininguna, hina heilugu framsókn-
areiningu. „Einingin er það sem er
best," segir hann jafnan þegar hann
tekur upp málstað Framsókn-
ar. „Einingin, væni minn,
einingin." Hann bætti við
og sagði að þetta sannaði
að Geir væri innviklað-
ur í málið og bæri á því
ábyrgð. Sagði Geir nánast
innvígðan og innmúraðan.
Þetta er ekki rétt," reyndi ég
að segja. „Ef Vilhjálmur, sem
þá var borgarstjóri, kynnti
samrunann fyrir Geir breytir það
varla miklu. Vilhjálmur vissi ekkert
hvað hann var að samþykkja og það
sem hann sagði Geir var kannski
eitthvað allt annað en það sem aðr-
ir voru að tala um. Allavega vissi
Villi ekkert um það sem mestu
skipti. Hann bara gerði það
ekki og gat þess vegna ekki
kynnt málið svo sómi væri
að. Ekki rétt?"
ú, kannski má segja
það," sagði framsókn-
armaðurinn og gerð-
ist dóriálegur. „Villi virkaði sem
hann væri svo einfaldur," sagði
hann, en bætti svo við að senni-
lega væri betra að vera einfaldur en
tvöfaldur, stóð upp og fór án þess
að kveðja.
DOMSTOLL GOTUIVIVAR
ER ÖRYGGI Á KEFLAVÍKURFLUGVELLIÁBÓTAVAMT?
„Ég er alveg rólegur yfir þessu. Ég held
að þaö sé ekkl ástæða til að hafa miklar
áhyggjur."
Guðmundur Halldórsson, 55 ára
rannsóknarstjóri hjá Landgraeðslu
ríkisins
„Það mætti alveg skoða þessi mál
betur. Mér finnst þó helst vanta sal (
Leifsstöð með útsýni yfir völlinn fyrir þá
sem eru að sækja eða koma með
farþega."
Guðríður Haraldsdóttir, 49 ára
aðstoðarritstjóri Vikunnar
„Ég tel það vera miðað við það sem
hefur komið fram (fjölmiðlum. Best
væri að auka við mannfjöldann."
Henný Rós Guðsteinsdóttir, 47 ára
hjá Sinfóníuhljómsveit fslands
„Ég held að það þurfi að endurskoða
þessi mál. Þeir eru v(st að því og mér
finnst ástæða til að halda því áfram."
Erla Blandon, 77 ára húsmóðir
og ellilífeyrisþegi