Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 13
oéísnmVi
rrir>r onoun\/AM o ni O *OI
\0G£ 83SM3VOI/i .8 nUDÁCJUTMMIn
Friðrik J. Jónsson hefur átt marga
bíla í gegnum tíöina. Þrátt fyrir að
vera 89 ára hefur Friðrik nýlega fest
kaup á glænýjum Subaru Impreza og
er hæstánægður með þessa nýju fjár-
festingu. Friðrik segist alltaf hafa
hugsað vel um þá bíla sem hann hefur
átt og hefur gaman af því að þrífa þá.
'Suberu.ls
i*J •„> ÍLí,'*',! .
Mynd Ragnhildur Aöalsteinsdóttir
Eg er hálfgerður bfladellu-
maður. Ég hef ekki gert mik-
ið af því að kaupa mjög gamla
bfla, sá elsti var sex ára að mig
minnir," segir Friðik J. Jóns-
son spurður um nýleg viðskipti en
hann keypti sér glænýjan Subaru Im-
preza á dögunum. „Já, já, 2008 mód-
el. Ég er á undan samtímanum," seg-
ir bfladellumaðurinn Friðrik. „Ég hef
átt marga bfla í gegnum tíðina enda
orðinn þetta gamall. Ég hef ekki tölu
á því hvað þeir eru margir." Hvað er
það sem einkennir Friðrik sem bfla-
eiganda? „Ég er einn af þeim sem
reyna að hirða sæmflega vel um bfl-
ana mína. Einn nágranni minn, sem
nú er reyndar látinn, var hjartveikur
maður og átti erfitt með að hreyfa sig.
En svo fór ég að taka eftir því að hann
hafði oft fýrir því að færa bflinn sinn á
bflastæðinu fyrir framan blokkina við
hliðina á bflnum mínum. Eitt sinn
þegar ég var á bflaplaninu heyrði ég
hann vera að spjalla við kunningja
sinn. Hann sagði: „Ég legg nú alltaf
bflnum mínum við hliðina á bflnum
hans Friðriks því hann er alltaf svo
hreinn.""
Atvinnubílstjóri
Friðrik vann lengi vel sem rútu-
bflstjóri, vörubflstjóri og ökukenn-
ari. „Eitt sinn var ég á leið með hóp
af fólki á leið á dansleik á Kópaskeri.
Ég lagði rútunni fýrir framan Kaupfé-
lagið og þá kom aðsvífandi maður og
sagði: „Hvur andskoti! Eru ekki rúð-
ur í bflnum?" Svo rak hann höndina
beint á rúðuna. Rúðan var bara svona
hrein," segir Friðrik hlæjandi, „það er
eins gott að hann fór ekld í gegn!"
Þar sem Friðrik var alltaf á ferðinni
þar sem hann vann við að keyra bfla
hafði hann ekki eins milda þörf á því
að eignast einn slíkan. „Fyrsti bfllinn
sem ég átti var Ford Junior '46 módel.
Ég átti hann með öðrum manni því
ég þurfti ekki að nota hann það mik-
ið. Svo keypti ég mér notaðan Will-
is-jeppa sem ég keypti af Kennedy-
bræðrum á Akureyri. Þetta var ansi
fi'nn bfll með eikaryfirbyggingu. Eikin
var þó oft til vandræða því hún vildi
grána helst til of mikið og það er mik-
ið verk að skafa skítinn upp til að hafa
þetta fi'nt." Friðrik segist ekki skreyta
bfla sína. Hann vill hafa þetta einfalt.
En hlustar Friðrik á útvarpið á meðan
hann keyrir? „Já, það truflar mig ekk-
ert. Ég hlusta líka á geisladiska. Það er
ekkert hægt að fá spólur nú til dags."
Veiti trukki
Friðrik segist alltaf hafa verið ör-
uggur bflstjóri sem virðir hraðatak-
mörk. „Ég hef aldrei verið tekinn fyr-
ir ofhraðan akstur. Ég reyni nú samt
að passa mig á að vera ekki að hægja
á umferðinni. Ég hef verið heppinn í
gegnum tíðina í umferðinni og lent í
fáum óhöppum. Þó velti ég einu sinni
trukki í nánd við prestsetur. Það var
mikill snjór svo lendingin var mjúk.
Mér þótti þetta nú enginn heiður
en séra Páll Þorleifsson, sem þá var
prestur á setrinu, sagði við mig, ef-
laust til að hughreista mig, að menn
væru aldrei búnir með meiraprófið
fýrr en þeir væru búnir að velta."
Þar sem stutt er síðan Friðrik tók
við lyklunum að nýja bflnum hef-
ur hann ekki mikla reynslu af hon-
um enn. „Ég er nú ekki búinn að
rúnta neitt af viti á honum. Ég bauð
nú konunni út í gærkvöldi en hún er
svo slæm í öðrum fætinum að hún
vildi heldur bíða aðeins," segir Friðrik
kampakátur að lokum.
berglind@dv.is