Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 Sport DV URSLITIGÆR MEISTARADEILD EVRÓPU E-rlðill Lyon - Stuttgart 4-2 1- 0 (6.) Ben Arfa, 2-0 (15.) Kallstrom, 2- 1 (16.) Gomez, 3-1 (37.) Ben Arfa, 3- 2 (56.) Gomez, 4-2 (90.) Juninho. Barcelona - Rangers 2-0 1-0 (6.) Henry, 2-0 (43.) Messi. Staðan Lið L U 1. Barcelona4 3 2. Rangers 4 2 3. Lyon 4 2 4. Stuttgart 4 0 J T M St 1 0 7:0 10 1 1 5:3 7 0 2 6:8 6 0 4 3:10 0 F-riðill Man. United - Dynamo Kyiv 4-0 1 -0 (31.) Pique, 2-0 (37.) Tevez, 3-0 (76.) Rooney, 4-0 (88.) Ronaldo. Sporting - Roma 2-2 0-1 (4.) Cassetti, 1-1 (22.) Liedson, 2-1 (64.) Liedson, 2-2 (89.) Polga sjálfsmark. Staðan Lið L U 1. Man. Utd 4 4 2. Roma 4 2 3. Sporting 4 1 4. D. Kyiv 4 0 J T M St 0 0 10:2 12 1 1 6:4 7 1 2 5:6 4 0 4 3:12 0 G-riðlll Inter - CSKA Moskva 4-2 0-1 (23.) Jó, 0-2 (31.) Love, 1 -2 (32.) Ibrahimovic, 2-2 (34.) Cambiasso, 3-2 (67.) Cambiasso, 4-2 (75.) Ibra- himovic. Fenerbahce - PSV 2-0 1-0 (28.) Marcellis sjálfsmark, 2-0 (30.) Semih. Staðan Lið L U 1. Inter 4 3 2. Fenerbah. 4 2 3. PSV 4 1 4. CSKA Mos.4 0 J T M St 0 1 8:4 9 2 0 5:2 8 1 2 2:5 4 1 3 6:10 1 H-riðill Steaua Bucuresti - Sevilla 0-2 0-1 (25.) Renato, 0-2 (65.) Renato. Slavia Prag - Arsenal 0-0 Staðan Lið L U 1. Arsenal 4 3 2. Sevilla 4 3 3. Slavia P. 4 1 4. Steaua B. 4 0 J T M St 1 0 11:0 10 0 1 8:6 9 1 2 4:12 4 0 4 2:7 0 I DAG Upptaka af leik Norwich og Ipswich frá því um síðustu helgi. 19:00 ENGLISH PREMIER LEAGUE Ensku mörkin Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Bestu leikir úrvalsdeildarinnar Bestu leikir úrvalsdeildarinnar Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnarfrá upphafi til dagsins í dag. Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Islandi. Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. 1-0 Thierry Henry skoraði fyrsta mark Barcelona. SKYLDUSIGUR BARCEL0NA VIÐAR GUÐJONSSON blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Barcelona-menn fengu óskabyrjun þegar Thierry Henry skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Ron- aldo sendi á Messi sem skallaði knöttinn fyrir markið á Henry sem renndi sér á boltann nánast á mark- línu. f sjónvarpsupptökum mátti sjá að Henry notaði höndina til þess að koma knettinum yfir línuna. Næstu mínútur héldu Barcelona- menn knettinum innan liðsins lang- tímum saman og hreinlega svæfðu Rangers-menn sem voru í eltingar- ieik allan tímann. Undir lok fyrri hálfleiks settu Bar- celona-menn aftur hraða í leikinn og eftir nokkuð stífar sóknarlotur bætti Lionel Messi við öðru marki. Ronaldinho og Messi spiluðu stutt þríhyrningaspil á milli sín. Ronald- inho skaut að marki en Mc Gregor í markinu varði vel. Messi kom síðan á siglingu og tók frákastið og skoraði. Rangers-menn áttu sér ekki mikla von þegar þeir komu inn í síðari hálf- leik en eins og Skota er siður neit- uðu þeir að gefast upp. Sóknarlotur þeirra voru hins vegar flestar kæfðar í fæðingu og lítið reyndi á þá Marqu- es, Thuram, Milito og Poyol í vörn Barcelona. Fátt markvert gerðist fyrri hluta seinni hálfleiks. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á á 71. mínútu og þar er gam- an að því að hann fái mínútur inni á vellinum eftir að forráðamenn liðs- ins höfðu látið hafa eftir sér að þeir teldu það vera mistök að hafa fengið Eið til liðsins. Iniesta fóra afvelli fyrir Eið sem náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Rangers átti sitt fyrsta skot á mark- ið á 81. mínútu og var það eftir auka- spyrnu frá Darcheville sem Valdés í markinu varði örugglega. Athygli vakti að Cesc Fabregas var á vellin- um og sat í stjórnendastúku. Síðustu mínútur leiksins leyfði Rijkaard fleiri varamönnum að spreyta sig og þar á meðal hinum unga Bojan sem margir eru spenntir fyrir enda mjög efnilegur leikmaður þar á ferð sem er með mjög svipað- ar hreyfmgar og Lionell Messi. Hann var nokkuð líflegur þær mínútur sem hann spilaði í leiknum. Lokatölur urðu 2-0 og mætti segja að sigurinn hafi verið auðveldur og sjaldan sem Rangers ógnaði marki Barcelona. Barcelona svo gott sem tryggði sig áfram í riðlinum með sigri. Walter Smith þjálfri Rangers var ánægður með leikinn þrátt fyrir tap- ið. „Þeir héldu boltanum og létu okkur hafa mikið fyrir því að vinna boltann. Öll lið munu lenda í vand- ræðum hér" segir Smith. Hann vildi ekki gagnrýna dómarann fyrir að sjá ekki að Henry skoraði mark sitt með hendi. „Ég horfi frekar á slæman varnarleik okkar en að kenna dóm- aranum um," segir Smith. Lyon á von Lyon sigraði Stuttgart 4-2 í bráð- fjörugum fótboltaleik og eygir liðið nú möguleika á því að komast áfram upp úr E-riðli. Fjörið byrjaði strax á 6. mínútu þegar Hatem Ben Arfa skoraði fyrsta markið. Lyon hélt áfram að pressa og Kim Kallström bætti við öðru marki á 15. mínúm. Þá vöknuðu þýsku meistararnir sem hafa ekkert get- að í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð. Þeir höfðu engu að tapa og eftir að þeir minnkuðu muninn á 16. mínútu hófu þeir stórsókn að marki Lyon næsm mínútur. Það var hins vegar eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Hatem Ben Arfa skor- aði öðru sinni fyrir Lyon. Smttgart- menn sóttu í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn með öðru marki Marios Gomes á 56. mínúm. Stutt- gart-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en með því að gera það hefðu þeir átt möguleika á sæti í UEFA-keppninni. Þeir náðu hins vegar ekki að jafna en þess í stað inn- siglaði Brasilíumaðurinn magnaði Juninho sigurinn með marki í upp- bótaru'ma. Lyon byrjaði ekki vel í Meistara- deildinni en hefur nú unnið tvo leik í röð og gefur það þeim tækifæri á að komast áfram úr riðlinum. Lyon hef- ur sex stig og Rangers átta en liðin mætast í Iokaumferð Meistaradeild- arinnar í Skotíandi. Inter Milan vann CSKA frá Moskvu 4-2 í G-riðli þrátt fyrir að lenda 2-0 undir: OTRULEGTIMILANO Eftir að hafa tapað fyrsta leikn- um í Meistaradeildinni hefur Inter Milan heldur betur tekið sig á. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og er svo gott sem komið áfram í 16 liða úrslit- in. Liðið lék við CSKA ff á Moskvu og vann 4-2. CSKA komst yfir 2-0 með mörk- um Jo og Wagner Love. Þar með pökkuðu CSKA-menn saman, þökk- uðu fyrir sig og buðu góða nótt. Int- er-menn girtu sig í brók og minnk- uðu muninn í 2-1 strax í næstu sókn og jöfnuðu þremur mínútum eftir að Love hafði komið CSKA í 2-0. Zlat- an Ibrahimovic og Esteban Cambi- asso skoruðu mörk Inter. Cambiasso skoraði annað mark sitt þegar 20 mínútur voru eftir, eftir hornspyrnu, og Ibrahimovic skoraði svo gull af marki þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þrumaði með hægri fæti í samskeytin, gjörsamlega óverj- andi fyrir Akinfeev, markvörð CSKA. Sigurinn er magnaður að því leyti að fjölmarga lykilmenn vantar í lið Inter vegna meiðsla. CSKA er fallið úr leik í Meistaradeildinni en á enn séns á að komast í UEFA-keppnina. í hinum leik riðilsins vann Fener- bahce hollenska liðið PSV 2-0. Fyrsta markið var sjálfsmark hjá Marcell- is eftir hálftíma leik. Síðara markið skoraði Semih Senturk eftir frábæra sókn. Tók þá léttan þríhyrning við Alex og skoraði með föstu skoti. Fen- erbahce var alltaf líklegra að bæta við en PSV að minnka muninn. Int- er og Fenerbahce eru nánast komin áfram í 16 liða úrslit. benni@dv.is Markahæstur Zlatan Ibrahlmovlc er markahæsti leikmaður keppninar með fjögur mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.