Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 21
DVUmræða FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007' : ;2Í SPURNIlNfGIlV HVAÐ KOMAST MARG- AR LÖGGUR FYRIR í HVERJUM GÁMI? „Við höfum rúmt um þá og það fær hver lögreglumaður einn gám fyrir sig,“ segir Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. IDVI gær varfrétt um húsnæðisvanda hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar þurfa lögreglumenn að láta sér lynda að starfa í gámabyggð og hefur embættið kvartað undan þröngum húsakosti. Ekki liggurfyrir hvenær húsnæðisvandinn leysist. DVFYRIR 25ÁRUM Hefur þú séð DV í dag? Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, var djúpt sokkinn í lestur DV [ Alþingissalnum í gær. DV-MYNDStefán MYNDIN Slappleiki frétta Fullt var út úr dyrum á pressu- kvöldi Blaðamannafélagsins síðastlið- ið mánudagskvöld þar sem rædd var markaðsvæðing fjölmiðla til góðs eða ills. Á yfirborðinu virðist málið ein- falt. Árið 2007 eru íslensldr fjölmiðl- ar markaðsvæddir og lúta fyrst og fremst lögmálum viðskiptalífsins um arðsaman rekstur og hagsmuni hlut- hafa. Á þessu er Ríkisútvarpið undan- tekning sem engu að síður hefur verið markaðsvætt. Lýðræði er blaðamönnum einn- ig hugleikið eins og yfirskrift þings ÁJþjóðasambands blaðamanna í Moskvu í lok maí síðastliðins ber vott um: „Að skrifa fféttir í þágu lýðræðis- ins." Þar var haft eftir Christopher War- ren, forseta sambandsins, að eitt mikil- vægasta hiutverk blaðamanna væri að skrifa fréttir til að lýðræðið gæti virkað. Það væri einmitt það sem blaðamenn gerðu best. Lýðræðisást blaðamanna Hvemig skyldi markaðsvæðingfjöl- miðla fara saman við ást blaðamanna á lýðræði? Spyrja má hvenær þeir hafi teldð að sér sérstaka boðun lýðræðis- ins undir vemdarvæng auðkýfinga og stórfyrirtækja sem eiga þá fjölmiðla sem einhverju máli skipta? Tony Benn, einn þekktasti leiðtogi breska Verkamannaflokksins á seinni hluta síðustu aldar, segir að það eina sem auðkýfingar og stórfyrirtæki óttist í markaðsvæddum heimi sé lýðræðið sjálft. Kannski er auðmönnunum því eins gott að gefa blaðamönnum í sinni þjónustu tækifæri til þess að grafast fyrir um sannleikann, sýna borgumn- „Hvernig skyldi markaðsvæðing fjöl- miðla fara saman við ást blaðamanna á lýðræði? Spyrja má hvenær þeir hafi tekið að sér sér- staka boðun lýðræðisins undir verndarvæng auð- kýfmga og stórfyrirtækja semeigaþá fjölmiðla sem einhverju máli skiptaV' JÓHANN HAUKSSON fjölmidlamaður skrifar um hollustu í skrifum sínum, leita að staðfestingum, vera sjálfstæðir gagn- vart viðfangsefninu, vera óháðir vakt- menn valdsins og fylgja eigin sam- visku. Ef sú er raunin, að ritstjórnir fjölmiðla og blaðamennirnir sjálfir fái að sinna þessum dyggðum hefðbund- innar blaðamennsku með sjálfstæðum hætti, er varla nein hætta á ferðum. Til em þeir sem engar áhyggjur hafa og telja að íslenskir fféttamiðl- ar og rannsóknarblaðamennska sé stæltari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Þessu er auðvelt að andmæla. Ekki vegna þess að blaðamennskan sé lé- legri en áður heldur vegna þess að hún heldur ekki í við þróun þjóðfélags á fleygiferð. Hvað um þaulhugsaða hagsmunagæslu stórfyrirtækja í krafti rándýrra upplýsingadeilda? Hvað um sannleika sem breytt er í sannhTd (disinformation)? Hvað um það sem kallað er skemmtanavæðing fréttaefn- is og forheimskun fjölmiðlunar? Hvað um spunameistara samtímans? Hvað um leiksvið stórfyrirtækja og alþjóða- samvinnu sem að hálfu leyti er utan landsteinanna? Ráða fréttamiðlamir við þetta? Lýðræðið og stórfyrirtækin Það er villukenning að halda því ff am að auðkýfingar og fjársterk hluta- félög hætti fé í fjölmiðlarekstri af ást á lýðræðinu þótt á því kunni að vera undantekningar. Enda sldlja auðmenn í fákeppnisþjóðfélagi sig varla sem sér- staka varðmenn lýðræðisins. Lýðræði buddunnar og atkvæðið sem greitt er með henni er það sem skiptir þá máli. Samruni REI og Geysis Green En- ergy sýnir okkur ef til vill undir eitt homið á teppinu í þeim efrium. Það er ljóslifandi dæmi um átök almanna- hagsmuna og voldugra sérhagsmuna. Átök í sambúð lýðkjörinna fúlltrúa og stjómenda stórfyrirtælq'anna. Sá grun- ur læðist að, að undir yfirborðinu hafi á síðustu misserum mótast hugmynd- ir í þröngum hópum auðkýfinga og stjórnenda stórfyrirtækja annars veg- ar og nokkurra stjómmálamanna og embættismanna hins vegar um að grafa undan staðfestunni um sameign eða þjóðareign á orkulindum þjóðar- innar með það fyrir augum að koma þeim í einkaeign. Ef þessu er þannig varið má spyrja: Em stórfyrirtæld með aukin völd líkleg til þess að standa sérstakan vörð um lýðræðið, til dæmis í gegnum fjölmiðla sem þeir eiga og reka? Ætti þeim að vera sérstaklega þóknanlegt ef blaða- og fréttamenn á launum í þeirra eigin fyrirtækjum upplýsa um tilraunir stór- kapítalsins til þess að hafa orkulind- imar af almenningi? Kannski er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af slappleika fjölmiðl- anna eins og Jón Ólafsson, prófessor á sagði á pressukvöldin AFMÆLISBÖRN DAGSINS FIMMTUDAGURINN 8. NOVEMBER 2007 60ÁRA BIRGIR KARLSS0N, Bakkastöðum 5, Reykjavlk. BJÖRN ANT0NSS0N, Kirkjuvöllum 9, Hafnarfjörður. EGILLBENEDIKTSSON, Stórholti 9, Isatjörður. EINAR H SIGURÐSS0N, Furugrund 66, Kópavogur. EMIL SÆVAR GUNNARSS0N, Snotrunesi 1, Borgarfjörður, eystri. HELGA RICHTER, Arkarholti 18, Mosfellsbær. JAK0B HALLDÓRSS0N, Barðastöðum HReykjavlk. ODDSTEINN SÆMUNDSS0N, Múla, Kirkjubæjarklaustri. SIGMUNDURJ SN0RRAS0N, Skúlagötu 52, Reykjavík, 50ÁRA BJÖRN VÍKINGUR SKÚLAS0N, Fagragarði4, Reykjanesbæ. BRYNDÍSSIGRÚN RICHTER, Bollagörðum 19, Seltjarnarnesi. ERLA RAGNARSDÓTTIR, Kambaseli 40, Reykjavlk. GUÐMUNDUR B. HERMANNSS0N, Laufengi 72, Reykjavík. GUÐNIHJÖRLEIFSS0N, Hátúni 14, Vestmannaeyjum. LAUFEY BJÖRG GÍSLADÓTTIR, Skriðugili 5, Akureyri. PÉTUR EGGERT 0DDSS0N, Glgjulundi 5, Garðabæ. RÚNAR ÁSBERGSS0N, Oddabraut 12, Þorlákshöfn. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Digranesvegi 60, Kópavogi. VALDIMAR GUÐNAS0N, Skálanesgötu 1, Vopnafirði. ÁSLAUG sunna óskarsdóttir, Laufási, Kjalarnesi. ÞURfÐURGUÐRÚN HAUKSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, Reykjavlk. 40ÁRA ALVIDAS REKELTAS, Asparfelli 8, Reykjavlk. björnstyrmirArnason, Skógarlundi 7, Garðabæ. EINARINDRIÐI MARfASSON, Jörundarholti 5, Akranesi. GABRIELA ELISABETH PITTERL, Hjallabrekku 35, Kópavogi. GUÐLAUG HRÖNN GUNNARSDÓTTIR, Þórunnarstræti 130, Akureyri. INGVAR ÞÓR JÓNSS0N, Túnbraut 11, Skagaströnd. KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 67, Reykjavík. Sandkassinn GUÐBJÖRG HILDUR K0LBEINS sem varð mikið um vegna ferming- arklámsins svokalfaða framan á Smáralindar- blaðinu á sínum tímatalarum að menntunar- stig blaðamanna á Islandi sér of lágt. Þar sem ég er einn af þess- um ómenntuðu blaðamönn- um og er „bara" með stúdentspróf ákvað ég að lesa færsluna hennar. Því miður sofriaði ég í miðri lesn- ingu og fékk síðan mígrenskast af leiðindum. Þannig að ég kláraði aldrei pistilinn. Örugglega þönder stöff samt. UNDANFARK) hefur verið í umræð- unni hvort leyfa eigi sölu í mat- vöruverslunum. Það eru auðvitað nokkrar hliðar á þessu máli Málið hefur stundumverið sett upp eins ogvalið standi á milli ódýr- ara léttvíns og stóraukningar í áfengisneyslu unglinga. Með þessu er verið að láta neytendur fá samviskubit yfir því að vilja lægra verð og um leið að styðja unglingadrykkju. En þetta er auðvitað kjaftæði. Þar sem ég var einu sinni unglingur tel ég mig vita sitt hvað um málið. það kom málinu lítið við hvort ég gæddi mér á bjór eða einhverju öðru eftir að ég ákvað að smakka. Það sem var hendi næst var landi og ekki er það góður kostur. Forvömin á auðvitað að snúast um það að krakkar drekla ekki yfir höfuð en ekki hversu auð- veldlega þau komast í áfengið. ÉG SKRIFAÐI frétt um daginn að það ætti að gera framhald af mynd- inni Old School. Þetta er að mínu mati ein besta grínmynd sem hefur verið gerð. Það hefúr hins vegar verið í umræðunni að Will Ferrell vilji ekki leika í henni en hún á að fjaílaleyti um persónu hans, FrankTheTank. Égvonainnilega aðmyndinverði ekki gerð ef Fer- rellverðurekki með. Því eins mikið og mig langar til að sjá meira af Frank vini mínum, þá er bara glatað ef einhver annar færi að leika hann. KJARTAN TÓMAS GUNNARSS0N, Miklubraut 76, Reykjavík. LIUA BJÖRK HELGADÓTTIR, Marargötu 2, Grindavlk. MARÍA C0NSUEL0 PERALTA, Fjallalind 52, Kópavogi. RAGNAR GUÐBJÖRNSSON, Vlðihllð 5, Reykjavík. SIGRÍÐURJ. KATARÍNUSDÓTTIR, Höfðabraut 6, Akranesi. STEINLAUG BIRGISDÓTTIR, Garðsstöðum 20, Reykjavík. (RIS SVEINSDÓTTIR, Höfðastíg 17, Bolungarvík. ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Gullengi21, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.