Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Page 30
SANDKORN ástæður til aðreiðast 1UM ÞAÐ BIL 800 milljónir manna í heiminum þjást af alvarlegri vannæringu eða jafn- vel svelta. Um 40 þús- und börn, fimm ára eða yngri, deyja dag- lega vegna vannæring- ar, veirna eða annarra kvilla sem auðveldlega væri hægt að lækna. Auk þess deyja meira en 30 þúsund börn á hverjum degi í þróunarlöndun- um vegna sjúkdóma sem til eru lækningar við. 2358 RfKUSTU menn í heimi eiga jafnmikil auðæfi og hálft mannkynið. Á sama tíma vinna eða búa um 100 milljón- ir barna á götunni. Um 10 milljónir manna eru flóttamenn en fimm milljónir eru á hrakhólum í heimalöndum sínum. Þriðj- ungur íbúa þriðjaheimsríkja er flækingar; fólk sem ekki á fasta búsetu og býr í heimildarleysi á jörð eða í híbýlum annarra. 3UM ÞAÐ BIL 37 milljónir manna hafa verið numdar á brott frá heimilum sínum. Ýmist með valdi eða vegna stríðsá- taka. 80 pró- sent þeirra eru konur og börn. Um 8 og hálf millj- ón barna er hneppt í þrældóm, vændi, skuldaánauð eða klámiðnað. Um 250 millj- ónir barna eru taldar vinna erfiðisvinnu og um 22 þúsund börn deyja árlega í vinnuslys- um. 4EFFRAMFER sem horfir eiga regnskógarnir veika tilveru- von í 10 ár í viðbót. Nú þegar hefur 80 prósent- um skóga heimsins verið eytt. Á tveggja sek- úndna fresti er skógur sem jafnast á við stærð fót- boltavallar höggvinn niður af skógarhöggsmönnum. EINS0G AÐBÚAÍ FALLEGU PÓSTK0RTI Hver er maðurinn? „Bjartmar Guðlaugsson, fæddur 13. júní 1952." Hvað drífur þig áfram? „Tónlist, ljóðlist og myndlist. Sam- vera við fjölskyldu, vini og íslensku þjóðina." Hvaðan ert þú? „Ég er fæddur á Fáskrúðsfirði, ætt- aður úr Suðursveit og Breiðdal í föður- ætt en í móðurætt frá Sandi á Sandey í Færeyjum. Ólst upp í Vestmannaeyj- um frá 7 ára aldri en um tvítugt var ég fluttur í Skerjafjörðinn í Reykjavík." Átt þú stóra fjölskyldu? „Já, í föðurætt er ég af Síðupresta- ætt, afkomandi Jóns Steingrímsson- ar á Prestsbakka hins nafnkunna, og er það ein stærsta ætt landsins. Sjálf- ur á ég þrjár dætur, fjögur barna- böm og þrjá yndislega tengdasyni að ógleymdri eiginkonu, Maríu Helenu Haraldsdóttur, í 25 ár.“ Hverjir eru kostirnir við það að búa á Eiðum? „Ég bý á einum fegursta stað lands- ins þar sem hver dagur er öðrum feg- urri, nánast eins og að búa í fallegu póstkorti. Enda er ég 10 mínútur að aka í hvamminn þar sem Kj arval dvaldi í tuttugu sumur og málaði, þangað fer ég oft því þaðan em Dyrfjöll fegurst á að líta ogyndislegir sveitungar." Hver eru þín áhugamál? „Tónlist, myndlist, ljóðlist, bók- menntir og mannlífið." Ef ekki tónlistarmaður, hvað þá? „Sagnfræðingur eða blaðamaður." Laxness, Þórbergur og William Heine- sen í sérstöku uppáhaldi hjá mér." Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður var fótbrotinn í 27 ár áður en hann fékk bót meina sinna. Hann hefur tekið gleði sína á ný og er byrjaður að semja aftur. Hvaða lag vildir þú hafa samið? „Like a rolling stone eftir Bob Dyl- an." Hefur þú búið erlendis? „Já„ við fjölskyldan bjuggum í Óð- insvéum í Danmörku frá 1992 til 1997 þar sem ég stúderaði myndlist og vann við tónlist." Hver er eftirminnilegasta bókin sem þú hefur lesið? „Þær eru margar bækurnar sem ég hef lesið en sú bók sem ég hef oftast lesið er Brennu-Njálssaga og svo eru Er plata á leiðinni? „Já, ég er á fullu að semja nýtt eftii og áætla að hefja upptökur í mars á næsta ári. Platan kemur út með vor- dögum ogyrkisefhið er sólríkt." Hvaða skoðun hefur þú á læknastéttinni? „Ekkert nema gott um lækna að segja, þó er Guðmundur Örn Guð- mundsson, beinasérfræðingur í Orku- húsinu, í dýrðlingatölu hjá mér eftir að hann gaf mér nýtt líf." Hefur þú einhver skilaboð til stéttarinnar? „Haldið áfram góðu starfi." Hvaða áhrif hafði fótbrotið á þitt líf? „Kvíða, þunglyndi og blankheit, svona eftir á að hyggja. Krómskir verk- ir fara illa með sálartetrið og eru oft á tíðum mjög falinn sjúkdómur sem ráðamenn heilbrigðismála ættu að líta til." Hvað erfram undan? „Dagurinn í dag." ■ Þaðhefurvarlafariðframhjá neinum að veitingastaðnum Apótekinu var lokað í byrjun hausts. Ástæðan var sú að Garð- ar Kjartansson keypti staðinn og breytti honumúr veitingastað í skemmtistað. Garðar hefur fyrir löngu getið sér orð fyrirfram- kvæmdagleði í skemmtana- iðnaðinum en hann opnaði með- al annars skemmtistaðinn Óðal á sínum tíma og tónleikastaðinn NASA við Austurvöll. Garðar segir að skemmtístaðurinn í Apóteks- húsnæðinu eigi að höfða til fólks á aldrinum 23 ára og upp úr en staðurinn var opnaður með pompi ogprakt síðustu helgi. ■ Doktor Gunni blandar sér í umræðuna um menntamál blaðamanna á blogginu sínu og tekur undir orð Egils Helgasonar um að blaðamennska sé síðasta athvarf „próflausra aumingja" og að flestir sem geta eitthvað séu droppát úr skólum. Doktorinn gengur þó enn lengra en Egill og segir: „Vilji fólkkomast nálægt þvi andlausa rassgatí sem sprenglær- dómur skiiar er nærtækast að fletta Lesbók- inni." Hann bætir því þó við að hann segi þefta því hann sé sjálfur ómenntaður ræfill og fullur af minnimáttarkennd. ■ Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður segir á bloggsíðu sinni frá heimsókn sem hann og aðrir meðlimir allsherjamefnd- ar Alþingis fóru í til Landhelgis- gæslu fslands í vikubyrjun. Voru þingmennimir leiddir í allan sannleika um hina margþættu starfsemi Gæslunnar. Hápunkt- urinn að mati Sigurðar Kára var kynnisflugmeð TF-LIF, björgun- arþyrlu Landhelgisgæslunnar, yfir Reykjavík, austur yfir Hellisheiði og til baka. „Fyrir mig var sú ferð ógleymanleg, enda hafði ég aldrei stigið um borð í þyrlu áður. Ég ■■ verðþóað I segjaaðmér I fannstmjög I þægiiegt I aðfljúgaí | þyrlunniog I éggatekki ? beturheyrt | enaðfélag- I armínirí nefndinni gætu alveg vanist þess- um ferðamáta," segir Sigurður Kári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.